Ró af rangri stærð talin orsök brotlendingar þotu Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2020 10:39 Ró af rangri stærð í lendingarbúnaði er talin meginorsök brotlendingar Boeing 757-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli þann 7. febrúar síðastliðinn, samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í morgun. 160 farþegar og sex manna áhöfn voru um borð í Boeing 757-vélinni þegar hjólabúnaðurinn hægramegin gaf sig í lendingu en engin slys urðu á fólki. Samkvæmt skýrslunni var aðflug vélarinnar eðlilegt en vegna hliðarvinds þurftu flugmennirnir að beita svokallaðri hliðarvindslendingu. Hún var einnig eðlileg og framkvæmd samkvæmt bókinni. Þótt hún þýddi meiri þunga á hjólabúnaðinn hægramegin reyndist þunginn sem kom á hjólið aðeins 1,28 G, sem er langt innan þeirra marka sem lendingarbúnaðurinn á að þola án þess að brotna, sem er 3,75 G. Lendingarbúnaðurinn hægra megin gaf sig um leið og flugvélin snerti flugbrautina.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Óeðlilegt hljóð, eins og málmur væri að brotna, heyrðist hins vegar nánast um leið og flugvélin snerti brautina, þegar nefið var að síga niður, og féll hún þá niður á hægri hliðina. Við rannsókn á vettvangi kom í ljós að ró vantaði í lendingarbúnaðinn, ásamt fylgihlut. Þessir hlutir fundust á flugbrautinni nálægt þeim stað þar sem vélin snerti brautina í lendingu. Róin mældist 1,617 tommur að innanmáli.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Við rannsókn á rónni kom í ljós að hún var of stór til að halda nægilega vel skrúfunni sem gekk inn í hana. Innanvert mál hennar mældist 1,617 tommur en hefði þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur. Boltinn sem gekk á móti rónni mældist að utanmáli 1,622 tommur, og var því lítið hald í rónni. Til að hann héldist nægilega fastur hefði róin að innanmáli þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Í bráðabirgðaskýrslunni kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi gefið út öryggisleiðbeiningar til Icelandair og félagsins Cabo Verde Airlines um að lendingarbúnaður fjögurra Boeing 757-véla verði kannaður. Búnaðurinn á það sammerkt að hafa farið í yfirhalningu hjá fyrirtækinu Landing Gear Technologies í Miami á Flórída. Skýringarmynd í bráðabirgðaskýrslunni sýnir hvað brast í lendingunni.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Flugvélin sem brotlenti var nýkomin úr stórskoðun í Kanada, svokallaðri C-skoðun, þar sem skipt var um lendingarbúnað. Lendingarstellið sem sett var á hana kom frá fyrirtækinu á Flórída. Leggurinn sem losnaði frá þegar of stór róin hélt ekki.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Vegna rannsóknarinnar stóð til að gera sérstaka öryggisúttekt á verkferlum Landing Gear Technologies en henni hefur verið frestað vegna Covid 19-faraldursins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af rannsókn málsins: Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Boeing Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Ró af rangri stærð í lendingarbúnaði er talin meginorsök brotlendingar Boeing 757-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli þann 7. febrúar síðastliðinn, samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í morgun. 160 farþegar og sex manna áhöfn voru um borð í Boeing 757-vélinni þegar hjólabúnaðurinn hægramegin gaf sig í lendingu en engin slys urðu á fólki. Samkvæmt skýrslunni var aðflug vélarinnar eðlilegt en vegna hliðarvinds þurftu flugmennirnir að beita svokallaðri hliðarvindslendingu. Hún var einnig eðlileg og framkvæmd samkvæmt bókinni. Þótt hún þýddi meiri þunga á hjólabúnaðinn hægramegin reyndist þunginn sem kom á hjólið aðeins 1,28 G, sem er langt innan þeirra marka sem lendingarbúnaðurinn á að þola án þess að brotna, sem er 3,75 G. Lendingarbúnaðurinn hægra megin gaf sig um leið og flugvélin snerti flugbrautina.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Óeðlilegt hljóð, eins og málmur væri að brotna, heyrðist hins vegar nánast um leið og flugvélin snerti brautina, þegar nefið var að síga niður, og féll hún þá niður á hægri hliðina. Við rannsókn á vettvangi kom í ljós að ró vantaði í lendingarbúnaðinn, ásamt fylgihlut. Þessir hlutir fundust á flugbrautinni nálægt þeim stað þar sem vélin snerti brautina í lendingu. Róin mældist 1,617 tommur að innanmáli.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Við rannsókn á rónni kom í ljós að hún var of stór til að halda nægilega vel skrúfunni sem gekk inn í hana. Innanvert mál hennar mældist 1,617 tommur en hefði þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur. Boltinn sem gekk á móti rónni mældist að utanmáli 1,622 tommur, og var því lítið hald í rónni. Til að hann héldist nægilega fastur hefði róin að innanmáli þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Í bráðabirgðaskýrslunni kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi gefið út öryggisleiðbeiningar til Icelandair og félagsins Cabo Verde Airlines um að lendingarbúnaður fjögurra Boeing 757-véla verði kannaður. Búnaðurinn á það sammerkt að hafa farið í yfirhalningu hjá fyrirtækinu Landing Gear Technologies í Miami á Flórída. Skýringarmynd í bráðabirgðaskýrslunni sýnir hvað brast í lendingunni.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Flugvélin sem brotlenti var nýkomin úr stórskoðun í Kanada, svokallaðri C-skoðun, þar sem skipt var um lendingarbúnað. Lendingarstellið sem sett var á hana kom frá fyrirtækinu á Flórída. Leggurinn sem losnaði frá þegar of stór róin hélt ekki.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Vegna rannsóknarinnar stóð til að gera sérstaka öryggisúttekt á verkferlum Landing Gear Technologies en henni hefur verið frestað vegna Covid 19-faraldursins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af rannsókn málsins:
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Boeing Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira