Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2020 17:54 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sem heyja baráttu gegn smálánastarfsemi um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að úrskurðarnefnd lögmanna hafi komist að þessari niðurstöðu í úrskurðum vegna tveggja kvartana sem henni bárust vegna Almennrar innheimtu sem er í eigu lögmannsins Gísla Kr. Björnssonar. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vefsíðu úrskurðarnefndarinnar. Stjórnendur smálanafyrirtækja og Almenn innheimta hétu því í fyrra að vextir af lánum þeirra færu ekki lengur yfir hámarksgjöld á Íslandi og að aðeins yrðu rukkaðir hæstu vextir samkvæmt lögum. Var því þá haldið fram að hætt væri að innheimta eldri lán á hærri vöxtum. Kvartanir hafa þó komið fram um að slík lán séu enn innheimt þrátt fyrri loforð og gagnrýni Neytendasamtakanna. Í öðru málinu sem kom fyrir úrskurðarnefndina komist hún að þeirri niðurstöðu að háttsemi Almennrar innheimtu að klæða innheimtu í búning lögheimtu sé aðfinnsluverð þar sem ljóst hafi verið að innheimtan hafi ekki verið undanfari réttarfarsaðgerða eins og dómsmáls. Innheimtan heyri því undir innheimtulög og þá gildi reglur um hámarkskostnað innheimtu sem Almenn innheimta hafi brotið. Áminnti nefndin Gísla og vísaði sérstaklega til þess að hann hafi sætt aðfinnslum nefndarinnar vegna brota á góðum innheimtuháttum og með hliðsjón af alvarleika brotanna. Nefndin vísaði aftur á móti frá kröfum kvartandans um að innheimtan yrði stöðvuð tafarlaust og að oftekinn innheimtukostnaður yrði endurgreiddur. Telja þátt Creditinfo óásættanlegan Í öðru máli gerði nefndin athugasemdir við starfshætti Almennrar innheimtu hvað varðaði skráningu á vanskilaskrá Creditinfo, að sögn Neytendasamtakanna. Lántaki hafi óskað eftir að fá skýrt yfirlit og sundurliðun yfir kröfur Almennrar innheimtu en fyrirtækið hafi gefið sér 90 daga til að skila gögnunum. Í millitíðinni hafi lántakanum verið hótað með vanskilaskráningu en á sama tíma boðið að greiða helming kröfunnar á móti því að skuldin yrði felld niður. „Lántakandi hafði ofgreitt ólöglega vexti svo nam hundruðum þúsunda og taldi sig þvert á móti eiga inni kröfu á smálánafyrirtækið og gekk ekki að þessum „samningi“,“ segja Neytendasamtökin. Úrskurðarnefndin hafi talið þessa háttsemi að hóta vanskilaskráningu, án þess að viðkomandi hafi fengið tilskilin gögn í hendur, aðfinnsluverða. „Niðurstaðan í þessum tveimur málum sýnir svo ekki verður um villst að innheimtustarfsemi þrífst án raunverulegs eftirlits og viðurlaga. Það eitt og sér er gróft brot á neytandarétti og hafa Neytendasamtökin ítrekað bent á þessar brotalamir í lögum. Nú þarf löggjafinn að hysja upp um sig buxurnar,“ segir í tilkynningu samtakanna. Neytendasamtökin gagnrýna einnig Creditinfo og segja þátt fyrirtækisins í innheimtu ólögmætra smálaána undanfarin ár óásættanlegan. Smálán Neytendur Tengdar fréttir Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að úrskurðarnefnd lögmanna hafi komist að þessari niðurstöðu í úrskurðum vegna tveggja kvartana sem henni bárust vegna Almennrar innheimtu sem er í eigu lögmannsins Gísla Kr. Björnssonar. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vefsíðu úrskurðarnefndarinnar. Stjórnendur smálanafyrirtækja og Almenn innheimta hétu því í fyrra að vextir af lánum þeirra færu ekki lengur yfir hámarksgjöld á Íslandi og að aðeins yrðu rukkaðir hæstu vextir samkvæmt lögum. Var því þá haldið fram að hætt væri að innheimta eldri lán á hærri vöxtum. Kvartanir hafa þó komið fram um að slík lán séu enn innheimt þrátt fyrri loforð og gagnrýni Neytendasamtakanna. Í öðru málinu sem kom fyrir úrskurðarnefndina komist hún að þeirri niðurstöðu að háttsemi Almennrar innheimtu að klæða innheimtu í búning lögheimtu sé aðfinnsluverð þar sem ljóst hafi verið að innheimtan hafi ekki verið undanfari réttarfarsaðgerða eins og dómsmáls. Innheimtan heyri því undir innheimtulög og þá gildi reglur um hámarkskostnað innheimtu sem Almenn innheimta hafi brotið. Áminnti nefndin Gísla og vísaði sérstaklega til þess að hann hafi sætt aðfinnslum nefndarinnar vegna brota á góðum innheimtuháttum og með hliðsjón af alvarleika brotanna. Nefndin vísaði aftur á móti frá kröfum kvartandans um að innheimtan yrði stöðvuð tafarlaust og að oftekinn innheimtukostnaður yrði endurgreiddur. Telja þátt Creditinfo óásættanlegan Í öðru máli gerði nefndin athugasemdir við starfshætti Almennrar innheimtu hvað varðaði skráningu á vanskilaskrá Creditinfo, að sögn Neytendasamtakanna. Lántaki hafi óskað eftir að fá skýrt yfirlit og sundurliðun yfir kröfur Almennrar innheimtu en fyrirtækið hafi gefið sér 90 daga til að skila gögnunum. Í millitíðinni hafi lántakanum verið hótað með vanskilaskráningu en á sama tíma boðið að greiða helming kröfunnar á móti því að skuldin yrði felld niður. „Lántakandi hafði ofgreitt ólöglega vexti svo nam hundruðum þúsunda og taldi sig þvert á móti eiga inni kröfu á smálánafyrirtækið og gekk ekki að þessum „samningi“,“ segja Neytendasamtökin. Úrskurðarnefndin hafi talið þessa háttsemi að hóta vanskilaskráningu, án þess að viðkomandi hafi fengið tilskilin gögn í hendur, aðfinnsluverða. „Niðurstaðan í þessum tveimur málum sýnir svo ekki verður um villst að innheimtustarfsemi þrífst án raunverulegs eftirlits og viðurlaga. Það eitt og sér er gróft brot á neytandarétti og hafa Neytendasamtökin ítrekað bent á þessar brotalamir í lögum. Nú þarf löggjafinn að hysja upp um sig buxurnar,“ segir í tilkynningu samtakanna. Neytendasamtökin gagnrýna einnig Creditinfo og segja þátt fyrirtækisins í innheimtu ólögmætra smálaána undanfarin ár óásættanlegan.
Smálán Neytendur Tengdar fréttir Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28