Viðurkennir mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2020 17:00 Ósáttir leikmenn Atlético Madrid hópast að Mark Clattenburg í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir fjórum árum. getty/Clive Rose Enski dómarinn Mark Clattenburg viðurkennir að hafa gert mistök í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2016 þar sem Madrídar-liðin Real og Atlético mættust. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Real Madrid vann í vítaspyrnukeppni, 5-3. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, kom sínum mönnum yfir í fyrri hálfleik. Clattenburg segir að markið hefði ekki átt að standa vegna rangstöðu. „Real Madrid var 1-0 yfir í hálfleik vegna marks sem var tæp rangstaða. Við áttuðum okkur á því í hálfleik. Þetta var erfið ákvörðun og aðstoðarmaður minn missti af þessu,“ sagði Clattenburg. „Snemma í seinni hálfleik gaf ég Atlético vítaspyrnu. Pepe [leikmaður Real Madrid] var æfur og sagði við mig að þetta væri ekki víti. Þá sagði ég við hann að fyrsta markið hefði ekki átt að standa. Þá þagnaði hann. Þetta hljómar kannski skringilega því tvær rangar ákvarðanir samsvara ekki einni réttri. Dómarar hugsa ekki þannig en leikmenn gera það. Ég vissi að ef ég myndi segja þetta við Pepe myndi hann róast.“ Antoine Griezmann skaut í slá úr vítaspyrnunni en varamaðurinn Yannick Carrasco jafnaði fyrir Atlético ellefu mínútum fyrir leikslok. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni eins og áður sagði. Leikmenn Real Madrid skoruðu þar úr öllum sínum spyrnum og fögnuðu Evrópumeistaratitlinum. Clattenburg dæmdi ekki bara úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 heldur einnig úrslit Evrópumótsins þar sem Portúgal vann Frakkland, 1-0. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Sjá meira
Enski dómarinn Mark Clattenburg viðurkennir að hafa gert mistök í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2016 þar sem Madrídar-liðin Real og Atlético mættust. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Real Madrid vann í vítaspyrnukeppni, 5-3. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, kom sínum mönnum yfir í fyrri hálfleik. Clattenburg segir að markið hefði ekki átt að standa vegna rangstöðu. „Real Madrid var 1-0 yfir í hálfleik vegna marks sem var tæp rangstaða. Við áttuðum okkur á því í hálfleik. Þetta var erfið ákvörðun og aðstoðarmaður minn missti af þessu,“ sagði Clattenburg. „Snemma í seinni hálfleik gaf ég Atlético vítaspyrnu. Pepe [leikmaður Real Madrid] var æfur og sagði við mig að þetta væri ekki víti. Þá sagði ég við hann að fyrsta markið hefði ekki átt að standa. Þá þagnaði hann. Þetta hljómar kannski skringilega því tvær rangar ákvarðanir samsvara ekki einni réttri. Dómarar hugsa ekki þannig en leikmenn gera það. Ég vissi að ef ég myndi segja þetta við Pepe myndi hann róast.“ Antoine Griezmann skaut í slá úr vítaspyrnunni en varamaðurinn Yannick Carrasco jafnaði fyrir Atlético ellefu mínútum fyrir leikslok. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni eins og áður sagði. Leikmenn Real Madrid skoruðu þar úr öllum sínum spyrnum og fögnuðu Evrópumeistaratitlinum. Clattenburg dæmdi ekki bara úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 heldur einnig úrslit Evrópumótsins þar sem Portúgal vann Frakkland, 1-0.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Sjá meira