Birkir: Eiður Smári henti okkur inn í röðina fyrir framan Guardiola og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar með Pep Guardiola, Lionel Messi og öllum hinum hjá Barcelona eftir að liðið lenti í Barcelona eftir flugið heim frá Róm í maí 2009. EPA/ALBERTO ESTEVEZ Hver hefði ekki þegið það að skemmta sér með stórstjörnum Barcelona eftir að þeir unnu þrennuna vorið 2009. Birkir Kristinsson var svo heppinn að fá að vera með í fjörinu í Rómarborg. Birkir Kristinsson, leikjahæsti markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði margar skemmtilegar sögur frá ferlinum og ævi sinni þegar hann var gestur í hlaðvarpsþættinumn Miðjunni á Fótbolta.net. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Barcelona liðsins, fékk flugferð eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni 2009.EPA/ROBERTO TEDESCHI Eiður Smári Guðjohnsen var með Barcelona liðinu á sögulegu tímabilið liðsins 2008-09 en liðið hafði þegar tryggt sér sigur í spænsku deildinni og í spænska bikarnum þegar var komið að úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United í Róm. Eiður Smári reddaði góðum miðum „Ég og frúin vorum á leiknum. Eiður var í hópnum hjá Barcelona og fékk okkur út og var með miða og allt. Við skelltum okkur út og vorum á mjög fínum stað og horfðum á leikinn," segir Birkir Kristinsson í hlaðvarpsþættinum en frúin var tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir. Birkir djammaði með Barcelona er þeir unnu Meistaradeildina https://t.co/emdlYKdl8H— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 3, 2020 Barcelona vann leikinn 2-0 með mörkum frá Samuel Eto'o og Lionel Messi. Eiður Smári var allan tímann á bekknum en í byrjunarliðinu voru auk Messi og Eto'o leikmenn eins og Xavi, Andrés Iniesta, Thierry Henry. Þetta var fyrsta tímabil Pep Guardiola og hann notaði bara tvær af þremur skiptingum sínum í leik. Eiður fékk því ekki að koma inn á í leiknum. „Við ætluðum heim á hótel eftir leik en Eiður hringdi og bað okkur að koma á stað þar sem leikmennirnir voru. Hann gaf mér heimilisfang og við tókum leigubíl þangað en þar var allt stappað og ekki séns að komast áfram. Þá voru þeir inni í húsi þar sem var móttaka fyrir þá en þjappað fyrir utan og við komumst ekki áfram," hélt Birkir áfram í viðtalinu. Lionel Messi og Andres Iniesta með Meistaradeildarbikarinn í leikslok.EPA/ETTORE FERRARI Léku saman eftirminnilega landsleiki Eiður Smári og Birkir þekktust vel síðan þeir léku saman í íslenska landsliðinu. Alls náðu Eiður Smári og Birkir að spila saman átta landsleiki og Birkir Kristinsson hélt hreinu bæði í fyrsta landsleik Eiðs árið 1996 sem og þegar Eiður Smári opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu í september 1999. Síðasti leikur þeirra saman var frægur 2-0 sigur á Ítalíu í vináttuleik á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Fóru með í rútuna með liðinu Birkir sagði meira frá þessu eftirminnilega kvöldi. „Ég hringi í Eið og hann segir okkur hvar við eigum að koma og þegar við komum að þeirri hurð eru þeir að fara. Við sjáum þá labba út um hlið og hann segir okkur að koma okkur þangað. Á endanum komumst við að og Eiður henti okkur inn í röðina fyrir framan Guardiola og Messi var beint á undan okkur. Við fórum svo inn í rútu með liðinu. Þetta var svolítið fríkað," sagði Birkir en í kjölfarið voru þau með liðinu er það skemmti sér um kvöldið. Morguninn eftir héldu þau síðan til Barcelona og fögnuðu með liðinu þar líka. Það má finna allt viðtalið með því að smella hér. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Hver hefði ekki þegið það að skemmta sér með stórstjörnum Barcelona eftir að þeir unnu þrennuna vorið 2009. Birkir Kristinsson var svo heppinn að fá að vera með í fjörinu í Rómarborg. Birkir Kristinsson, leikjahæsti markvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði margar skemmtilegar sögur frá ferlinum og ævi sinni þegar hann var gestur í hlaðvarpsþættinumn Miðjunni á Fótbolta.net. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Barcelona liðsins, fékk flugferð eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni 2009.EPA/ROBERTO TEDESCHI Eiður Smári Guðjohnsen var með Barcelona liðinu á sögulegu tímabilið liðsins 2008-09 en liðið hafði þegar tryggt sér sigur í spænsku deildinni og í spænska bikarnum þegar var komið að úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United í Róm. Eiður Smári reddaði góðum miðum „Ég og frúin vorum á leiknum. Eiður var í hópnum hjá Barcelona og fékk okkur út og var með miða og allt. Við skelltum okkur út og vorum á mjög fínum stað og horfðum á leikinn," segir Birkir Kristinsson í hlaðvarpsþættinum en frúin var tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir. Birkir djammaði með Barcelona er þeir unnu Meistaradeildina https://t.co/emdlYKdl8H— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 3, 2020 Barcelona vann leikinn 2-0 með mörkum frá Samuel Eto'o og Lionel Messi. Eiður Smári var allan tímann á bekknum en í byrjunarliðinu voru auk Messi og Eto'o leikmenn eins og Xavi, Andrés Iniesta, Thierry Henry. Þetta var fyrsta tímabil Pep Guardiola og hann notaði bara tvær af þremur skiptingum sínum í leik. Eiður fékk því ekki að koma inn á í leiknum. „Við ætluðum heim á hótel eftir leik en Eiður hringdi og bað okkur að koma á stað þar sem leikmennirnir voru. Hann gaf mér heimilisfang og við tókum leigubíl þangað en þar var allt stappað og ekki séns að komast áfram. Þá voru þeir inni í húsi þar sem var móttaka fyrir þá en þjappað fyrir utan og við komumst ekki áfram," hélt Birkir áfram í viðtalinu. Lionel Messi og Andres Iniesta með Meistaradeildarbikarinn í leikslok.EPA/ETTORE FERRARI Léku saman eftirminnilega landsleiki Eiður Smári og Birkir þekktust vel síðan þeir léku saman í íslenska landsliðinu. Alls náðu Eiður Smári og Birkir að spila saman átta landsleiki og Birkir Kristinsson hélt hreinu bæði í fyrsta landsleik Eiðs árið 1996 sem og þegar Eiður Smári opnaði markareikning sinn með íslenska landsliðinu í september 1999. Síðasti leikur þeirra saman var frægur 2-0 sigur á Ítalíu í vináttuleik á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Fóru með í rútuna með liðinu Birkir sagði meira frá þessu eftirminnilega kvöldi. „Ég hringi í Eið og hann segir okkur hvar við eigum að koma og þegar við komum að þeirri hurð eru þeir að fara. Við sjáum þá labba út um hlið og hann segir okkur að koma okkur þangað. Á endanum komumst við að og Eiður henti okkur inn í röðina fyrir framan Guardiola og Messi var beint á undan okkur. Við fórum svo inn í rútu með liðinu. Þetta var svolítið fríkað," sagði Birkir en í kjölfarið voru þau með liðinu er það skemmti sér um kvöldið. Morguninn eftir héldu þau síðan til Barcelona og fögnuðu með liðinu þar líka. Það má finna allt viðtalið með því að smella hér.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira