Markaðsstarf eftir Covid19 Svanur Guðmundsson skrifar 7. apríl 2020 09:30 Stjórnvöld hafa heitið því að láta 1500 milljónir króna í að styrkja markaðsstarf ferðaþjónustunnar þegar sóttinni slotar og aftur verði hægt að vænta þess að einhver vilji yfir höfuð ferðast. Með fororði um að setja meira í markaðsstarfið ef þarf. Það er vel, en hafa má hugfast að síðan sóttinn kom upp hefur íslenski sjávarútvegurinn rekið sitt eigi markaðsátak og keppst við, nótt sem nýtan dag, við að selja íslenskar sjávarafurðir erlendis. Stjórnvöld hafa ekki látið krónu af hendi rakna í það starf og eru þó framundan páskarnir sem löngum hafa verið gríðarlega mikilvægir fyrir sjávarútveginn. Miklu skiptir að hægt sé að tryggja neytendum vörur á þeim tíma þó lokanir gildi nú í flestum viðskiptalöndum okkar. Neytendur þekkja íslenska fiskinn að góðu einu og vilja sjálfsagt fá hann sem áður. Ég heyri það frá aðilum í sjávarútvegi að þeir óttast stöðu viðskiptavina sinna. Dæmi eru um að viðskiptvinir þeirra hafi farið fram á gjaldþrotaskipti og að kröfur séu líklega tapaðar. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa umbylt sinni framleiðslu vegna ástandsin á mörkuðum og vegna sóttvarnartilmæla viðskiptalanda. Mikið fer í frystingu og afurðir eru nú unnar til geymslu með von um betri tíð. Ástæða er til að óttast að markaðsfyrirtæki lendi í vanda og að íslenskir fiskseljendur þurfi að finna nýjar leiðir og nýja dreifingaraðila. Það ekki einfalt að selja og flytja fisk þessa daganna, í raun hefur allt breyst. Samt hefur tekist með undraverðum hætti að halda stórum hluta sjávarútvegsins gangandi enn sem komið er þó vissulega hafi hægst á sölu og veiðum. Tekist hefur að tryggja sölu á einhverju af ferskum fiski inn á markaði í Bretlandi, Belgíu, Frakklandi og Bandaríkjunum en þar hafa ekki allar leiðir lokast. Hefð er fyrir mikilli fiskneyslu víða, til dæmis í Evrópu, í aðdraganda páska og hafa smærri og stærri fyrirtæki átt viðskipti á fiskmörkuðunum til að afla sér hráefnis. En um leið hefur flutningsverð hækkað sem lækkar vitaskuld framlegð vinnslunnar. Fagnaðarefni er að fiskmagnið jókst í marsmánuði á fiskmörkuðum frá því sem var síðasta ár. Sömuleiðis hefur verð haldið sér þokkalega þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í sölu afurða eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins um síðustu helgi. En varðandi það markaðsstarf sem getið var hér í upphafi, þá má hafa í huga að vel væri hægt að hafa samstarf um fyrirhugað markaðsstarf vegna ferðaþjónustunnar með sjávarútvegi og þess góða starfs sem þar er unnið. Við getum bent á hreinleika og gæði fisksins, svo og þá sjálfbærni sem felst í íslenskri fiskveiðistjórnun. Bendum ekki bara á fjöllin og fossana, segjum líka frá fólkinu við fjörðinn. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa heitið því að láta 1500 milljónir króna í að styrkja markaðsstarf ferðaþjónustunnar þegar sóttinni slotar og aftur verði hægt að vænta þess að einhver vilji yfir höfuð ferðast. Með fororði um að setja meira í markaðsstarfið ef þarf. Það er vel, en hafa má hugfast að síðan sóttinn kom upp hefur íslenski sjávarútvegurinn rekið sitt eigi markaðsátak og keppst við, nótt sem nýtan dag, við að selja íslenskar sjávarafurðir erlendis. Stjórnvöld hafa ekki látið krónu af hendi rakna í það starf og eru þó framundan páskarnir sem löngum hafa verið gríðarlega mikilvægir fyrir sjávarútveginn. Miklu skiptir að hægt sé að tryggja neytendum vörur á þeim tíma þó lokanir gildi nú í flestum viðskiptalöndum okkar. Neytendur þekkja íslenska fiskinn að góðu einu og vilja sjálfsagt fá hann sem áður. Ég heyri það frá aðilum í sjávarútvegi að þeir óttast stöðu viðskiptavina sinna. Dæmi eru um að viðskiptvinir þeirra hafi farið fram á gjaldþrotaskipti og að kröfur séu líklega tapaðar. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa umbylt sinni framleiðslu vegna ástandsin á mörkuðum og vegna sóttvarnartilmæla viðskiptalanda. Mikið fer í frystingu og afurðir eru nú unnar til geymslu með von um betri tíð. Ástæða er til að óttast að markaðsfyrirtæki lendi í vanda og að íslenskir fiskseljendur þurfi að finna nýjar leiðir og nýja dreifingaraðila. Það ekki einfalt að selja og flytja fisk þessa daganna, í raun hefur allt breyst. Samt hefur tekist með undraverðum hætti að halda stórum hluta sjávarútvegsins gangandi enn sem komið er þó vissulega hafi hægst á sölu og veiðum. Tekist hefur að tryggja sölu á einhverju af ferskum fiski inn á markaði í Bretlandi, Belgíu, Frakklandi og Bandaríkjunum en þar hafa ekki allar leiðir lokast. Hefð er fyrir mikilli fiskneyslu víða, til dæmis í Evrópu, í aðdraganda páska og hafa smærri og stærri fyrirtæki átt viðskipti á fiskmörkuðunum til að afla sér hráefnis. En um leið hefur flutningsverð hækkað sem lækkar vitaskuld framlegð vinnslunnar. Fagnaðarefni er að fiskmagnið jókst í marsmánuði á fiskmörkuðum frá því sem var síðasta ár. Sömuleiðis hefur verð haldið sér þokkalega þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í sölu afurða eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins um síðustu helgi. En varðandi það markaðsstarf sem getið var hér í upphafi, þá má hafa í huga að vel væri hægt að hafa samstarf um fyrirhugað markaðsstarf vegna ferðaþjónustunnar með sjávarútvegi og þess góða starfs sem þar er unnið. Við getum bent á hreinleika og gæði fisksins, svo og þá sjálfbærni sem felst í íslenskri fiskveiðistjórnun. Bendum ekki bara á fjöllin og fossana, segjum líka frá fólkinu við fjörðinn. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun