„Reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 13:40 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. Hann segir fyrirtæki sem gera slíkt reka rýting í samstöðuna sem stjórnvöld hafa verið að kalla eftir. Í vikunni hafa fjölmiðlar greint frá því að nokkur fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda en einnig greitt sér út arð eða keypt eigin bréf. Þar á meðal eru Össur og Hagar auk Skeljungs en Skeljungur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ákveðið hefði verið að bjóða öllum starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiða Vinnumálstofnun þá upphæð sem fyrirtækið fékk í gegnum hlutabótaleiðina. Í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, eftir ríkisstjórnarfund í dag var Bjarni spurður í þessu samhengi hvort það kæmi til greina að skoða eitthvað eftir á og jafnvel krefjast endurgreiðslu frá sumum fyrirtækjum. „Við höfum heimildir til þess að kalla eftir gögnum og það voru viss skilyrði, nokkuð rúm, fyrir því að nýta úrræðið þannig að mér finnst nú sjálfsagt að það verði gengið á eftir því og við höfum heimildir til þess og ég vænti þess að það verði gert. Þetta eru kannski fyrst og fremst tilvik þar sem menn hafa verið að taka til sín arð og þannig sýnt að þeir hafi haft mjög sterka fjárhagsstöðu en hafi engu að síður verið að hvíla í þetta úrræði. Það eru tilvik sem eru allt annars eðlis en lagt var upp með,“ sagði Bjarni en benti á að mjög mikilvægt væri að halda því til haga að stjórnvöld hafi verið að reyna að verja ráðningarsamband á milli launafólks og vinnuveitanda. Ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað til að verja ráðningarsambandið „Og það eru tilvik við vitum af þar sem hefur orðið algjört tekjuhrun, verslanir hafa kannski tapað 90% af sínum tekjum og fyrirtæki stóðu frammi fyrir því að segja starfsmönnunum upp. Í þeim tilvikum þá vildum við verja ráðningarsambandið í þágu starfsmannanna og það er ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað í þeim tilgangi, að verja ráðningarsambandið, og nú sjáum við, allir finna hvernig umferðin er að aukast, hagkerfið er aftur að taka við sér og þá verða þessi störf örugg og ráðningarsambandið ennþá til staðar. Þannig að uppistaðan af öllum tilvikum þar sem menn hafa verið að nýta þetta úrræði er akkúrat í samræmi við það sem upp var lagt með,“ sagði Bjarni. Fyrirtæki sem væru hins vegar augljóslega fjárhagslega sterk ættu ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til að standa undir launakostnaði starfsmanna. „Þau eru að reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir. Fyrirtæki sem augljóslega eru fjárhagslega sterk og geta verið að dreifa peningum til hluthafa sinna, þau eiga ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til þess að standa undir launakostnaði starfsmanna sinna,“ sagði Bjarni og kvaðst hins vegar telja að þetta ætti ekki við um öll fyrirtæki. „Sum stór fyrirtæki á Íslandi hefðu líklega sagt upp mörgum starfsmönnum, jafnvel þó að þau séu að öðru leyti í góðum rekstri, því sumar einingarnar voru í algjöru uppnámi, 90% tekjufall og slíkt, og þá held ég að aðgerðin hafi heppnast vel, enda hafi þau þá ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna og ég held að við höfum dæmi um það. Öflug fyrirtæki sem við þekkjum af langri sögu á Íslandi hafi nýtt sér þetta úrræði og ég er ekkert alveg ósáttur við það enda hafi þau ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna. Vegna þess að það hefur þá tekist hjá okkur að verja ráðningarsambandið sem er gott fyrir launþeganna, fyrir starfsfólk fyrirtækjanna,“ sagði Bjarni en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að þau tilfelli þar sem fyrirtæki sem hafi verið að greiða sér arð en jafnframt nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda séu allt annars eðlis en lagt var upp með þegar úrræðinu var komið á. Hann segir fyrirtæki sem gera slíkt reka rýting í samstöðuna sem stjórnvöld hafa verið að kalla eftir. Í vikunni hafa fjölmiðlar greint frá því að nokkur fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda en einnig greitt sér út arð eða keypt eigin bréf. Þar á meðal eru Össur og Hagar auk Skeljungs en Skeljungur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að ákveðið hefði verið að bjóða öllum starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiða Vinnumálstofnun þá upphæð sem fyrirtækið fékk í gegnum hlutabótaleiðina. Í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, eftir ríkisstjórnarfund í dag var Bjarni spurður í þessu samhengi hvort það kæmi til greina að skoða eitthvað eftir á og jafnvel krefjast endurgreiðslu frá sumum fyrirtækjum. „Við höfum heimildir til þess að kalla eftir gögnum og það voru viss skilyrði, nokkuð rúm, fyrir því að nýta úrræðið þannig að mér finnst nú sjálfsagt að það verði gengið á eftir því og við höfum heimildir til þess og ég vænti þess að það verði gert. Þetta eru kannski fyrst og fremst tilvik þar sem menn hafa verið að taka til sín arð og þannig sýnt að þeir hafi haft mjög sterka fjárhagsstöðu en hafi engu að síður verið að hvíla í þetta úrræði. Það eru tilvik sem eru allt annars eðlis en lagt var upp með,“ sagði Bjarni en benti á að mjög mikilvægt væri að halda því til haga að stjórnvöld hafi verið að reyna að verja ráðningarsamband á milli launafólks og vinnuveitanda. Ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað til að verja ráðningarsambandið „Og það eru tilvik við vitum af þar sem hefur orðið algjört tekjuhrun, verslanir hafa kannski tapað 90% af sínum tekjum og fyrirtæki stóðu frammi fyrir því að segja starfsmönnunum upp. Í þeim tilvikum þá vildum við verja ráðningarsambandið í þágu starfsmannanna og það er ánægjulegt hversu vel úrræðið hefur virkað í þeim tilgangi, að verja ráðningarsambandið, og nú sjáum við, allir finna hvernig umferðin er að aukast, hagkerfið er aftur að taka við sér og þá verða þessi störf örugg og ráðningarsambandið ennþá til staðar. Þannig að uppistaðan af öllum tilvikum þar sem menn hafa verið að nýta þetta úrræði er akkúrat í samræmi við það sem upp var lagt með,“ sagði Bjarni. Fyrirtæki sem væru hins vegar augljóslega fjárhagslega sterk ættu ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til að standa undir launakostnaði starfsmanna. „Þau eru að reka rýting í samstöðuna sem við erum að kalla eftir. Fyrirtæki sem augljóslega eru fjárhagslega sterk og geta verið að dreifa peningum til hluthafa sinna, þau eiga ekki að hafa það sem sitt fyrsta úrræði að leita til ríkisins til þess að standa undir launakostnaði starfsmanna sinna,“ sagði Bjarni og kvaðst hins vegar telja að þetta ætti ekki við um öll fyrirtæki. „Sum stór fyrirtæki á Íslandi hefðu líklega sagt upp mörgum starfsmönnum, jafnvel þó að þau séu að öðru leyti í góðum rekstri, því sumar einingarnar voru í algjöru uppnámi, 90% tekjufall og slíkt, og þá held ég að aðgerðin hafi heppnast vel, enda hafi þau þá ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna og ég held að við höfum dæmi um það. Öflug fyrirtæki sem við þekkjum af langri sögu á Íslandi hafi nýtt sér þetta úrræði og ég er ekkert alveg ósáttur við það enda hafi þau ekki verið að dreifa peningum til hluthafanna. Vegna þess að það hefur þá tekist hjá okkur að verja ráðningarsambandið sem er gott fyrir launþeganna, fyrir starfsfólk fyrirtækjanna,“ sagði Bjarni en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira