Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Birgir Olgeirsson skrifar 11. maí 2020 11:43 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Flugvirkjar undirrituðu nýjan kjarasamning við Icelandair í gær sem gildir til fimm ára. Samningur flugvirkja er sagður í samræmi við þau markmið sem samningsaðilar lögðu upp með. Ekki hefur komið fram hvernig kjör flugvirkja breytast með þessum samningi. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður félags flugvirkja, segir ekki tímabært að greina frá innihaldi samningsins. Hann sé margþættur en búist sé við að félagsmenn fái kynningu á honum í vikunni. Í Morgunblaðinu í dag var haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair að laun þurfi að lækka um 50 til 60 prósent til að forða félaginu frá gjaldþroti. Jón Þór Þorvaldsson, formaður félags íslenskra flugmanna, skorar á viðkomandi ráðgjafa að stíga fram svo hægt sé að setjast yfir tölur með honum. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Við höfum ekki heyrt þessar tölur. Ég veit ekki hver þessi fjárfestir eða ráðgjafi er. Ég held að það væri ráð að menn myndu birta það svo hægt sé að setjast yfir tölur með þessum manni. Flugmenn voru samkeppnishæfir fyrir og við munum tryggja að svo verði áfram. Það er verið að bera saman epli og appelsínu í þessari grein Morgunblaðsins. Menn þurfa að gera sér grein fyrir grunnforsendum í flugrekstri áður en svona samanburður er gerður. Menn bera ekki saman lággjaldaflugfélag og Legacy-carrier. Icelandair er ekki lággjaldaflugfélag og ekki Legacy Carrier. Við erum hybrid flugfélag sem er að keppa á Norður-Atlantshafi,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir flugmenn Icelandair samkeppnishæfa við flugmenn annarra flugfélaga. „Bæði hvað varðar kostnað laun,“ segir Jón Þór. „Við munum tryggja að Icelandair verði áfram í sterkri stöðu og rekstrarmódel Icelandair og leiðakerfið er búið að sýna sig og sanna á áratugatímabili. Þetta er mjög verðmætt og gott kerfi sem mun standa þetta af sér ef allir leggjast á eitt,“ segir Jón Þór. Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu og Icelandair fer yfir það tilboð núna. „Auðvitað eru menn að hreyfa sig í umhverfi þar sem skyggni er lítið og reyna að sjá hvort þetta geti nýst. Vonandi verður það niðurstaðan, það er okkar markmið.“ Hann mun hitta sitt bakland í dag og samninganefnd Icelandair mun einnig fara yfir stöðuna með sínu baklandi í dag. Jón Þór vonast til að geta hitt samninganefnd Icelandair í dag. Áttu von á því að skrifað verði undir í dag? „Ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég vona að svo verði, en við bara sjáum hvað kemur,“ segir Jón Þór. Icelandair Kjaramál Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira
Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Flugvirkjar undirrituðu nýjan kjarasamning við Icelandair í gær sem gildir til fimm ára. Samningur flugvirkja er sagður í samræmi við þau markmið sem samningsaðilar lögðu upp með. Ekki hefur komið fram hvernig kjör flugvirkja breytast með þessum samningi. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður félags flugvirkja, segir ekki tímabært að greina frá innihaldi samningsins. Hann sé margþættur en búist sé við að félagsmenn fái kynningu á honum í vikunni. Í Morgunblaðinu í dag var haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair að laun þurfi að lækka um 50 til 60 prósent til að forða félaginu frá gjaldþroti. Jón Þór Þorvaldsson, formaður félags íslenskra flugmanna, skorar á viðkomandi ráðgjafa að stíga fram svo hægt sé að setjast yfir tölur með honum. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Við höfum ekki heyrt þessar tölur. Ég veit ekki hver þessi fjárfestir eða ráðgjafi er. Ég held að það væri ráð að menn myndu birta það svo hægt sé að setjast yfir tölur með þessum manni. Flugmenn voru samkeppnishæfir fyrir og við munum tryggja að svo verði áfram. Það er verið að bera saman epli og appelsínu í þessari grein Morgunblaðsins. Menn þurfa að gera sér grein fyrir grunnforsendum í flugrekstri áður en svona samanburður er gerður. Menn bera ekki saman lággjaldaflugfélag og Legacy-carrier. Icelandair er ekki lággjaldaflugfélag og ekki Legacy Carrier. Við erum hybrid flugfélag sem er að keppa á Norður-Atlantshafi,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir flugmenn Icelandair samkeppnishæfa við flugmenn annarra flugfélaga. „Bæði hvað varðar kostnað laun,“ segir Jón Þór. „Við munum tryggja að Icelandair verði áfram í sterkri stöðu og rekstrarmódel Icelandair og leiðakerfið er búið að sýna sig og sanna á áratugatímabili. Þetta er mjög verðmætt og gott kerfi sem mun standa þetta af sér ef allir leggjast á eitt,“ segir Jón Þór. Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu og Icelandair fer yfir það tilboð núna. „Auðvitað eru menn að hreyfa sig í umhverfi þar sem skyggni er lítið og reyna að sjá hvort þetta geti nýst. Vonandi verður það niðurstaðan, það er okkar markmið.“ Hann mun hitta sitt bakland í dag og samninganefnd Icelandair mun einnig fara yfir stöðuna með sínu baklandi í dag. Jón Þór vonast til að geta hitt samninganefnd Icelandair í dag. Áttu von á því að skrifað verði undir í dag? „Ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég vona að svo verði, en við bara sjáum hvað kemur,“ segir Jón Þór.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira