Skammastu þín Þórður Snær! Svanur Guðmundsson skrifar 3. apríl 2020 16:06 Samhliða þeirri heilsuvá sem steðjar að Íslendingum, sem og öðrum þjóðum heimsbyggðarinnar, þurfa landsmenn að fást við efnahagslegar afleiðingar Covid-19. Nú liggur fyrir að ferðaþjónustan mun litlu skila til þjóðarbúsins á þessu ári. Þess mikilvægara er að ná að halda atvinnulífinu gangandi og afla nauðsynlegara gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þannig að við getum flutt inn helstu lífsnauðsynjar og rekið þetta samfélag okkar þrátt fyrir ástandið. Sjávarútvegurinn hefur lengst af verið okkar mikilvægasta útflutningsgrein og nú reynir á hann enn og aftur. Útgerðar- og fiskvinnslufélög um allt land hafa lagt nótt við dag undanfarið við að endurskipuleggja vinnslu og veiðar samhliða því að leita nýrra markaða og endursemja við viðskiptavini. Allt er breytt og enginn gengur að neinu vísu. Við sjáum það á undanþágulistum heilbrigðisráðuneytisins að sjávarútvegsfyrirtækin eru álitin svo mikilvæg að þeim er ætlað að starfa við þau skilyrði sem nánast hafa lamað flest svið atvinnulífsins. Tryggja þarf að þau geti starfað með eðlilegum hætti þannig að þau hafi styrk til að færa björg í bú, nú þegar aðrir eru úr leik. Þegar alls þessa er gætt er undarlegt að lesa leiðara ritstjóra vefritsins Kjarnans sem bar hið hrokafulla heiti: „Skammist ykkar“. Svona skrifar auðvitað engin nema hann lifi í bergmálshelli, sé svo einangraður frá samfélaginu að hann talar ekki nema við jábræður og vildarvini. Hér verður ekki gerð að umræðuefni sú staðreynd að starfsemi ritstjórans hefur frá upphafi verið fjármögnuð af öðrum, reyndar fjárfestum úr viðskiptalífinu, enda ekki sjálfbær. Þess í stað er ástæða til að undra sig á því af hverju menn kjósa að fara fram með þessum hætti á þeim tímum sem þjóðin þarf að snúa bökum saman og læra í senn hógværð og umburðarlyndi. Öllu ægir saman í grein ritstjórans en í grunninn virðist hann þó helst sjá ofsjónum yfir rekstrarstöðu sjávarútvegsins. Það minnir á ummæli sem Davið Scheving Thorsteinsson vitnaði gjarnan til: „Ef þú tapar, þá ertu aumingi, en ef þú græðir þá ertu þjófur.“ Er það svona sem menn vilja tala til þeirra sem starfa í atvinnurekstri? Hver er glæpurinn að mati ritstjórans? Jú, sjávarútvegnum vegnar of vel og því eiga forystumenn hans ekkert með að orða áhyggjur sínar af þróun mála. Þetta er köld kveðja til atvinnugreinar sem eins og aðrar á í vök að verjast og berst nú við að halda mörkuðum opnum fyrir afurðir sínar og fólkinu sínu í vinnu. Sjávarútvegurinn er ekki að óska eftir sérmeðferð og reyndar blasir við að hann mun ekki þurfa nema brot af þeim úrræðum sem margar aðrar atvinnugreinar augljóslega þarfnast. Er ekki ritstjórinn sjálfur ítrekað að biðja um að Kjarninn komist á ríkistyrki? Ekki er að sjá annað en hann og helstu eigendur vefsins (sem margir eru í hópi ríkustu einstaklinga landsins) telji það brýnasta mál samfélagsins núna. Og svo leyfir hann sér að ásaka aðra um sérgæsku og skort á samstöðu. Hve tvöfaldir geta menn verið í roðinu? Eins og áður sagði er sjávarútvegurinn að róa lífróður og heldur sem betur fer enn sínu fólki í vinnu en auðvitað þrengist um eins og ástandið er í heiminum. Frestun veiðigjalda núna mun auðvelda stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja að komast yfir hjallann núna, sérstaklega þó minni fyrirtækjum sem eru með verri eiginfjárstöðu en þau stærri. Er ekki tímabært að almenningur læri að skilja og meta mikilvægi sjávarútvegsins, nú á þessum viðsjárverðu tímum, og leggi ekki við hlustir þegar lýðskrumar hinna malandi stétta fara af stað með sitt óyndislega trúboð. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Samhliða þeirri heilsuvá sem steðjar að Íslendingum, sem og öðrum þjóðum heimsbyggðarinnar, þurfa landsmenn að fást við efnahagslegar afleiðingar Covid-19. Nú liggur fyrir að ferðaþjónustan mun litlu skila til þjóðarbúsins á þessu ári. Þess mikilvægara er að ná að halda atvinnulífinu gangandi og afla nauðsynlegara gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þannig að við getum flutt inn helstu lífsnauðsynjar og rekið þetta samfélag okkar þrátt fyrir ástandið. Sjávarútvegurinn hefur lengst af verið okkar mikilvægasta útflutningsgrein og nú reynir á hann enn og aftur. Útgerðar- og fiskvinnslufélög um allt land hafa lagt nótt við dag undanfarið við að endurskipuleggja vinnslu og veiðar samhliða því að leita nýrra markaða og endursemja við viðskiptavini. Allt er breytt og enginn gengur að neinu vísu. Við sjáum það á undanþágulistum heilbrigðisráðuneytisins að sjávarútvegsfyrirtækin eru álitin svo mikilvæg að þeim er ætlað að starfa við þau skilyrði sem nánast hafa lamað flest svið atvinnulífsins. Tryggja þarf að þau geti starfað með eðlilegum hætti þannig að þau hafi styrk til að færa björg í bú, nú þegar aðrir eru úr leik. Þegar alls þessa er gætt er undarlegt að lesa leiðara ritstjóra vefritsins Kjarnans sem bar hið hrokafulla heiti: „Skammist ykkar“. Svona skrifar auðvitað engin nema hann lifi í bergmálshelli, sé svo einangraður frá samfélaginu að hann talar ekki nema við jábræður og vildarvini. Hér verður ekki gerð að umræðuefni sú staðreynd að starfsemi ritstjórans hefur frá upphafi verið fjármögnuð af öðrum, reyndar fjárfestum úr viðskiptalífinu, enda ekki sjálfbær. Þess í stað er ástæða til að undra sig á því af hverju menn kjósa að fara fram með þessum hætti á þeim tímum sem þjóðin þarf að snúa bökum saman og læra í senn hógværð og umburðarlyndi. Öllu ægir saman í grein ritstjórans en í grunninn virðist hann þó helst sjá ofsjónum yfir rekstrarstöðu sjávarútvegsins. Það minnir á ummæli sem Davið Scheving Thorsteinsson vitnaði gjarnan til: „Ef þú tapar, þá ertu aumingi, en ef þú græðir þá ertu þjófur.“ Er það svona sem menn vilja tala til þeirra sem starfa í atvinnurekstri? Hver er glæpurinn að mati ritstjórans? Jú, sjávarútvegnum vegnar of vel og því eiga forystumenn hans ekkert með að orða áhyggjur sínar af þróun mála. Þetta er köld kveðja til atvinnugreinar sem eins og aðrar á í vök að verjast og berst nú við að halda mörkuðum opnum fyrir afurðir sínar og fólkinu sínu í vinnu. Sjávarútvegurinn er ekki að óska eftir sérmeðferð og reyndar blasir við að hann mun ekki þurfa nema brot af þeim úrræðum sem margar aðrar atvinnugreinar augljóslega þarfnast. Er ekki ritstjórinn sjálfur ítrekað að biðja um að Kjarninn komist á ríkistyrki? Ekki er að sjá annað en hann og helstu eigendur vefsins (sem margir eru í hópi ríkustu einstaklinga landsins) telji það brýnasta mál samfélagsins núna. Og svo leyfir hann sér að ásaka aðra um sérgæsku og skort á samstöðu. Hve tvöfaldir geta menn verið í roðinu? Eins og áður sagði er sjávarútvegurinn að róa lífróður og heldur sem betur fer enn sínu fólki í vinnu en auðvitað þrengist um eins og ástandið er í heiminum. Frestun veiðigjalda núna mun auðvelda stjórnendum sjávarútvegsfyrirtækja að komast yfir hjallann núna, sérstaklega þó minni fyrirtækjum sem eru með verri eiginfjárstöðu en þau stærri. Er ekki tímabært að almenningur læri að skilja og meta mikilvægi sjávarútvegsins, nú á þessum viðsjárverðu tímum, og leggi ekki við hlustir þegar lýðskrumar hinna malandi stétta fara af stað með sitt óyndislega trúboð. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun