Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2020 20:00 Fjármálaráðherra allt að þrjúhundruð milljarða halla fjármagnaðan með lánum til að geta staðið undir velferðarkerfinu og launum opinberra starfsmanna. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir alvarlega stöðu efnahagsmála nú sýna að ríkissjóður hefði ekki efni á að reka velferðarkerfið og þyrfti að taka lán upp á allt að 300 milljarða til að standa undir því. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgunsagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata einkennilegt að hægt væri að grípa endalaust til aðgerða fyrir fyrirtækin en ekki tryggja mannsaæmandi laun hjáþeim sem sinntu grunnstoðum samfélagsins. „Hvar hafa menn verið sem koma hingað upp og spyrja; hvaða breyttu forsendur er ráðherrann að tala um. Ég veit ekki hvað ég get gert fólki til hjálpar sem skilur ekki hvað hefur breyst,” sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra meðal annars í svari sínu. Halldóra Mogensen segist átta sig á stöðunni í efnahagsmálum. Spurningin sé hvernig stuðningi stjórnvalda sé forgangsraðað.Vísir/Vilhelm „Ég átta mig alveg á ástandinu. Þetta snýst bara um forgangsröðun. Þetta snýst um hugmyndafræði. Þetta snýst um hvernig þú forgangsraðar verkefnum sem á að setja fjármagn í. Það á augljóslega ekki að forgangsraða því að greiða hér mannsæmandi laun fyrir þær stéttir sem við höfum bara séð undanfarið að samfélagið bókstaflega hrynur án þeirra,” sagði Halldóra. Verja þyrfti hópa sem sinntu grunnstoðum samfélagsins rétt eins og fyrirtæki landsins í aðgerðum stjórnvalda. „Háttvirtur þingmaður kemur hingað upp og segir að við sýnum því engan skilning að við þurfum að verja velferðarkerfið okkar. Í hvað heldur háttvirtur þingmaður að þessir tvö hundruð og fimmtíu, kannski 300 milljarðar í halla á ríkissjóði á þessu ári fari,“ sagði Bjarni. Hann færi í laun opinberra starfsmanna, í að styðja við almannatryggingakerfið, félagslegu kerfin, til að standa með húsaleigubótum og svo framvegis. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins segir stjórnvöld hafa gleymt þeim verst settu í aðgerðum sínum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sagði heimilin og þá verst settu skilda eftir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. En Bjarni sagði björgun tugþúsunda starfa með aðgerðum stjórnvalda vera ákveðið skólabókardæmi. „Við höfum séð það núna kristaltært hvað það þýðir að tapa þessum störfum. Það þýðir að við höfum ekki efni á almannatryggingum, ekki efni á skólakerfinu. Við höfum ekki efni á að reka spítalana, borga þingmönnum laun eða öðrum opinberum starfsmönnum. Við þurfum að taka fyrir því lán,“ sagði Bjarni Benediktsson. Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37 Fjármálaráðherra spyr hvar fólk hafi verið 7. maí 2020 12:08 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir alvarlega stöðu efnahagsmála nú sýna að ríkissjóður hefði ekki efni á að reka velferðarkerfið og þyrfti að taka lán upp á allt að 300 milljarða til að standa undir því. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgunsagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata einkennilegt að hægt væri að grípa endalaust til aðgerða fyrir fyrirtækin en ekki tryggja mannsaæmandi laun hjáþeim sem sinntu grunnstoðum samfélagsins. „Hvar hafa menn verið sem koma hingað upp og spyrja; hvaða breyttu forsendur er ráðherrann að tala um. Ég veit ekki hvað ég get gert fólki til hjálpar sem skilur ekki hvað hefur breyst,” sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra meðal annars í svari sínu. Halldóra Mogensen segist átta sig á stöðunni í efnahagsmálum. Spurningin sé hvernig stuðningi stjórnvalda sé forgangsraðað.Vísir/Vilhelm „Ég átta mig alveg á ástandinu. Þetta snýst bara um forgangsröðun. Þetta snýst um hugmyndafræði. Þetta snýst um hvernig þú forgangsraðar verkefnum sem á að setja fjármagn í. Það á augljóslega ekki að forgangsraða því að greiða hér mannsæmandi laun fyrir þær stéttir sem við höfum bara séð undanfarið að samfélagið bókstaflega hrynur án þeirra,” sagði Halldóra. Verja þyrfti hópa sem sinntu grunnstoðum samfélagsins rétt eins og fyrirtæki landsins í aðgerðum stjórnvalda. „Háttvirtur þingmaður kemur hingað upp og segir að við sýnum því engan skilning að við þurfum að verja velferðarkerfið okkar. Í hvað heldur háttvirtur þingmaður að þessir tvö hundruð og fimmtíu, kannski 300 milljarðar í halla á ríkissjóði á þessu ári fari,“ sagði Bjarni. Hann færi í laun opinberra starfsmanna, í að styðja við almannatryggingakerfið, félagslegu kerfin, til að standa með húsaleigubótum og svo framvegis. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins segir stjórnvöld hafa gleymt þeim verst settu í aðgerðum sínum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sagði heimilin og þá verst settu skilda eftir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. En Bjarni sagði björgun tugþúsunda starfa með aðgerðum stjórnvalda vera ákveðið skólabókardæmi. „Við höfum séð það núna kristaltært hvað það þýðir að tapa þessum störfum. Það þýðir að við höfum ekki efni á almannatryggingum, ekki efni á skólakerfinu. Við höfum ekki efni á að reka spítalana, borga þingmönnum laun eða öðrum opinberum starfsmönnum. Við þurfum að taka fyrir því lán,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37 Fjármálaráðherra spyr hvar fólk hafi verið 7. maí 2020 12:08 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56
Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49
Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49
Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37