Flugvirkjar gengu að samningnum við Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2020 15:17 Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni. vísir/vilhelm Félagsmenn Flugvirkjafélags Íslands samþykktu kjarasamning sem samninganefnd félagsins undirritaði við fulltrúa Icelandair Group en atkvæðagreiðslu lauk í dag. Kjarasamningurinn er til fimm ára; gildir frá upphafi næsta árs fram til loka árs 2025. Forsvarsmenn Icelandair fagna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og segja samninginn í samræmi við það sem samninganefndirnar lögðu upp með. Samningurinn sé til þess fallinn að styrkja samkeppnishæfni Icelandair Group og standi vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi starfsfólks. Flugvirkafélagið segir á vefsíðu sinni að kjarasamningurinn hafi verið samþykktur með miklum meirihluta. Formaður þess sagði í samtali við Vísi að með samningnum tækju flugvirkjar á sig kjaraskerðingu. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. Er þarna um að ræða fyrsta kjarasamninginn af þremur sem Icelandair þarf að ljúka fyrir hluthafafund á föstudag, sem boðaður er í aðdraganda hlutafjárútboðs þar sem safna á allt að 29 milljörðum. Hluthafar Icelandair eru sagðir hafa krafist þess að gengið yrði frá kjarasamningum við flugstéttir fyrir hlutafjárútboðið. Samningarnir þurfi að auka samkeppnishæfni flugfélagsins og vera til langs tíma, til að auka fyrirsjánleika í rekstri félagsins. Samninganefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur þegar undirritað samning við Icelandair sem nú er í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Henni lýkur á föstudag, skömmu áður en umræddur hluthafafundur fer fram. Þær fréttir bárust svo úr Borgartúni nú á þriðja tímanum að Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair hafi slitið viðræðum sínum. Ekki verði lengra komist í viðræðunum og skoðar Icelandair nú aðrar leiðir, eins og þau orða það í yfirlýsingu frá félaginu. Vísir hefur kallað eftir nánari útskýringu á þessari fullyrðingu. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. 20. maí 2020 14:38 Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Félagsmenn Flugvirkjafélags Íslands samþykktu kjarasamning sem samninganefnd félagsins undirritaði við fulltrúa Icelandair Group en atkvæðagreiðslu lauk í dag. Kjarasamningurinn er til fimm ára; gildir frá upphafi næsta árs fram til loka árs 2025. Forsvarsmenn Icelandair fagna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og segja samninginn í samræmi við það sem samninganefndirnar lögðu upp með. Samningurinn sé til þess fallinn að styrkja samkeppnishæfni Icelandair Group og standi vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi starfsfólks. Flugvirkafélagið segir á vefsíðu sinni að kjarasamningurinn hafi verið samþykktur með miklum meirihluta. Formaður þess sagði í samtali við Vísi að með samningnum tækju flugvirkjar á sig kjaraskerðingu. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. Er þarna um að ræða fyrsta kjarasamninginn af þremur sem Icelandair þarf að ljúka fyrir hluthafafund á föstudag, sem boðaður er í aðdraganda hlutafjárútboðs þar sem safna á allt að 29 milljörðum. Hluthafar Icelandair eru sagðir hafa krafist þess að gengið yrði frá kjarasamningum við flugstéttir fyrir hlutafjárútboðið. Samningarnir þurfi að auka samkeppnishæfni flugfélagsins og vera til langs tíma, til að auka fyrirsjánleika í rekstri félagsins. Samninganefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur þegar undirritað samning við Icelandair sem nú er í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Henni lýkur á föstudag, skömmu áður en umræddur hluthafafundur fer fram. Þær fréttir bárust svo úr Borgartúni nú á þriðja tímanum að Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair hafi slitið viðræðum sínum. Ekki verði lengra komist í viðræðunum og skoðar Icelandair nú aðrar leiðir, eins og þau orða það í yfirlýsingu frá félaginu. Vísir hefur kallað eftir nánari útskýringu á þessari fullyrðingu.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. 20. maí 2020 14:38 Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. 20. maí 2020 14:38