Hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðislega áreitni í rútu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2020 19:00 Það var talið dæmda til refsiþyngingar að áreitnin hefði valdið brotaþola andlegum erfiðleikum. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Fólst áreitnin í því að hann strauk brjóst skólasystur sinnar, greip um þau, strauk innanvert læri hennar og lagði hönd á klof hennar. Brotið átti sér stað í rútu sem ók frá Skeifunni og niður í miðborg Reykjavíkur, aðfaranótt 25. nóvember 2017, en dæmdi og brotaþoli voru bæði háskólastúdentar á þeim tíma. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en auk þess að sæta skilorðsbundnum tveggja mánaða fangelsisdómi, var manninum gert að greiða brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur, að viðbættum vöxtum og dráttarvöxtum. Dæmda var einnig gert að greiða allan sakarkostnað málsins. Í dómi héraðsdóms segir að dæmdi hafi skýlaust játað fyrir dómi alla þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Eins var litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur við refsilög og að hann hefði fengið áminningu innan háskóla síns vegna málsins. „Þá verður ráðið af málsgögnum og framkomu ákærða fyrir dómi að hann iðrist mjög gjörða sinna og verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar,“ segir einnig í dóminum. Þó var það talið dæmda til refsiþyngingar að brotaþoli hefði tekið áreitnina afar nærri sér, og hún valdið henni andlegum erfiðleikum, eftir því sem ráðið varð af greinargerðum sálfræðinga. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Viðrar vel til gleðigöngu Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Skipar hernum í hart við glæpasamtök Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Fólst áreitnin í því að hann strauk brjóst skólasystur sinnar, greip um þau, strauk innanvert læri hennar og lagði hönd á klof hennar. Brotið átti sér stað í rútu sem ók frá Skeifunni og niður í miðborg Reykjavíkur, aðfaranótt 25. nóvember 2017, en dæmdi og brotaþoli voru bæði háskólastúdentar á þeim tíma. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en auk þess að sæta skilorðsbundnum tveggja mánaða fangelsisdómi, var manninum gert að greiða brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur, að viðbættum vöxtum og dráttarvöxtum. Dæmda var einnig gert að greiða allan sakarkostnað málsins. Í dómi héraðsdóms segir að dæmdi hafi skýlaust játað fyrir dómi alla þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Eins var litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur við refsilög og að hann hefði fengið áminningu innan háskóla síns vegna málsins. „Þá verður ráðið af málsgögnum og framkomu ákærða fyrir dómi að hann iðrist mjög gjörða sinna og verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar,“ segir einnig í dóminum. Þó var það talið dæmda til refsiþyngingar að brotaþoli hefði tekið áreitnina afar nærri sér, og hún valdið henni andlegum erfiðleikum, eftir því sem ráðið varð af greinargerðum sálfræðinga.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Viðrar vel til gleðigöngu Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Skipar hernum í hart við glæpasamtök Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira