Þingmanni blöskrar „sumargjöfin“ til Samherjabarnanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2020 15:46 Dagný Linda Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi og skíðakona, og Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja fengu sumargjöf í stærri kantinum frá foreldrum sínum að sögn þingmanns VG. Guðmundur Jakobsson/Aðsend Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. Nýlegt framsal eigenda Samherja á eignarhlut sínum í sjávarútvegsfyrirtækinu endurspegli galla á kvótakerfinu. Lilja Rafney kvað sér hljóðs undir liðnum Störf þingsins á Alþingi í dag og ræddi tíðindi föstudagsins þegar tilkynnt var að fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hefðu framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru eigendurnir samanlagt með 86,5% hlutafjár í Samherja en hlutur þeirra er 2,0% eftir breytingarnar. „Sumargjafir eru góður og þjóðlegur siður, að gefa börnunm sínum sumargjafir en sumargjafir Samherjaeigenda til barnanna sinna eru kannski í stærri kantinum,“ sagði Lilja Rafney. „Þær nema nema tugum milljarða króna í tilfærslu frá eigendum Samherja til afkomenda sinna. Þetta endurspeglar stórgallað kvótakerfi með óheftu framsali og samþjöppun til stórra fjármagnseigenda. Fjármagnið stýrir að stórum hluta hverjir nýta sjávarauðlindina, hvar hún er nýtt og hvar arðurinn af auðlindinni lendir.“ Umræddir aðaleigendur eru auk Þorsteins þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir. Stærstu hluthafar verða nú börn Þorsteins og Helgu, þau Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja, og svo börn Kristjáns og Kolbrúnar - þau Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Lilja Rafney á fundi atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm „Það hefur orðið gífurlegur samþjöppun í greininni á þessum þrjátíu árum frá því að óhefta framsalið var sett á. fjármagnseigendur hlutabréfa í stórum útgerðarfélögum eru í engum tengslum við hagsmuni þjóðarinnar eða íbúa sjávarbyggðanna sem hafa margoft þurft að blæða fyrir þegar lifibrauð þeirra og afkoma fer á einni nóttu,“ segir Lilja Rafney. Þetta geti varla talist ásættanlegt við stjórn á sameiginlegri auðlind okkar. „Þegar óhefta framsalið var sett á með lögum 1990 þá var það gert með hagræðingarkröfu ða leiðarljósi. Að lögmál markaðarins myndu auka hagkvæmni veiðanna. En frá þeim tíma hafa allir þessir gallar komið í ljós og Komið í veg fyrir eðlilega þróun í sjávarbyggðum landsins,“ sagði þingkonan. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.Vísir/Vilhelm Græðgi, brask og miklir fjármunir hafi runnið frá greininni í óskylda starfsemi. „Það er hægt að stýra auðlindinni með öðrum hætti. Með nýtingarsamningum og endurúthlutunum og koma auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Það verður að koma í veg fyrir að svona miklir fjármunir af sameiginlegum auðlindum okkar renni á milli kynslóða sem byggjast á sameign þjóðarinnar.“ Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar og formaður atvinnuveganefndar, segir að koma verði í veg fyrir að milljarðar króna sem byggist á auðlindum þjóðarinnar renni á milli kynslóða hjá stórum útgerðarfélögum. Nýlegt framsal eigenda Samherja á eignarhlut sínum í sjávarútvegsfyrirtækinu endurspegli galla á kvótakerfinu. Lilja Rafney kvað sér hljóðs undir liðnum Störf þingsins á Alþingi í dag og ræddi tíðindi föstudagsins þegar tilkynnt var að fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hefðu framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru eigendurnir samanlagt með 86,5% hlutafjár í Samherja en hlutur þeirra er 2,0% eftir breytingarnar. „Sumargjafir eru góður og þjóðlegur siður, að gefa börnunm sínum sumargjafir en sumargjafir Samherjaeigenda til barnanna sinna eru kannski í stærri kantinum,“ sagði Lilja Rafney. „Þær nema nema tugum milljarða króna í tilfærslu frá eigendum Samherja til afkomenda sinna. Þetta endurspeglar stórgallað kvótakerfi með óheftu framsali og samþjöppun til stórra fjármagnseigenda. Fjármagnið stýrir að stórum hluta hverjir nýta sjávarauðlindina, hvar hún er nýtt og hvar arðurinn af auðlindinni lendir.“ Umræddir aðaleigendur eru auk Þorsteins þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir. Stærstu hluthafar verða nú börn Þorsteins og Helgu, þau Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja, og svo börn Kristjáns og Kolbrúnar - þau Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Lilja Rafney á fundi atvinnuveganefndar.Vísir/Vilhelm „Það hefur orðið gífurlegur samþjöppun í greininni á þessum þrjátíu árum frá því að óhefta framsalið var sett á. fjármagnseigendur hlutabréfa í stórum útgerðarfélögum eru í engum tengslum við hagsmuni þjóðarinnar eða íbúa sjávarbyggðanna sem hafa margoft þurft að blæða fyrir þegar lifibrauð þeirra og afkoma fer á einni nóttu,“ segir Lilja Rafney. Þetta geti varla talist ásættanlegt við stjórn á sameiginlegri auðlind okkar. „Þegar óhefta framsalið var sett á með lögum 1990 þá var það gert með hagræðingarkröfu ða leiðarljósi. Að lögmál markaðarins myndu auka hagkvæmni veiðanna. En frá þeim tíma hafa allir þessir gallar komið í ljós og Komið í veg fyrir eðlilega þróun í sjávarbyggðum landsins,“ sagði þingkonan. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.Vísir/Vilhelm Græðgi, brask og miklir fjármunir hafi runnið frá greininni í óskylda starfsemi. „Það er hægt að stýra auðlindinni með öðrum hætti. Með nýtingarsamningum og endurúthlutunum og koma auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Það verður að koma í veg fyrir að svona miklir fjármunir af sameiginlegum auðlindum okkar renni á milli kynslóða sem byggjast á sameign þjóðarinnar.“
Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira