Virðast ekki ætla að flykkjast til landsins í júní Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2020 19:30 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. „Við fáum mjög jákvæða athygli og það er mikill áhugi á Íslandi og ferðalögum til Íslands,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, spurð hvernig viðbrögð hafa verið erlendis við tilkynningu ríkisstjórnarinnar um að ætla að stefna að opnun landsins fyrir ferðamönnum 15. júní næstkomandi. „Bæði eftir tilkynninguna og ekki síður vegna þess að það er búið að fjalla mjög mikið á jákvæðan hátt um hvernig Ísland hefur tekið á Covid-19. Áhuginn er að kvikna aftur,“ segir Birna. Ekki megi þó búast við að ferðamenn muni streyma til landsins strax í júní. „Það er stutt í að landið opni. Það þarf venjulega lengri tími til að fylla vélar og koma ferðamönnum til landsins. En núna snýst þessi slagur um að fá sem flesta hingað síðsumars og inn í veturinn. Þetta mun taka töluverðan tíma að komast aftur af stað. Eftirspurnin er þarna, við þurfum bara að grípa hana,“ segir Birna. Hún segir töluvert marga sem ennþá hafa ekki hug á að ferðast. „Það sem við erum að gera, og höfum verið að gera í gegnum þennan tíma, er að fylgjast með því hvar ferðahugurinn er. Hvar fólk vill fara að gerast. Það sem hefur gerst líka eftir því sem hefur lengst í krísunni er að efnahagsástandið hefur versnað. Fólk hefur ekki jafn mikið fé á milli handanna og getur kannski síður ferðast. Þeir sem vilja ferðast verða að fá að heyra af okkur á Íslandi, hversu vel hefur gengið, hversu hreint landið er og hversu mikið pláss er hérna.“ Mikill ferðahugur sé í Þjóðverjum „Það hefur gengið vel þar og landið virðist vera að opnast. Það er mikill áhugi á Norðurlöndunum. Þessi lönd eiga það sameiginlegt að íbúarnir fara frekar í frí í ágúst. Þar gætu verið spennandi tækifæri. Svo vonandi förum við að sjá á næstu dögum og vikum fleiri lönd tilkynna fyrirætlanir sínar um opnun. Þá byggist vonandi ofan á þetta, en ég spái því að þetta byrji einhvern veginn svona,“ segir Birna. Austurríki, Sviss og Belgía hafi einnig sýnt ferðalögum til Íslands mikinn áhuga. „Ég held samt að við verðum að gera okkur grein fyrir að það verða engar ferðamannatölur eins og við höfum séð á undanförnum árum, heldur snýst þetta meira um að grípa þá hópa sem eru áhugasamir um landið til að geta byrjað að byggja upp aftur.“ Ferðahugur sé einnig kominn í einhverja Íslendinga. „Við fengum töluvert af símtölum frá Íslendingum eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Það er kominn ferðahugur í marga og spenna fyrir því að eiga kannski eina ferð á planinu seint í sumar eða haust. Það er verið að spyrjast fyrir um hvert væri skynsamlegast að fara ef fólk vildi fara í frí. Íslendingar hafa áhuga að ferðast, spurningin er hvort þeir verða hérna heima eða kíki eitthvað ekkert alltof langt út fyrir landsteinana.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Ferðamenn virðast ekki ætla að flykkjast til landsins um leið og það verður opnað 15. júní. Meira er um fyrirspurnir síðsumars og í haust. Íslendingar virðast einnig áhugasamir um að komast út fyrir landsteinana seinna á árinu. „Við fáum mjög jákvæða athygli og það er mikill áhugi á Íslandi og ferðalögum til Íslands,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, spurð hvernig viðbrögð hafa verið erlendis við tilkynningu ríkisstjórnarinnar um að ætla að stefna að opnun landsins fyrir ferðamönnum 15. júní næstkomandi. „Bæði eftir tilkynninguna og ekki síður vegna þess að það er búið að fjalla mjög mikið á jákvæðan hátt um hvernig Ísland hefur tekið á Covid-19. Áhuginn er að kvikna aftur,“ segir Birna. Ekki megi þó búast við að ferðamenn muni streyma til landsins strax í júní. „Það er stutt í að landið opni. Það þarf venjulega lengri tími til að fylla vélar og koma ferðamönnum til landsins. En núna snýst þessi slagur um að fá sem flesta hingað síðsumars og inn í veturinn. Þetta mun taka töluverðan tíma að komast aftur af stað. Eftirspurnin er þarna, við þurfum bara að grípa hana,“ segir Birna. Hún segir töluvert marga sem ennþá hafa ekki hug á að ferðast. „Það sem við erum að gera, og höfum verið að gera í gegnum þennan tíma, er að fylgjast með því hvar ferðahugurinn er. Hvar fólk vill fara að gerast. Það sem hefur gerst líka eftir því sem hefur lengst í krísunni er að efnahagsástandið hefur versnað. Fólk hefur ekki jafn mikið fé á milli handanna og getur kannski síður ferðast. Þeir sem vilja ferðast verða að fá að heyra af okkur á Íslandi, hversu vel hefur gengið, hversu hreint landið er og hversu mikið pláss er hérna.“ Mikill ferðahugur sé í Þjóðverjum „Það hefur gengið vel þar og landið virðist vera að opnast. Það er mikill áhugi á Norðurlöndunum. Þessi lönd eiga það sameiginlegt að íbúarnir fara frekar í frí í ágúst. Þar gætu verið spennandi tækifæri. Svo vonandi förum við að sjá á næstu dögum og vikum fleiri lönd tilkynna fyrirætlanir sínar um opnun. Þá byggist vonandi ofan á þetta, en ég spái því að þetta byrji einhvern veginn svona,“ segir Birna. Austurríki, Sviss og Belgía hafi einnig sýnt ferðalögum til Íslands mikinn áhuga. „Ég held samt að við verðum að gera okkur grein fyrir að það verða engar ferðamannatölur eins og við höfum séð á undanförnum árum, heldur snýst þetta meira um að grípa þá hópa sem eru áhugasamir um landið til að geta byrjað að byggja upp aftur.“ Ferðahugur sé einnig kominn í einhverja Íslendinga. „Við fengum töluvert af símtölum frá Íslendingum eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Það er kominn ferðahugur í marga og spenna fyrir því að eiga kannski eina ferð á planinu seint í sumar eða haust. Það er verið að spyrjast fyrir um hvert væri skynsamlegast að fara ef fólk vildi fara í frí. Íslendingar hafa áhuga að ferðast, spurningin er hvort þeir verða hérna heima eða kíki eitthvað ekkert alltof langt út fyrir landsteinana.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira