Afnemum tryggingagjald tímabundið Þorsteinn Víglundsson skrifar 10. mars 2020 10:00 Á víðsjárverðum tímum er þörf á pólitísku hugrekki til að bregðast hratt og ákveðið við til að koma í veg fyrir að sú efnahagslega niðursveifla sem við erum í verði enn dýpri og langvinnari vegna þess þunga en tímabundna höggs sem Covid veiran mun valda. Hefðbundin hagstjórnarúrræði duga þar skammt. Aðgerðir þær sem gripið verður til verða að skila sér strax. Í stað þess að tala um gjaldfresti á opinberum gjöldum væri nær að grípa til tímabundinnar niðurfellingar á gjöldum á borð við tryggingagjald. Slík aðgerð myndi skila sér strax inn í atvinnulífið og verða til þess að lina höggið. Sú efnahagslega vá sem steðjar að þjóðarbúinu nú er tvíþætt og þau viðbrögð sem stjórnvöld verða að grípa til þurfa að taka mið af því. Annars vegar má ætla að sú efnahagslega ógn sem okkur stafar af Covid-19 veirunni verði þungt en að líkindum skammvinnt högg. Þar er ferðaþjónustan eðli máls samkvæmt í mestri hættu en sökum mikils efnahagslegs umfangs greinarinnar má ætla að slíkt högg geti náði langt út fyrir raðir ferðaþjónustunnar einnar. Hins vegar er um að ræða hraða kólnun hagkerfisins, sem staðið hefur yfir í rúmt ár og ekki sér fyrir endann á ennþá. Efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda við Covid þurfa að vera afgerandi og skjótvirk ef þau eiga að skila árangri. Rætt hefur verið um lengri gjaldfresti á opinberum gjöldum, líkt og gripið var til í hruninu. Mun betri og áhrifaríkari leið væri einfaldlega að fella niður tiltekin opinber gjöld tímabundið, t.d. í 2-3 mánuði, á meðan þyngsta efnahagslega höggið gengur yfir. Í þeim efnum lægi beint við að fella niður tryggingagjald og gistináttagjald. Slík aðgerð hefði bein og tafalaus áhrif á efnahagslífið og gæti komið í veg fyrir að fyrirtæki grípi til umfangsmeiri uppsagna en ella. Þriggja mánaða niðurfelling þessara gjalda myndi samsvara um 26 milljarða innspýtingu í efnahagslífið eða sem nemur tæpu einu prósenti af landsframleiðslu. Slík viðbrögð myndu sýna kjark og áræðni stjórnvalda til að beita fjárhagslegum styrk ríkissjóðs til að draga úr efnahagslegum áhrifum veirunnar. Hvað varðar kólnun hagkerfisins liggur beinast við að auka verulega í opinbera fjárfestingu. Hægur vandi er fyrir ríkissjóð að hraða vegaframkvæmdum og öðrum mikilvægum innviðaframkvæmdum. Ljúka mætti tvöföldun Reykjanesbrautar, ljúka framkvæmdum við breikkun Suðurlandsvegar og ráðast í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. Með sama hætti má hraða framkvæmdum við uppbyggingu Borgarlínu og ráðast í ýmsar vegabætur um land allt. Ríkissjóður gæti auðveldlega fjármagnað slíkar viðbótarframkvæmdir upp á 100-150 milljarða króna á næstu þremur árum. Unnt væri að leggja til hliðar hugleiðingar um sérstaka gjaldtöku til að fjármagna þessar framkvæmdir. Slík gjaldtaka er umdeild og líklegt til að tefja upphaf framkvæmda. Þess í stað mætti ráðast í löngu tímabæra endurskoðun á gjaldtöku á umferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Wuhan-veiran Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Á víðsjárverðum tímum er þörf á pólitísku hugrekki til að bregðast hratt og ákveðið við til að koma í veg fyrir að sú efnahagslega niðursveifla sem við erum í verði enn dýpri og langvinnari vegna þess þunga en tímabundna höggs sem Covid veiran mun valda. Hefðbundin hagstjórnarúrræði duga þar skammt. Aðgerðir þær sem gripið verður til verða að skila sér strax. Í stað þess að tala um gjaldfresti á opinberum gjöldum væri nær að grípa til tímabundinnar niðurfellingar á gjöldum á borð við tryggingagjald. Slík aðgerð myndi skila sér strax inn í atvinnulífið og verða til þess að lina höggið. Sú efnahagslega vá sem steðjar að þjóðarbúinu nú er tvíþætt og þau viðbrögð sem stjórnvöld verða að grípa til þurfa að taka mið af því. Annars vegar má ætla að sú efnahagslega ógn sem okkur stafar af Covid-19 veirunni verði þungt en að líkindum skammvinnt högg. Þar er ferðaþjónustan eðli máls samkvæmt í mestri hættu en sökum mikils efnahagslegs umfangs greinarinnar má ætla að slíkt högg geti náði langt út fyrir raðir ferðaþjónustunnar einnar. Hins vegar er um að ræða hraða kólnun hagkerfisins, sem staðið hefur yfir í rúmt ár og ekki sér fyrir endann á ennþá. Efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda við Covid þurfa að vera afgerandi og skjótvirk ef þau eiga að skila árangri. Rætt hefur verið um lengri gjaldfresti á opinberum gjöldum, líkt og gripið var til í hruninu. Mun betri og áhrifaríkari leið væri einfaldlega að fella niður tiltekin opinber gjöld tímabundið, t.d. í 2-3 mánuði, á meðan þyngsta efnahagslega höggið gengur yfir. Í þeim efnum lægi beint við að fella niður tryggingagjald og gistináttagjald. Slík aðgerð hefði bein og tafalaus áhrif á efnahagslífið og gæti komið í veg fyrir að fyrirtæki grípi til umfangsmeiri uppsagna en ella. Þriggja mánaða niðurfelling þessara gjalda myndi samsvara um 26 milljarða innspýtingu í efnahagslífið eða sem nemur tæpu einu prósenti af landsframleiðslu. Slík viðbrögð myndu sýna kjark og áræðni stjórnvalda til að beita fjárhagslegum styrk ríkissjóðs til að draga úr efnahagslegum áhrifum veirunnar. Hvað varðar kólnun hagkerfisins liggur beinast við að auka verulega í opinbera fjárfestingu. Hægur vandi er fyrir ríkissjóð að hraða vegaframkvæmdum og öðrum mikilvægum innviðaframkvæmdum. Ljúka mætti tvöföldun Reykjanesbrautar, ljúka framkvæmdum við breikkun Suðurlandsvegar og ráðast í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. Með sama hætti má hraða framkvæmdum við uppbyggingu Borgarlínu og ráðast í ýmsar vegabætur um land allt. Ríkissjóður gæti auðveldlega fjármagnað slíkar viðbótarframkvæmdir upp á 100-150 milljarða króna á næstu þremur árum. Unnt væri að leggja til hliðar hugleiðingar um sérstaka gjaldtöku til að fjármagna þessar framkvæmdir. Slík gjaldtaka er umdeild og líklegt til að tefja upphaf framkvæmda. Þess í stað mætti ráðast í löngu tímabæra endurskoðun á gjaldtöku á umferð.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun