Fimm ára baráttu ungra barna sem óttast föður sinn og móður lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2020 14:00 Sálfræðingur sem skilaði skýrslu um málið árið 2016 sagði móðurina hafa sýnt mikið dómgreindarleysi að reyna að fá dóttur sína til að breyta framburði sínum um meint kynferðisbrot föðurins. Unsplash/Vladislav Nikonov Ung systkini, stúlka og yngri drengur, sem lýst hafa kynferðisbrotum af hálfu föður og ofbeldi af hálfu móður þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af því að búa með foreldrum sínum. Hæstiréttur kvað upp dóm í gær þess efnis að foreldrarnir hefðu verið sviptir forsjá barnanna. Það var árið 2015 sem stúlkan greindi frá því á skrifstofu skóla síns að faðir hennar hefði snert hana á óviðeigandi hátt. Var málið tilkynnt til lögreglu og sætti faðirinn gæsluvarðhaldi um tíma. Í hönd fór barnaverndarmál sem staðið hefur yfir síðan. Lýsa kynferðisofbeldi af hendi föður Allan tímann hafa bæði stúlkan og drengurinn, sem þá var í leikskóla, borið að faðirinn hafi brotið á þeim kynferðislega. Þá hafa þau óttast ofbeldi af hálfu móður. Starfsmenn Barnaverndarstofu Hafnarfjarðar fóru á heimili fjölskyldunnar þegar rannsókn málsins hófst. Samkvæmt skýrslu þeirra var þar mikil óreiða og börnin af illa hirt. Stúlkan hafði verið látin pissa í bleyju og drengurinn haft hægðir í bleyju en hann hafði ekki verið vaninn á að nota salerni. Stúlkan lýsti ítrekuðum áhyggjum af bróður sínum árin sem málið var til rannsóknar. Dótturinni var fljótlega komið fyrir hjá fósturfjölskyldu og drengurinn bættist fljótlega við. Barnavernd Hafnarfjarðar krafðist þess að foreldrarnir yrðu sviptir forsjá barnanna á grundvelli barnaverndarlaga. Líðan betri hjá fósturfjölskyldu Í málinu lá meðal annars fyrir álitsgerð sálfræðings um forsjárhæfni móðurinnar sem talin var skorta nægjanlega hæfni til að fara með forsjá barnanna. Einnig lá fyrir matsgerð dómkvadds matsmanns þar sem fram kom að vilji barnanna væri afar skýr um að þau vildu ekki búa hjá foreldrunum. Þá báru skýrslur sérfræðinga að þeim liði betur hjá fósturfjölskyldu sinni og þar vildu þau vera. Faðirinn var ákærður fyrir kynferðisbrot og var hann sýknaður árið 2017. Hann neitaði staðfastlega sök, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, en framburður hans þótti sannfærandi. Á sama tíma voru engin gögn sem studdu frásögn barnanna um kynferðislegt ofbeldi. Sekt hans væri því ekki hafin yfir skynsamlegan vafa. Dómnum var ekki áfrýjað til Landsréttar. Héraðsdómur féllst á kröfuna um sviptingu forsjár sumarið 2018. Foreldrarnir áfrýjuðu til Landsréttar sem ómerkti dóm héraðsdóms þar sem hann hefði verið ranglega skipaður. Aftur fór málið fyrir hérað sumarið 2019 þar sem foreldrarnir voru sviptir forsjár. Áfrýjað var til Landsréttar þar sem foreldrarnir voru sýknaðir af kröfu barnaverndar. Hæstiréttur tók tillit til vilja barnanna Hæstiréttur veitti áfrýjunarleyfi í desember 2019 á þeim grunni að málið hefði verulegt almennt gildi að barnarétti, einkum að því er varðaði hversu mikið vilji barns ætti að vega í málum er snertu það með tilliti til aðstæðna allra Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að rétt til fjölskyldulífs, sem varinn væri af stjórnarskránni, skyldi ætíð meta út frá hagsmunum barnsins og rétti þess til einkalífs og friðhelgi. Í þessu fælist jafnframt að leita bæri eftir, eins og frekast væri kostur, og líta til viljaafstöðu barns við úrlausn um málefni þess. Talið var með vísan til gagna málsins, einkum mats dómkvadds matsmanns, að börnin upplifðu verulegan ótta við föður sinn þannig að heilsu þeirra og þroska væri hætta búin í umsjá hans sökum þess að breytni hans væri til þess fallin að valda börnunum alvarlegum skaða. Þá voru gögn málsins talin bera með sér að forsjárhæfni móðurinnar væri skert og að vandséð væri að henni væri unnt að byggja upp tengsl og traust við börnin að nýju. Með vísan til þessa og því að börnin hafi sýnt sterkan vilja til þess að búa áfram hjá fósturforeldrum var það talið þeim fyrir bestu að fallast á kröfu barnaverndar um að svipta foreldrana forsjá. Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Barnavernd Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ung systkini, stúlka og yngri drengur, sem lýst hafa kynferðisbrotum af hálfu föður og ofbeldi af hálfu móður þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af því að búa með foreldrum sínum. Hæstiréttur kvað upp dóm í gær þess efnis að foreldrarnir hefðu verið sviptir forsjá barnanna. Það var árið 2015 sem stúlkan greindi frá því á skrifstofu skóla síns að faðir hennar hefði snert hana á óviðeigandi hátt. Var málið tilkynnt til lögreglu og sætti faðirinn gæsluvarðhaldi um tíma. Í hönd fór barnaverndarmál sem staðið hefur yfir síðan. Lýsa kynferðisofbeldi af hendi föður Allan tímann hafa bæði stúlkan og drengurinn, sem þá var í leikskóla, borið að faðirinn hafi brotið á þeim kynferðislega. Þá hafa þau óttast ofbeldi af hálfu móður. Starfsmenn Barnaverndarstofu Hafnarfjarðar fóru á heimili fjölskyldunnar þegar rannsókn málsins hófst. Samkvæmt skýrslu þeirra var þar mikil óreiða og börnin af illa hirt. Stúlkan hafði verið látin pissa í bleyju og drengurinn haft hægðir í bleyju en hann hafði ekki verið vaninn á að nota salerni. Stúlkan lýsti ítrekuðum áhyggjum af bróður sínum árin sem málið var til rannsóknar. Dótturinni var fljótlega komið fyrir hjá fósturfjölskyldu og drengurinn bættist fljótlega við. Barnavernd Hafnarfjarðar krafðist þess að foreldrarnir yrðu sviptir forsjá barnanna á grundvelli barnaverndarlaga. Líðan betri hjá fósturfjölskyldu Í málinu lá meðal annars fyrir álitsgerð sálfræðings um forsjárhæfni móðurinnar sem talin var skorta nægjanlega hæfni til að fara með forsjá barnanna. Einnig lá fyrir matsgerð dómkvadds matsmanns þar sem fram kom að vilji barnanna væri afar skýr um að þau vildu ekki búa hjá foreldrunum. Þá báru skýrslur sérfræðinga að þeim liði betur hjá fósturfjölskyldu sinni og þar vildu þau vera. Faðirinn var ákærður fyrir kynferðisbrot og var hann sýknaður árið 2017. Hann neitaði staðfastlega sök, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, en framburður hans þótti sannfærandi. Á sama tíma voru engin gögn sem studdu frásögn barnanna um kynferðislegt ofbeldi. Sekt hans væri því ekki hafin yfir skynsamlegan vafa. Dómnum var ekki áfrýjað til Landsréttar. Héraðsdómur féllst á kröfuna um sviptingu forsjár sumarið 2018. Foreldrarnir áfrýjuðu til Landsréttar sem ómerkti dóm héraðsdóms þar sem hann hefði verið ranglega skipaður. Aftur fór málið fyrir hérað sumarið 2019 þar sem foreldrarnir voru sviptir forsjár. Áfrýjað var til Landsréttar þar sem foreldrarnir voru sýknaðir af kröfu barnaverndar. Hæstiréttur tók tillit til vilja barnanna Hæstiréttur veitti áfrýjunarleyfi í desember 2019 á þeim grunni að málið hefði verulegt almennt gildi að barnarétti, einkum að því er varðaði hversu mikið vilji barns ætti að vega í málum er snertu það með tilliti til aðstæðna allra Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að rétt til fjölskyldulífs, sem varinn væri af stjórnarskránni, skyldi ætíð meta út frá hagsmunum barnsins og rétti þess til einkalífs og friðhelgi. Í þessu fælist jafnframt að leita bæri eftir, eins og frekast væri kostur, og líta til viljaafstöðu barns við úrlausn um málefni þess. Talið var með vísan til gagna málsins, einkum mats dómkvadds matsmanns, að börnin upplifðu verulegan ótta við föður sinn þannig að heilsu þeirra og þroska væri hætta búin í umsjá hans sökum þess að breytni hans væri til þess fallin að valda börnunum alvarlegum skaða. Þá voru gögn málsins talin bera með sér að forsjárhæfni móðurinnar væri skert og að vandséð væri að henni væri unnt að byggja upp tengsl og traust við börnin að nýju. Með vísan til þessa og því að börnin hafi sýnt sterkan vilja til þess að búa áfram hjá fósturforeldrum var það talið þeim fyrir bestu að fallast á kröfu barnaverndar um að svipta foreldrana forsjá.
Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Barnavernd Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira