Ró af rangri stærð talin orsök brotlendingar þotu Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2020 10:39 Ró af rangri stærð í lendingarbúnaði er talin meginorsök brotlendingar Boeing 757-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli þann 7. febrúar síðastliðinn, samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í morgun. 160 farþegar og sex manna áhöfn voru um borð í Boeing 757-vélinni þegar hjólabúnaðurinn hægramegin gaf sig í lendingu en engin slys urðu á fólki. Samkvæmt skýrslunni var aðflug vélarinnar eðlilegt en vegna hliðarvinds þurftu flugmennirnir að beita svokallaðri hliðarvindslendingu. Hún var einnig eðlileg og framkvæmd samkvæmt bókinni. Þótt hún þýddi meiri þunga á hjólabúnaðinn hægramegin reyndist þunginn sem kom á hjólið aðeins 1,28 G, sem er langt innan þeirra marka sem lendingarbúnaðurinn á að þola án þess að brotna, sem er 3,75 G. Lendingarbúnaðurinn hægra megin gaf sig um leið og flugvélin snerti flugbrautina.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Óeðlilegt hljóð, eins og málmur væri að brotna, heyrðist hins vegar nánast um leið og flugvélin snerti brautina, þegar nefið var að síga niður, og féll hún þá niður á hægri hliðina. Við rannsókn á vettvangi kom í ljós að ró vantaði í lendingarbúnaðinn, ásamt fylgihlut. Þessir hlutir fundust á flugbrautinni nálægt þeim stað þar sem vélin snerti brautina í lendingu. Róin mældist 1,617 tommur að innanmáli.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Við rannsókn á rónni kom í ljós að hún var of stór til að halda nægilega vel skrúfunni sem gekk inn í hana. Innanvert mál hennar mældist 1,617 tommur en hefði þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur. Boltinn sem gekk á móti rónni mældist að utanmáli 1,622 tommur, og var því lítið hald í rónni. Til að hann héldist nægilega fastur hefði róin að innanmáli þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Í bráðabirgðaskýrslunni kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi gefið út öryggisleiðbeiningar til Icelandair og félagsins Cabo Verde Airlines um að lendingarbúnaður fjögurra Boeing 757-véla verði kannaður. Búnaðurinn á það sammerkt að hafa farið í yfirhalningu hjá fyrirtækinu Landing Gear Technologies í Miami á Flórída. Skýringarmynd í bráðabirgðaskýrslunni sýnir hvað brast í lendingunni.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Flugvélin sem brotlenti var nýkomin úr stórskoðun í Kanada, svokallaðri C-skoðun, þar sem skipt var um lendingarbúnað. Lendingarstellið sem sett var á hana kom frá fyrirtækinu á Flórída. Leggurinn sem losnaði frá þegar of stór róin hélt ekki.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Vegna rannsóknarinnar stóð til að gera sérstaka öryggisúttekt á verkferlum Landing Gear Technologies en henni hefur verið frestað vegna Covid 19-faraldursins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af rannsókn málsins: Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Boeing Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ró af rangri stærð í lendingarbúnaði er talin meginorsök brotlendingar Boeing 757-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli þann 7. febrúar síðastliðinn, samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í morgun. 160 farþegar og sex manna áhöfn voru um borð í Boeing 757-vélinni þegar hjólabúnaðurinn hægramegin gaf sig í lendingu en engin slys urðu á fólki. Samkvæmt skýrslunni var aðflug vélarinnar eðlilegt en vegna hliðarvinds þurftu flugmennirnir að beita svokallaðri hliðarvindslendingu. Hún var einnig eðlileg og framkvæmd samkvæmt bókinni. Þótt hún þýddi meiri þunga á hjólabúnaðinn hægramegin reyndist þunginn sem kom á hjólið aðeins 1,28 G, sem er langt innan þeirra marka sem lendingarbúnaðurinn á að þola án þess að brotna, sem er 3,75 G. Lendingarbúnaðurinn hægra megin gaf sig um leið og flugvélin snerti flugbrautina.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Óeðlilegt hljóð, eins og málmur væri að brotna, heyrðist hins vegar nánast um leið og flugvélin snerti brautina, þegar nefið var að síga niður, og féll hún þá niður á hægri hliðina. Við rannsókn á vettvangi kom í ljós að ró vantaði í lendingarbúnaðinn, ásamt fylgihlut. Þessir hlutir fundust á flugbrautinni nálægt þeim stað þar sem vélin snerti brautina í lendingu. Róin mældist 1,617 tommur að innanmáli.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Við rannsókn á rónni kom í ljós að hún var of stór til að halda nægilega vel skrúfunni sem gekk inn í hana. Innanvert mál hennar mældist 1,617 tommur en hefði þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur. Boltinn sem gekk á móti rónni mældist að utanmáli 1,622 tommur, og var því lítið hald í rónni. Til að hann héldist nægilega fastur hefði róin að innanmáli þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Í bráðabirgðaskýrslunni kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi gefið út öryggisleiðbeiningar til Icelandair og félagsins Cabo Verde Airlines um að lendingarbúnaður fjögurra Boeing 757-véla verði kannaður. Búnaðurinn á það sammerkt að hafa farið í yfirhalningu hjá fyrirtækinu Landing Gear Technologies í Miami á Flórída. Skýringarmynd í bráðabirgðaskýrslunni sýnir hvað brast í lendingunni.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Flugvélin sem brotlenti var nýkomin úr stórskoðun í Kanada, svokallaðri C-skoðun, þar sem skipt var um lendingarbúnað. Lendingarstellið sem sett var á hana kom frá fyrirtækinu á Flórída. Leggurinn sem losnaði frá þegar of stór róin hélt ekki.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Vegna rannsóknarinnar stóð til að gera sérstaka öryggisúttekt á verkferlum Landing Gear Technologies en henni hefur verið frestað vegna Covid 19-faraldursins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af rannsókn málsins:
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Boeing Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira