Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2020 09:15 Icelandair Group reynir nú að koma sér í gegnum mesta mótvindinn. Vísir/vilhelm Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ Fyrir því séu þó nokkrar forsendur, yfirstandandi viðræður við stéttarfélög „skili árangri“ og að hluthafafundur samþykki að ráðast í útboðið. Án þess þó að umræddar viðræður við stéttarfélög séu skýrðar nánar í yfirlýsingu frá Icelandair í morgun má ætla að þar sé vísað til tilrauna félagsins til að endursemja við flugmenn og flugliða. Lengi hefur legið fyrir að launakostnaður hjá Icelandair sé afar hár, í samanburði við keppninauta þess í millilandaflugi. Þannig hafi laun flugliða hjá Icelandair verið allt að 35 prósent hærri en hjá hinu sáluga WOW air og laun flugmanna Icelandair 20 til 30 prósent hærri. Sjá einnig: Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Icelandair segir þó að þetta séu ekki einu viðræðurnar sem séu í gangi. Þannig ræði félagið einnig við fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja. Þá hafi félagið jafnframt verið í góðu sambandi við stjórnvöld í þessu ferli. Aukinheldur segir í fyrrnefndri yfirlýsingu Icelandair: Icelandair hefur haldið uppi lágmarks flugsamgöngum til og frá landinu að undanförnu í samstarfi við stjórnvöld, bæði fyrir farþega og vöruflutninga, og er flugáætlun félagsins nú minni en 10% af þeirri áætlun sem gefin hafði verið út. Enn ríkir talsverð óvissa um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi tekur aftur við sér. Félagið þarf að grípa til enn frekari aðgerða til að komast í gegnum þetta tímabil þar sem tekjur þess verða í lágmarki. Á sama tíma mun félagið tryggja þann sveigjanleika sem þarf til að bregðast hratt við um leið og breytingar verða á markaði og eftirspurn tekur við sér á ný. Þá greindi Viðskiptablaðið frá því í morgun að fleiri aðgerðir séu á teikniborðinu hjá Icelandair. Það hafi þannig rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. Heimildir blaðsins herma ennfremur að verið sé að skera flugflota félagsins verulega niður. Til greina komi að minnka flotann um helming, allt niður í tólf vélar. Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Tengdar fréttir Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52 Ríkið semur við Air Iceland Connect um flug til Egilsstaða og Ísafjarðar Stjórnvöld segjast hafa samið við flugfélagið Air Iceland Connect um reglulegar flugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar til og með 5. maí. 15. apríl 2020 17:01 Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Gengið hefur hratt á lausafé Icelandair á síðustu vikum og hefur félagið leitað til þriggja banka til að bæta þar úr. Forstjóri félagsins segir félagið þó standa sterkt þótt það þoli ekki algeran tekjubrest til langframa fremur en önnur félög. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Sjá meira
Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ Fyrir því séu þó nokkrar forsendur, yfirstandandi viðræður við stéttarfélög „skili árangri“ og að hluthafafundur samþykki að ráðast í útboðið. Án þess þó að umræddar viðræður við stéttarfélög séu skýrðar nánar í yfirlýsingu frá Icelandair í morgun má ætla að þar sé vísað til tilrauna félagsins til að endursemja við flugmenn og flugliða. Lengi hefur legið fyrir að launakostnaður hjá Icelandair sé afar hár, í samanburði við keppninauta þess í millilandaflugi. Þannig hafi laun flugliða hjá Icelandair verið allt að 35 prósent hærri en hjá hinu sáluga WOW air og laun flugmanna Icelandair 20 til 30 prósent hærri. Sjá einnig: Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Icelandair segir þó að þetta séu ekki einu viðræðurnar sem séu í gangi. Þannig ræði félagið einnig við fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja. Þá hafi félagið jafnframt verið í góðu sambandi við stjórnvöld í þessu ferli. Aukinheldur segir í fyrrnefndri yfirlýsingu Icelandair: Icelandair hefur haldið uppi lágmarks flugsamgöngum til og frá landinu að undanförnu í samstarfi við stjórnvöld, bæði fyrir farþega og vöruflutninga, og er flugáætlun félagsins nú minni en 10% af þeirri áætlun sem gefin hafði verið út. Enn ríkir talsverð óvissa um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi tekur aftur við sér. Félagið þarf að grípa til enn frekari aðgerða til að komast í gegnum þetta tímabil þar sem tekjur þess verða í lágmarki. Á sama tíma mun félagið tryggja þann sveigjanleika sem þarf til að bregðast hratt við um leið og breytingar verða á markaði og eftirspurn tekur við sér á ný. Þá greindi Viðskiptablaðið frá því í morgun að fleiri aðgerðir séu á teikniborðinu hjá Icelandair. Það hafi þannig rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. Heimildir blaðsins herma ennfremur að verið sé að skera flugflota félagsins verulega niður. Til greina komi að minnka flotann um helming, allt niður í tólf vélar.
Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Tengdar fréttir Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52 Ríkið semur við Air Iceland Connect um flug til Egilsstaða og Ísafjarðar Stjórnvöld segjast hafa samið við flugfélagið Air Iceland Connect um reglulegar flugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar til og með 5. maí. 15. apríl 2020 17:01 Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Gengið hefur hratt á lausafé Icelandair á síðustu vikum og hefur félagið leitað til þriggja banka til að bæta þar úr. Forstjóri félagsins segir félagið þó standa sterkt þótt það þoli ekki algeran tekjubrest til langframa fremur en önnur félög. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Sjá meira
Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52
Ríkið semur við Air Iceland Connect um flug til Egilsstaða og Ísafjarðar Stjórnvöld segjast hafa samið við flugfélagið Air Iceland Connect um reglulegar flugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar til og með 5. maí. 15. apríl 2020 17:01
Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Gengið hefur hratt á lausafé Icelandair á síðustu vikum og hefur félagið leitað til þriggja banka til að bæta þar úr. Forstjóri félagsins segir félagið þó standa sterkt þótt það þoli ekki algeran tekjubrest til langframa fremur en önnur félög. 6. apríl 2020 19:20