Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2020 20:00 Fjármálaráðherra allt að þrjúhundruð milljarða halla fjármagnaðan með lánum til að geta staðið undir velferðarkerfinu og launum opinberra starfsmanna. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir alvarlega stöðu efnahagsmála nú sýna að ríkissjóður hefði ekki efni á að reka velferðarkerfið og þyrfti að taka lán upp á allt að 300 milljarða til að standa undir því. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgunsagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata einkennilegt að hægt væri að grípa endalaust til aðgerða fyrir fyrirtækin en ekki tryggja mannsaæmandi laun hjáþeim sem sinntu grunnstoðum samfélagsins. „Hvar hafa menn verið sem koma hingað upp og spyrja; hvaða breyttu forsendur er ráðherrann að tala um. Ég veit ekki hvað ég get gert fólki til hjálpar sem skilur ekki hvað hefur breyst,” sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra meðal annars í svari sínu. Halldóra Mogensen segist átta sig á stöðunni í efnahagsmálum. Spurningin sé hvernig stuðningi stjórnvalda sé forgangsraðað.Vísir/Vilhelm „Ég átta mig alveg á ástandinu. Þetta snýst bara um forgangsröðun. Þetta snýst um hugmyndafræði. Þetta snýst um hvernig þú forgangsraðar verkefnum sem á að setja fjármagn í. Það á augljóslega ekki að forgangsraða því að greiða hér mannsæmandi laun fyrir þær stéttir sem við höfum bara séð undanfarið að samfélagið bókstaflega hrynur án þeirra,” sagði Halldóra. Verja þyrfti hópa sem sinntu grunnstoðum samfélagsins rétt eins og fyrirtæki landsins í aðgerðum stjórnvalda. „Háttvirtur þingmaður kemur hingað upp og segir að við sýnum því engan skilning að við þurfum að verja velferðarkerfið okkar. Í hvað heldur háttvirtur þingmaður að þessir tvö hundruð og fimmtíu, kannski 300 milljarðar í halla á ríkissjóði á þessu ári fari,“ sagði Bjarni. Hann færi í laun opinberra starfsmanna, í að styðja við almannatryggingakerfið, félagslegu kerfin, til að standa með húsaleigubótum og svo framvegis. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins segir stjórnvöld hafa gleymt þeim verst settu í aðgerðum sínum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sagði heimilin og þá verst settu skilda eftir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. En Bjarni sagði björgun tugþúsunda starfa með aðgerðum stjórnvalda vera ákveðið skólabókardæmi. „Við höfum séð það núna kristaltært hvað það þýðir að tapa þessum störfum. Það þýðir að við höfum ekki efni á almannatryggingum, ekki efni á skólakerfinu. Við höfum ekki efni á að reka spítalana, borga þingmönnum laun eða öðrum opinberum starfsmönnum. Við þurfum að taka fyrir því lán,“ sagði Bjarni Benediktsson. Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37 Fjármálaráðherra spyr hvar fólk hafi verið 7. maí 2020 12:08 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fjármálaráðherra segir alvarlega stöðu efnahagsmála nú sýna að ríkissjóður hefði ekki efni á að reka velferðarkerfið og þyrfti að taka lán upp á allt að 300 milljarða til að standa undir því. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgunsagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata einkennilegt að hægt væri að grípa endalaust til aðgerða fyrir fyrirtækin en ekki tryggja mannsaæmandi laun hjáþeim sem sinntu grunnstoðum samfélagsins. „Hvar hafa menn verið sem koma hingað upp og spyrja; hvaða breyttu forsendur er ráðherrann að tala um. Ég veit ekki hvað ég get gert fólki til hjálpar sem skilur ekki hvað hefur breyst,” sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra meðal annars í svari sínu. Halldóra Mogensen segist átta sig á stöðunni í efnahagsmálum. Spurningin sé hvernig stuðningi stjórnvalda sé forgangsraðað.Vísir/Vilhelm „Ég átta mig alveg á ástandinu. Þetta snýst bara um forgangsröðun. Þetta snýst um hugmyndafræði. Þetta snýst um hvernig þú forgangsraðar verkefnum sem á að setja fjármagn í. Það á augljóslega ekki að forgangsraða því að greiða hér mannsæmandi laun fyrir þær stéttir sem við höfum bara séð undanfarið að samfélagið bókstaflega hrynur án þeirra,” sagði Halldóra. Verja þyrfti hópa sem sinntu grunnstoðum samfélagsins rétt eins og fyrirtæki landsins í aðgerðum stjórnvalda. „Háttvirtur þingmaður kemur hingað upp og segir að við sýnum því engan skilning að við þurfum að verja velferðarkerfið okkar. Í hvað heldur háttvirtur þingmaður að þessir tvö hundruð og fimmtíu, kannski 300 milljarðar í halla á ríkissjóði á þessu ári fari,“ sagði Bjarni. Hann færi í laun opinberra starfsmanna, í að styðja við almannatryggingakerfið, félagslegu kerfin, til að standa með húsaleigubótum og svo framvegis. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins segir stjórnvöld hafa gleymt þeim verst settu í aðgerðum sínum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sagði heimilin og þá verst settu skilda eftir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. En Bjarni sagði björgun tugþúsunda starfa með aðgerðum stjórnvalda vera ákveðið skólabókardæmi. „Við höfum séð það núna kristaltært hvað það þýðir að tapa þessum störfum. Það þýðir að við höfum ekki efni á almannatryggingum, ekki efni á skólakerfinu. Við höfum ekki efni á að reka spítalana, borga þingmönnum laun eða öðrum opinberum starfsmönnum. Við þurfum að taka fyrir því lán,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37 Fjármálaráðherra spyr hvar fólk hafi verið 7. maí 2020 12:08 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56
Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49
Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49
Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37