Hugrún fræðir ungmenni um geðheilbrigði á nýrri síðu Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 21:10 Mikilvægt er að huga að geðheilsunni, þá sérstaklega núna þegar aðstæður í samfélaginu eru kvíðavaldandi fyrir marga. Hugrún/Alda Lilja Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. Að baki félaginu stendur hópur háskólanema í sjálfboðaliðastarfi og snýr starfsemin að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum. Að sögn félagsins er sérstaklega brýnt að huga að geðheilsunni nú þegar heimsfaraldur gengur yfir og þekkja einkenni geðraskana. Þá sé einnig mikilvægt að vita hvert á að leita ef eitthvað kemur upp. Á síðunni má finna upplýsingar á mannamáli og er einnig boðið upp á upplýsingar á ensku og pólsku. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þrátt fyrir mikinn fjölda aðfluttra Íslendinga sé oft erfitt að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um geðheilsu og úrræði á öðrum tungumálum en íslensku. Biðla til foreldra að ræða geðheilsu við börn Þá er hluti síðunnar tileinkaður foreldrum, forsjáraðilum og skólastarfsmönnum og má þar finna leiðbeiningar til að opna á umræðu við ungmenni. Slíkt fræðsla gagnist bæði ungmennum og samfélaginu öllu með því að auka vitneskju, draga úr fordómum, draga úr alvarleika vandans og auðveldað ungu fólki að leita til einhvers sem þau treysta. Félagið hefur birt ákall ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema þar sem biðlað er til foreldra að nota leiðbeiningarnar á síðunni. Það sé mikilvægt að ræða geðheilsu við ungmenni, kynna fyrir þeim einkenni geðraskana og þau úrræði sem standa til boða. Þetta er gert þar sem geðfræðsla er ekki fastur liður í skólastarfi á neinu skólastigi á Íslandi að sögn félaganna. Því vilji þau biðla til foreldra að sinna geðfræðslu svo ungmenni fái þá nauðsynlegu fræðslu. „Samtal um þessi mál heima fyrir er líka mikilvægt því það opnar á nauðsynlega umræðu og eykur líkur á því að ungmenni treysti sér til að ræða vandamál sem geta komið upp.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. Að baki félaginu stendur hópur háskólanema í sjálfboðaliðastarfi og snýr starfsemin að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum. Að sögn félagsins er sérstaklega brýnt að huga að geðheilsunni nú þegar heimsfaraldur gengur yfir og þekkja einkenni geðraskana. Þá sé einnig mikilvægt að vita hvert á að leita ef eitthvað kemur upp. Á síðunni má finna upplýsingar á mannamáli og er einnig boðið upp á upplýsingar á ensku og pólsku. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þrátt fyrir mikinn fjölda aðfluttra Íslendinga sé oft erfitt að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um geðheilsu og úrræði á öðrum tungumálum en íslensku. Biðla til foreldra að ræða geðheilsu við börn Þá er hluti síðunnar tileinkaður foreldrum, forsjáraðilum og skólastarfsmönnum og má þar finna leiðbeiningar til að opna á umræðu við ungmenni. Slíkt fræðsla gagnist bæði ungmennum og samfélaginu öllu með því að auka vitneskju, draga úr fordómum, draga úr alvarleika vandans og auðveldað ungu fólki að leita til einhvers sem þau treysta. Félagið hefur birt ákall ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema þar sem biðlað er til foreldra að nota leiðbeiningarnar á síðunni. Það sé mikilvægt að ræða geðheilsu við ungmenni, kynna fyrir þeim einkenni geðraskana og þau úrræði sem standa til boða. Þetta er gert þar sem geðfræðsla er ekki fastur liður í skólastarfi á neinu skólastigi á Íslandi að sögn félaganna. Því vilji þau biðla til foreldra að sinna geðfræðslu svo ungmenni fái þá nauðsynlegu fræðslu. „Samtal um þessi mál heima fyrir er líka mikilvægt því það opnar á nauðsynlega umræðu og eykur líkur á því að ungmenni treysti sér til að ræða vandamál sem geta komið upp.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira