Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2020 08:30 Þyrla Norðurflugs á leið niður í toppgíg Eyjafjallajökuls. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri til vinstri og Ólafur Eggertsson bóndi til hægri. Stöð 2/Einar Árnason. Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. Afraksturinn myndatökunnar er meðal þess sem sjá má í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur gert um Eyjafjallajökul. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri.Stöð 2/Einar Árnason. Þyrlan kom frá Norðurflugi en flugstjóri var Jón Kjartan Björnsson. Farþegar um borð voru tveir af viðmælendum þáttanna, þeir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, auk Einars Árnasonar, kvikmyndatökumanns Stöðvar 2, og Kristjáns Más Unnarssonar, umsjónarmanns þáttanna. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali á gígbarminum.Stöð 2/Einar Árnason. Ferðin var farin síðastliðið haust. Fyrst var flogið upp á Eyjafjallajökul og lent á vestanverðum gígbarminum, við Goðastein. Þar var staldrað við í um hálftíma, kvikmyndað og viðtöl tekin, en síðan flogið niður í gíginn. Gígbotn Eyjafjallajökuls. Hann reyndist að mestu snævi þakinn en auður hryggur sást neðst í botninum. Stöð 2/KMU. Gígbotninn reyndist að mestu snævi þakinn en þó sást þar auður kambur. Þar tyllti Jón Kjartan þyrlunni í um eina mínútu og þar var greinilegur hiti. Allt í kringum kambinn sáust íshellar sem jarðhiti myndaði sem streymdi þaðan upp og sá til þess að snjó festi ekki á hryggnum Þyrlan lent á snjólausa kambinum. Jarðhiti streymdi upp allt í kring og myndaði litla íshella.Stöð 2/KMU. Síðan var flogið niður Gígjökull og meðal annars fylgt öðrum meginfarvegi hamfarahlaupanna sem sturtuðust þar niður þegar eldgosið bræddi ísinn. Sérlega athyglisvert var að skoða stórbrotið gljúfrið sem tók við jökulflóðunum. Stórbrotið gljúfur má nú sjá í Gígjökli eftir hamfarahlaupin sem sturtuðust þarna niður í eldgosinu fyrir tíu árum. Fyrir neðan má sjá fyrrum lónbotn Gígjökulslóns og skriðjökullinn, sem þarna lá áður yfir, er einnig horfinn. Tindfjallajökull í baksýn.Stöð 2/KMU. Lent var á fyrrum lónstæði Gígjökulslóns sem fylltist í upphafi eldgossins þann 14. apríl, en gríðarlegur aur barst þá niður úr toppgígnum með bræðsluvatninu. Að mati Páls Einarssonar tók það eldgosið aðeins um hálfa klukkustund að eyða jökullóninu, sem ekki hefur sést síðan. Flogið niður með Gígjökli. Ólafur Eggertsson nær og Jón Kjartan Björnsson fjær.Stöð 2/KMU. Gróðurinn sem tekinn er að vaxa upp á urðinni sem fyllti lónið vakti athygli bóndans á Þorvaldseyri. Þar eru mosi og annar lággróður tekinn að sá sér og spáir Ólafur því að eftir 10-15 ár verði þetta orðinn samfelld gróðurheild. Þættina má nú sjá á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag kl. 16.40. Hér má sjá kaflann um þyrluflugið niður í gíginn: Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Þættir á Stöð 2 Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. Afraksturinn myndatökunnar er meðal þess sem sjá má í tveimur þáttum sem Stöð 2 hefur gert um Eyjafjallajökul. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri.Stöð 2/Einar Árnason. Þyrlan kom frá Norðurflugi en flugstjóri var Jón Kjartan Björnsson. Farþegar um borð voru tveir af viðmælendum þáttanna, þeir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, auk Einars Árnasonar, kvikmyndatökumanns Stöðvar 2, og Kristjáns Más Unnarssonar, umsjónarmanns þáttanna. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali á gígbarminum.Stöð 2/Einar Árnason. Ferðin var farin síðastliðið haust. Fyrst var flogið upp á Eyjafjallajökul og lent á vestanverðum gígbarminum, við Goðastein. Þar var staldrað við í um hálftíma, kvikmyndað og viðtöl tekin, en síðan flogið niður í gíginn. Gígbotn Eyjafjallajökuls. Hann reyndist að mestu snævi þakinn en auður hryggur sást neðst í botninum. Stöð 2/KMU. Gígbotninn reyndist að mestu snævi þakinn en þó sást þar auður kambur. Þar tyllti Jón Kjartan þyrlunni í um eina mínútu og þar var greinilegur hiti. Allt í kringum kambinn sáust íshellar sem jarðhiti myndaði sem streymdi þaðan upp og sá til þess að snjó festi ekki á hryggnum Þyrlan lent á snjólausa kambinum. Jarðhiti streymdi upp allt í kring og myndaði litla íshella.Stöð 2/KMU. Síðan var flogið niður Gígjökull og meðal annars fylgt öðrum meginfarvegi hamfarahlaupanna sem sturtuðust þar niður þegar eldgosið bræddi ísinn. Sérlega athyglisvert var að skoða stórbrotið gljúfrið sem tók við jökulflóðunum. Stórbrotið gljúfur má nú sjá í Gígjökli eftir hamfarahlaupin sem sturtuðust þarna niður í eldgosinu fyrir tíu árum. Fyrir neðan má sjá fyrrum lónbotn Gígjökulslóns og skriðjökullinn, sem þarna lá áður yfir, er einnig horfinn. Tindfjallajökull í baksýn.Stöð 2/KMU. Lent var á fyrrum lónstæði Gígjökulslóns sem fylltist í upphafi eldgossins þann 14. apríl, en gríðarlegur aur barst þá niður úr toppgígnum með bræðsluvatninu. Að mati Páls Einarssonar tók það eldgosið aðeins um hálfa klukkustund að eyða jökullóninu, sem ekki hefur sést síðan. Flogið niður með Gígjökli. Ólafur Eggertsson nær og Jón Kjartan Björnsson fjær.Stöð 2/KMU. Gróðurinn sem tekinn er að vaxa upp á urðinni sem fyllti lónið vakti athygli bóndans á Þorvaldseyri. Þar eru mosi og annar lággróður tekinn að sá sér og spáir Ólafur því að eftir 10-15 ár verði þetta orðinn samfelld gróðurheild. Þættina má nú sjá á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag kl. 16.40. Hér má sjá kaflann um þyrluflugið niður í gíginn:
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Þættir á Stöð 2 Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03