Var ráðin til starfa á öðrum leikskóla á meðan lögreglurannsókn stóð yfir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2020 19:47 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Skjáskot/Stöð 2 Kona, sem hlaut nýverið dóm fyrir tvö ofbeldisbrot gegn fimm ára dreng er hún starfaði sem þroskaþjálfi, var send í þriggja mánaða veikindaleyfi eftir seinna brotið árið 2018. Svo var gerður starfslokasamningur við hana en á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu sótti hún um starf á leikskóla í Reykjavík. Þar hefur hún starfað frá því í ágúst síðastliðnum. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki hafa vitað af málinu fyrr en um hádegi í dag þegar málið fór í fjölmiðla. „Ég vil taka það fram að við hörmum þetta mál og öll málsatvik. […] Þetta mál kom hvergi fram í ráðningarferlinu, ekki í samtölum og ekki þegar við sóttum upplýsingar í sakaskrá. Þegar að við fáum að vita af málinu nú fyrir hádegi kom það okkur í raun og veru alveg í opna skjöldu,“ segir Helgi. Þroskaþjálfinn var dæmdur fyrir að hafa veist að barninu í tvígang; fyrst í október 2017 með því að hafa gripið um báðar hendur drengsins og krosslagt þær harkalega, og svo í febrúar 2018 með því að hafa slegið hann með flötum lófa í andlitið. Elín Ingibjörg Kristófersdóttir móðir drengsins lýsti því í ítarlegu viðtali við Stöð 2 að hún hafi ekki verið látin vita af fyrra atvikinu fyrr en seinna atvikið kom upp. Helgi ítrekar að beðið hafi verið um upplýsingar í sakaskrá en á næstunni muni vera farið vel yfir öll málsatvik og hvernig ráðningarferlið fór fram. Leikskólastjórinn á leikskólanum þar sem konan starfar nú ræddi við konuna í dag þegar málið kom upp. Hún hefur verið sett í tímabundið leyfi. „Hún er frá störfum þangað til er búið að fara í gegnum málið og síðan þá hvernig Reykjavíkurborg mun bregðast við. Það tekur eðlilega tíma, við þurfum að fara ofan í saumana á þessu. Það barn sem viðkomandi starfsmaður hefur unnið með, við erum búin að upplýsa foreldra þess barns. Þannig að við erum að reyna að halda vel utan um málið og tryggja eðlilega málsmeðferð,“ segir Helgi. Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Var ekki látin vita af fyrra brotinu fyrr en þroskaþjálfinn lamdi son hennar Móðir fimm ára, þroskaskerts drengs, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu þroskaþjálfa á leikskóla sem hann var á í Kópavogi, segist hafa glatað trausti á opinberum stofnunum eftir að hafa fylgst með framgangi málsins í kerfinu. 8. maí 2020 18:58 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Kona, sem hlaut nýverið dóm fyrir tvö ofbeldisbrot gegn fimm ára dreng er hún starfaði sem þroskaþjálfi, var send í þriggja mánaða veikindaleyfi eftir seinna brotið árið 2018. Svo var gerður starfslokasamningur við hana en á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu sótti hún um starf á leikskóla í Reykjavík. Þar hefur hún starfað frá því í ágúst síðastliðnum. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki hafa vitað af málinu fyrr en um hádegi í dag þegar málið fór í fjölmiðla. „Ég vil taka það fram að við hörmum þetta mál og öll málsatvik. […] Þetta mál kom hvergi fram í ráðningarferlinu, ekki í samtölum og ekki þegar við sóttum upplýsingar í sakaskrá. Þegar að við fáum að vita af málinu nú fyrir hádegi kom það okkur í raun og veru alveg í opna skjöldu,“ segir Helgi. Þroskaþjálfinn var dæmdur fyrir að hafa veist að barninu í tvígang; fyrst í október 2017 með því að hafa gripið um báðar hendur drengsins og krosslagt þær harkalega, og svo í febrúar 2018 með því að hafa slegið hann með flötum lófa í andlitið. Elín Ingibjörg Kristófersdóttir móðir drengsins lýsti því í ítarlegu viðtali við Stöð 2 að hún hafi ekki verið látin vita af fyrra atvikinu fyrr en seinna atvikið kom upp. Helgi ítrekar að beðið hafi verið um upplýsingar í sakaskrá en á næstunni muni vera farið vel yfir öll málsatvik og hvernig ráðningarferlið fór fram. Leikskólastjórinn á leikskólanum þar sem konan starfar nú ræddi við konuna í dag þegar málið kom upp. Hún hefur verið sett í tímabundið leyfi. „Hún er frá störfum þangað til er búið að fara í gegnum málið og síðan þá hvernig Reykjavíkurborg mun bregðast við. Það tekur eðlilega tíma, við þurfum að fara ofan í saumana á þessu. Það barn sem viðkomandi starfsmaður hefur unnið með, við erum búin að upplýsa foreldra þess barns. Þannig að við erum að reyna að halda vel utan um málið og tryggja eðlilega málsmeðferð,“ segir Helgi.
Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Var ekki látin vita af fyrra brotinu fyrr en þroskaþjálfinn lamdi son hennar Móðir fimm ára, þroskaskerts drengs, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu þroskaþjálfa á leikskóla sem hann var á í Kópavogi, segist hafa glatað trausti á opinberum stofnunum eftir að hafa fylgst með framgangi málsins í kerfinu. 8. maí 2020 18:58 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Var ekki látin vita af fyrra brotinu fyrr en þroskaþjálfinn lamdi son hennar Móðir fimm ára, þroskaskerts drengs, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu þroskaþjálfa á leikskóla sem hann var á í Kópavogi, segist hafa glatað trausti á opinberum stofnunum eftir að hafa fylgst með framgangi málsins í kerfinu. 8. maí 2020 18:58