Norræna siglir með farþega á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2020 16:10 Norræna í höfn á Seyðisfirði. Vísir/JóiK Farþegar eru væntanlegir til Seyðisfjarðar með Norrænu á þriðjudagsmorgun í fyrsta sinn í mánuð. Framkvæmdastjóri Smyril-Line, sem rekur ferjuna, segir von á 23 farþegum. Sóttvarnalæknir segir hluta farþega hóp á leið til vinnu. Austurfrétt greinir frá þessu og segir ferjuna sem stendur í heimahöfn í Þórshöfn. Þaðan sigli hún til Danmerkur í kvöld, komi aftur til Færeyja á laugardag og komi til hafnar á Seyðisfirði þriðjudegi. Norræna hefur undanfarin mánuð aðeins sinnt fraktflutningum vegna kórónuveirufaraldursins. Danmörk hefur auk þess lokað landamærum sínum. Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril-Line á Íslandi, segir alla farþegana vera á eigin vegum því engar hópferðir séu í gangi eins og er. „Við höfum verið í nánu sambandi við Sóttvarnarlækni Íslands og Almannanefndar Austurlands um farþegaflutningana,“ segir Linda í samtali við Austurfrétt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag að starfshópur væri að skoða reglur varðandi komur ferðamanna hingað til landsins. Von væri á niðurstöðum hópsins öðru hvoru megin við helgina og í framhaldinu myndi sóttvarnalæknir útbúa minnisblað fyrir ráðherra. Fólk sem kemur hingað til landsins til að dvelja þarf að fara í tveggja vikna sóttkví. Engar reglur gilda um ferðamenn sem stendur. Þórólfur segir í skoðun að breyta reglunum og útfæra betur svo þær nái líka til ferðamanna. „Við fylgjumst mjög vel með Norrænu sem er að koma í næstu viku. Hvaða farþegar það eru, það er ekki alveg ljóst hve margir þeir eru. Það er hópur sem er að fara að vinna hér og þá gildir ákveðin sóttkví um þá. Það er ekki alveg ljóst en þetta er mjög brýnt mál.“ Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Farþegar eru væntanlegir til Seyðisfjarðar með Norrænu á þriðjudagsmorgun í fyrsta sinn í mánuð. Framkvæmdastjóri Smyril-Line, sem rekur ferjuna, segir von á 23 farþegum. Sóttvarnalæknir segir hluta farþega hóp á leið til vinnu. Austurfrétt greinir frá þessu og segir ferjuna sem stendur í heimahöfn í Þórshöfn. Þaðan sigli hún til Danmerkur í kvöld, komi aftur til Færeyja á laugardag og komi til hafnar á Seyðisfirði þriðjudegi. Norræna hefur undanfarin mánuð aðeins sinnt fraktflutningum vegna kórónuveirufaraldursins. Danmörk hefur auk þess lokað landamærum sínum. Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril-Line á Íslandi, segir alla farþegana vera á eigin vegum því engar hópferðir séu í gangi eins og er. „Við höfum verið í nánu sambandi við Sóttvarnarlækni Íslands og Almannanefndar Austurlands um farþegaflutningana,“ segir Linda í samtali við Austurfrétt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag að starfshópur væri að skoða reglur varðandi komur ferðamanna hingað til landsins. Von væri á niðurstöðum hópsins öðru hvoru megin við helgina og í framhaldinu myndi sóttvarnalæknir útbúa minnisblað fyrir ráðherra. Fólk sem kemur hingað til landsins til að dvelja þarf að fara í tveggja vikna sóttkví. Engar reglur gilda um ferðamenn sem stendur. Þórólfur segir í skoðun að breyta reglunum og útfæra betur svo þær nái líka til ferðamanna. „Við fylgjumst mjög vel með Norrænu sem er að koma í næstu viku. Hvaða farþegar það eru, það er ekki alveg ljóst hve margir þeir eru. Það er hópur sem er að fara að vinna hér og þá gildir ákveðin sóttkví um þá. Það er ekki alveg ljóst en þetta er mjög brýnt mál.“
Norræna Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira