Áfram í farbanni vegna dauðsfalls í Úlfarsárdal Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2020 17:35 Frá vettvangi í Úlfarsárdal. Myndin er úr safni. Atvikið átti sér stað 8. desember. Vísir/Friðrik Landsréttur staðfesti að karlmaður um fimmtugt skuli áfram sæti farbanni fram í júní í tengslum við rannsókn á mannsláti í Úlfarsárdal í desember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða manns sem féll þá fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss. Rannsókn málsins er lokið og bíður niðurstöðu héraðssaksóknara um saksókn. Fimm karlmenn frá Litháen voru handteknir eftir að karlmaður á sextugsaldri lést af meiðslum sínum. Einn mannanna sat í gæsluvarðhaldi fyrst um sinn en var úrskurðaður í farbann í janúar. Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari og hafi óveruleg tengsl við landið og enga fjölskyldu hér á landi. Því sé talin hætta á að hann reyni að komast úr landi, leynast eða koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar með öðrum hætti. Mennirnir höfðu verið við drykkju þegar atburðurinn átti sér stað. Lögreglan segir að maðurinn sem nú sætir farbanni hafi verið mjög ölvaður og með nýlega áverka þegar hann var handtekinn. Skýrslatökur hafi leitt í ljós að ólæti og rifrildi hefðu heyrst frá íbúðinni skömmu áður en maðurinn sem lést féll fram af svölunum. Réttarmeinafræðingur telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða. Maðurinn hafi annað hvort hoppað fram af svölunum eða annar maður hafi átt hlut að fallinu. Þá hafi verið áverkar á látna manninum sem yrðu líklega ekki raktir til fallsins heldur mögulega höggs annars manns með sljóu áhaldi. Maðurinn sem er grunaður um að hafa valdið dauða hans þarf að sæta farbanni til 3. júní. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Landsréttur staðfesti að karlmaður um fimmtugt skuli áfram sæti farbanni fram í júní í tengslum við rannsókn á mannsláti í Úlfarsárdal í desember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða manns sem féll þá fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss. Rannsókn málsins er lokið og bíður niðurstöðu héraðssaksóknara um saksókn. Fimm karlmenn frá Litháen voru handteknir eftir að karlmaður á sextugsaldri lést af meiðslum sínum. Einn mannanna sat í gæsluvarðhaldi fyrst um sinn en var úrskurðaður í farbann í janúar. Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari og hafi óveruleg tengsl við landið og enga fjölskyldu hér á landi. Því sé talin hætta á að hann reyni að komast úr landi, leynast eða koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar með öðrum hætti. Mennirnir höfðu verið við drykkju þegar atburðurinn átti sér stað. Lögreglan segir að maðurinn sem nú sætir farbanni hafi verið mjög ölvaður og með nýlega áverka þegar hann var handtekinn. Skýrslatökur hafi leitt í ljós að ólæti og rifrildi hefðu heyrst frá íbúðinni skömmu áður en maðurinn sem lést féll fram af svölunum. Réttarmeinafræðingur telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða. Maðurinn hafi annað hvort hoppað fram af svölunum eða annar maður hafi átt hlut að fallinu. Þá hafi verið áverkar á látna manninum sem yrðu líklega ekki raktir til fallsins heldur mögulega höggs annars manns með sljóu áhaldi. Maðurinn sem er grunaður um að hafa valdið dauða hans þarf að sæta farbanni til 3. júní. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira