Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. apríl 2020 18:30 Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. Í yfirlýsingu frá lögmanni konunnar kemur fram að hún hafi ekki á neinum tíma falsað eða villt á sér heimildir sem heilbrigðisstarfsmaður og að hún hafi upplýst yfirboðara sína um menntun sína og reynslu þegar hún réð sig í bakvarðasveit. Þegar málið kom upp í gær voru allir bakverðir og konan sett í sóttkví en henni aflétt strax í dag eftir að sýni reyndust neikvæð. Agnes Veronika Hauksdóttir og Valgerður Pálsdóttir, störfuðu sem bakverðir með konunni.Vísir/Hafþór Starfsfólki brugðið þegar málið kom upp „Ég fékk algjört áfall af því að ég trúi því bara og treysti að fólk sem er að bjóða sig fram sé hér að heilum hug,“ segir Agnes Veronika Hauksdóttir, einn bakvarðanna sem starfaði með konunni. „Ég sem betur fer var ekki til staðar þegar lögreglan kom og sótti hana. Ég var mjög feginn að þurfa ekki að verða vitni að því,“ segir Valgerður Pálsdóttir, sem einnig starfaði með konunni. „Það voru grunsemdir þegar hún framvísaði þessu breska leyfisbréfi þannig að þau höfðu alltaf vaðið fyrir neðan sig. Þannig að það var alltaf hjúkrunarfræðinemi, sem hafði réttindi, með henni til að sinna hennar störfum,“ segir Agnes. Alma Möller, landlæknirLögreglan Ráðning alltaf á ábyrgð heilbrigðisstofnunar Í samtali við fréttastofu í dag gagnrýnir konan Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fyrir framgöngu stofnunarinnar í málinu. Hún sé með hreina sakaskrá og viðurkenningu á menntun frá breskum skóla sem ekki sé búið að meta til starfsleyfis hér. Landlæknir segir allar ráðningar á ábyrgð hverrar stofnunar fyrir sig. „Það er bara eins og alltaf við allar ráðningar það er að fara yfir gögn sem að viðkomandi leggur fram,“ segir Alma Möller, landlæknir. Þá kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag að konan hafi starfað á Landspítalanum árið 2017. Forstjóri spítalans segir konuna ekki hafa starfað í fagstarfi. Millifærsla mannsins til konunnar.Skjáskot/Stöð 2 Konan kærð fyrir fjársvik á síðasta ári Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar í dag um að konan hafi áður villt á sér heimildir. Meðal annars þóst vera lögmaður. Örvar Friðriksson sem starfar sem kerfisfræðingur kærði hana í maí í fyrra fyrir fjársvik eftir að hafa millifært á hana hálfa milljón fyrir lögmannsaðstoð. Hann segir konuna hafa unnið fyrir fyrirtæki sitt í eina viku og sagst vera með meistaragráðu í lögfræði frá háskóla í Edinborg. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. 11. apríl 2020 10:50 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Sjá meira
Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. Í yfirlýsingu frá lögmanni konunnar kemur fram að hún hafi ekki á neinum tíma falsað eða villt á sér heimildir sem heilbrigðisstarfsmaður og að hún hafi upplýst yfirboðara sína um menntun sína og reynslu þegar hún réð sig í bakvarðasveit. Þegar málið kom upp í gær voru allir bakverðir og konan sett í sóttkví en henni aflétt strax í dag eftir að sýni reyndust neikvæð. Agnes Veronika Hauksdóttir og Valgerður Pálsdóttir, störfuðu sem bakverðir með konunni.Vísir/Hafþór Starfsfólki brugðið þegar málið kom upp „Ég fékk algjört áfall af því að ég trúi því bara og treysti að fólk sem er að bjóða sig fram sé hér að heilum hug,“ segir Agnes Veronika Hauksdóttir, einn bakvarðanna sem starfaði með konunni. „Ég sem betur fer var ekki til staðar þegar lögreglan kom og sótti hana. Ég var mjög feginn að þurfa ekki að verða vitni að því,“ segir Valgerður Pálsdóttir, sem einnig starfaði með konunni. „Það voru grunsemdir þegar hún framvísaði þessu breska leyfisbréfi þannig að þau höfðu alltaf vaðið fyrir neðan sig. Þannig að það var alltaf hjúkrunarfræðinemi, sem hafði réttindi, með henni til að sinna hennar störfum,“ segir Agnes. Alma Möller, landlæknirLögreglan Ráðning alltaf á ábyrgð heilbrigðisstofnunar Í samtali við fréttastofu í dag gagnrýnir konan Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fyrir framgöngu stofnunarinnar í málinu. Hún sé með hreina sakaskrá og viðurkenningu á menntun frá breskum skóla sem ekki sé búið að meta til starfsleyfis hér. Landlæknir segir allar ráðningar á ábyrgð hverrar stofnunar fyrir sig. „Það er bara eins og alltaf við allar ráðningar það er að fara yfir gögn sem að viðkomandi leggur fram,“ segir Alma Möller, landlæknir. Þá kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag að konan hafi starfað á Landspítalanum árið 2017. Forstjóri spítalans segir konuna ekki hafa starfað í fagstarfi. Millifærsla mannsins til konunnar.Skjáskot/Stöð 2 Konan kærð fyrir fjársvik á síðasta ári Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar í dag um að konan hafi áður villt á sér heimildir. Meðal annars þóst vera lögmaður. Örvar Friðriksson sem starfar sem kerfisfræðingur kærði hana í maí í fyrra fyrir fjársvik eftir að hafa millifært á hana hálfa milljón fyrir lögmannsaðstoð. Hann segir konuna hafa unnið fyrir fyrirtæki sitt í eina viku og sagst vera með meistaragráðu í lögfræði frá háskóla í Edinborg. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. 11. apríl 2020 10:50 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Sjá meira
Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. 11. apríl 2020 10:50
Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24
Allir úr bakvarðasveitinni í Bolungarvík þurftu að fara á farsóttarheimili vegna konunnar sem var handtekin Allir úr bakvarðarsveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. 10. apríl 2020 19:17