Þórólfur ósammála þeim sem eru ósammála Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2020 14:40 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan „Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli Þórólfs þegar hann svaraði spurningu um hvað honum fyndist um slíka gagnrýni. Þannig gagnrýndi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum að búið væri að taka ákvörðun um að opna landamærin frá og með 15. júní án þess að til væri raunhæf áætlun um hvernig ætti að gera það. Þá sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að ákvörðunin væri umdeild og að sumir læknar væru jafn vel reiðir yfir því að opna ætti landið á nýju. „Það er algjörlega ljóst að það eru margir ekki sáttir og nákvæmlega eins og margir voru ekki sáttir hvernig við stóðum að því að eiga við þennan faraldur í upphafi, jafnt læknar sem aðrir. Þannig að ég held að það lýsi bara því að fólk hefur áhyggjur af þessum faraldri og hvernig hann muni verða,“ sagði Þórólfur sem bætti við að læknum sem og öðrum væri frjálst að vera ósáttir áður en hann fór yfir því hvaða rök lægu að baki því að opna landamærin aftur. „Menn hafa fullan rétt á því að hafa skoðanir á þessu en ég held að læknar og aðrir þurfi líka að taka tillit til þess að það þarf á einhverjum tímapunkti að opna þetta land og eins og ég hef svo sem lýst áður, hvort sem það verður núna, eftir sex mánuði eða eitt ár, þá stöndum við frammi fyrir þessari spurningu hvernig ætlum við að gera þetta,“ sagði Þórólfur. Betra væri að nýta tækifæri nú á meðan eftirspurn eftir því að koma til Íslands væri lítil. „Ég held að það sé betra að gera þetta núna á meðan það er lítil ásókn í því að komast hingað inn þannig að við fáum þjálfun og reynslu í því hvernig eigi að eiga við þetta þannig að ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína og við fáum niðurstöðu í þetta með mál,“ sagði Þórólfur. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var vísað í viðtal við Má Kristjánsson og sagt að það hafi verið í Morgunútvarpi Rásar 2, hið rétta er að það var á Morgunvaktinni á Rás 1, það hefur nú verið lagað. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli Þórólfs þegar hann svaraði spurningu um hvað honum fyndist um slíka gagnrýni. Þannig gagnrýndi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum að búið væri að taka ákvörðun um að opna landamærin frá og með 15. júní án þess að til væri raunhæf áætlun um hvernig ætti að gera það. Þá sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að ákvörðunin væri umdeild og að sumir læknar væru jafn vel reiðir yfir því að opna ætti landið á nýju. „Það er algjörlega ljóst að það eru margir ekki sáttir og nákvæmlega eins og margir voru ekki sáttir hvernig við stóðum að því að eiga við þennan faraldur í upphafi, jafnt læknar sem aðrir. Þannig að ég held að það lýsi bara því að fólk hefur áhyggjur af þessum faraldri og hvernig hann muni verða,“ sagði Þórólfur sem bætti við að læknum sem og öðrum væri frjálst að vera ósáttir áður en hann fór yfir því hvaða rök lægu að baki því að opna landamærin aftur. „Menn hafa fullan rétt á því að hafa skoðanir á þessu en ég held að læknar og aðrir þurfi líka að taka tillit til þess að það þarf á einhverjum tímapunkti að opna þetta land og eins og ég hef svo sem lýst áður, hvort sem það verður núna, eftir sex mánuði eða eitt ár, þá stöndum við frammi fyrir þessari spurningu hvernig ætlum við að gera þetta,“ sagði Þórólfur. Betra væri að nýta tækifæri nú á meðan eftirspurn eftir því að koma til Íslands væri lítil. „Ég held að það sé betra að gera þetta núna á meðan það er lítil ásókn í því að komast hingað inn þannig að við fáum þjálfun og reynslu í því hvernig eigi að eiga við þetta þannig að ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína og við fáum niðurstöðu í þetta með mál,“ sagði Þórólfur. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var vísað í viðtal við Má Kristjánsson og sagt að það hafi verið í Morgunútvarpi Rásar 2, hið rétta er að það var á Morgunvaktinni á Rás 1, það hefur nú verið lagað.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira