Virðast ekki ætla að flykkjast til landsins í júní Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2020 19:30 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. „Við fáum mjög jákvæða athygli og það er mikill áhugi á Íslandi og ferðalögum til Íslands,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, spurð hvernig viðbrögð hafa verið erlendis við tilkynningu ríkisstjórnarinnar um að ætla að stefna að opnun landsins fyrir ferðamönnum 15. júní næstkomandi. „Bæði eftir tilkynninguna og ekki síður vegna þess að það er búið að fjalla mjög mikið á jákvæðan hátt um hvernig Ísland hefur tekið á Covid-19. Áhuginn er að kvikna aftur,“ segir Birna. Ekki megi þó búast við að ferðamenn muni streyma til landsins strax í júní. „Það er stutt í að landið opni. Það þarf venjulega lengri tími til að fylla vélar og koma ferðamönnum til landsins. En núna snýst þessi slagur um að fá sem flesta hingað síðsumars og inn í veturinn. Þetta mun taka töluverðan tíma að komast aftur af stað. Eftirspurnin er þarna, við þurfum bara að grípa hana,“ segir Birna. Hún segir töluvert marga sem ennþá hafa ekki hug á að ferðast. „Það sem við erum að gera, og höfum verið að gera í gegnum þennan tíma, er að fylgjast með því hvar ferðahugurinn er. Hvar fólk vill fara að gerast. Það sem hefur gerst líka eftir því sem hefur lengst í krísunni er að efnahagsástandið hefur versnað. Fólk hefur ekki jafn mikið fé á milli handanna og getur kannski síður ferðast. Þeir sem vilja ferðast verða að fá að heyra af okkur á Íslandi, hversu vel hefur gengið, hversu hreint landið er og hversu mikið pláss er hérna.“ Mikill ferðahugur sé í Þjóðverjum „Það hefur gengið vel þar og landið virðist vera að opnast. Það er mikill áhugi á Norðurlöndunum. Þessi lönd eiga það sameiginlegt að íbúarnir fara frekar í frí í ágúst. Þar gætu verið spennandi tækifæri. Svo vonandi förum við að sjá á næstu dögum og vikum fleiri lönd tilkynna fyrirætlanir sínar um opnun. Þá byggist vonandi ofan á þetta, en ég spái því að þetta byrji einhvern veginn svona,“ segir Birna. Austurríki, Sviss og Belgía hafi einnig sýnt ferðalögum til Íslands mikinn áhuga. „Ég held samt að við verðum að gera okkur grein fyrir að það verða engar ferðamannatölur eins og við höfum séð á undanförnum árum, heldur snýst þetta meira um að grípa þá hópa sem eru áhugasamir um landið til að geta byrjað að byggja upp aftur.“ Ferðahugur sé einnig kominn í einhverja Íslendinga. „Við fengum töluvert af símtölum frá Íslendingum eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Það er kominn ferðahugur í marga og spenna fyrir því að eiga kannski eina ferð á planinu seint í sumar eða haust. Það er verið að spyrjast fyrir um hvert væri skynsamlegast að fara ef fólk vildi fara í frí. Íslendingar hafa áhuga að ferðast, spurningin er hvort þeir verða hérna heima eða kíki eitthvað ekkert alltof langt út fyrir landsteinana.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. „Við fáum mjög jákvæða athygli og það er mikill áhugi á Íslandi og ferðalögum til Íslands,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, spurð hvernig viðbrögð hafa verið erlendis við tilkynningu ríkisstjórnarinnar um að ætla að stefna að opnun landsins fyrir ferðamönnum 15. júní næstkomandi. „Bæði eftir tilkynninguna og ekki síður vegna þess að það er búið að fjalla mjög mikið á jákvæðan hátt um hvernig Ísland hefur tekið á Covid-19. Áhuginn er að kvikna aftur,“ segir Birna. Ekki megi þó búast við að ferðamenn muni streyma til landsins strax í júní. „Það er stutt í að landið opni. Það þarf venjulega lengri tími til að fylla vélar og koma ferðamönnum til landsins. En núna snýst þessi slagur um að fá sem flesta hingað síðsumars og inn í veturinn. Þetta mun taka töluverðan tíma að komast aftur af stað. Eftirspurnin er þarna, við þurfum bara að grípa hana,“ segir Birna. Hún segir töluvert marga sem ennþá hafa ekki hug á að ferðast. „Það sem við erum að gera, og höfum verið að gera í gegnum þennan tíma, er að fylgjast með því hvar ferðahugurinn er. Hvar fólk vill fara að gerast. Það sem hefur gerst líka eftir því sem hefur lengst í krísunni er að efnahagsástandið hefur versnað. Fólk hefur ekki jafn mikið fé á milli handanna og getur kannski síður ferðast. Þeir sem vilja ferðast verða að fá að heyra af okkur á Íslandi, hversu vel hefur gengið, hversu hreint landið er og hversu mikið pláss er hérna.“ Mikill ferðahugur sé í Þjóðverjum „Það hefur gengið vel þar og landið virðist vera að opnast. Það er mikill áhugi á Norðurlöndunum. Þessi lönd eiga það sameiginlegt að íbúarnir fara frekar í frí í ágúst. Þar gætu verið spennandi tækifæri. Svo vonandi förum við að sjá á næstu dögum og vikum fleiri lönd tilkynna fyrirætlanir sínar um opnun. Þá byggist vonandi ofan á þetta, en ég spái því að þetta byrji einhvern veginn svona,“ segir Birna. Austurríki, Sviss og Belgía hafi einnig sýnt ferðalögum til Íslands mikinn áhuga. „Ég held samt að við verðum að gera okkur grein fyrir að það verða engar ferðamannatölur eins og við höfum séð á undanförnum árum, heldur snýst þetta meira um að grípa þá hópa sem eru áhugasamir um landið til að geta byrjað að byggja upp aftur.“ Ferðahugur sé einnig kominn í einhverja Íslendinga. „Við fengum töluvert af símtölum frá Íslendingum eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Það er kominn ferðahugur í marga og spenna fyrir því að eiga kannski eina ferð á planinu seint í sumar eða haust. Það er verið að spyrjast fyrir um hvert væri skynsamlegast að fara ef fólk vildi fara í frí. Íslendingar hafa áhuga að ferðast, spurningin er hvort þeir verða hérna heima eða kíki eitthvað ekkert alltof langt út fyrir landsteinana.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira