Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2020 20:00 Fjármálaráðherra allt að þrjúhundruð milljarða halla fjármagnaðan með lánum til að geta staðið undir velferðarkerfinu og launum opinberra starfsmanna. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir alvarlega stöðu efnahagsmála nú sýna að ríkissjóður hefði ekki efni á að reka velferðarkerfið og þyrfti að taka lán upp á allt að 300 milljarða til að standa undir því. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgunsagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata einkennilegt að hægt væri að grípa endalaust til aðgerða fyrir fyrirtækin en ekki tryggja mannsaæmandi laun hjáþeim sem sinntu grunnstoðum samfélagsins. „Hvar hafa menn verið sem koma hingað upp og spyrja; hvaða breyttu forsendur er ráðherrann að tala um. Ég veit ekki hvað ég get gert fólki til hjálpar sem skilur ekki hvað hefur breyst,” sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra meðal annars í svari sínu. Halldóra Mogensen segist átta sig á stöðunni í efnahagsmálum. Spurningin sé hvernig stuðningi stjórnvalda sé forgangsraðað.Vísir/Vilhelm „Ég átta mig alveg á ástandinu. Þetta snýst bara um forgangsröðun. Þetta snýst um hugmyndafræði. Þetta snýst um hvernig þú forgangsraðar verkefnum sem á að setja fjármagn í. Það á augljóslega ekki að forgangsraða því að greiða hér mannsæmandi laun fyrir þær stéttir sem við höfum bara séð undanfarið að samfélagið bókstaflega hrynur án þeirra,” sagði Halldóra. Verja þyrfti hópa sem sinntu grunnstoðum samfélagsins rétt eins og fyrirtæki landsins í aðgerðum stjórnvalda. „Háttvirtur þingmaður kemur hingað upp og segir að við sýnum því engan skilning að við þurfum að verja velferðarkerfið okkar. Í hvað heldur háttvirtur þingmaður að þessir tvö hundruð og fimmtíu, kannski 300 milljarðar í halla á ríkissjóði á þessu ári fari,“ sagði Bjarni. Hann færi í laun opinberra starfsmanna, í að styðja við almannatryggingakerfið, félagslegu kerfin, til að standa með húsaleigubótum og svo framvegis. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins segir stjórnvöld hafa gleymt þeim verst settu í aðgerðum sínum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sagði heimilin og þá verst settu skilda eftir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. En Bjarni sagði björgun tugþúsunda starfa með aðgerðum stjórnvalda vera ákveðið skólabókardæmi. „Við höfum séð það núna kristaltært hvað það þýðir að tapa þessum störfum. Það þýðir að við höfum ekki efni á almannatryggingum, ekki efni á skólakerfinu. Við höfum ekki efni á að reka spítalana, borga þingmönnum laun eða öðrum opinberum starfsmönnum. Við þurfum að taka fyrir því lán,“ sagði Bjarni Benediktsson. Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37 Fjármálaráðherra spyr hvar fólk hafi verið 7. maí 2020 12:08 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Fjármálaráðherra segir alvarlega stöðu efnahagsmála nú sýna að ríkissjóður hefði ekki efni á að reka velferðarkerfið og þyrfti að taka lán upp á allt að 300 milljarða til að standa undir því. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgunsagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata einkennilegt að hægt væri að grípa endalaust til aðgerða fyrir fyrirtækin en ekki tryggja mannsaæmandi laun hjáþeim sem sinntu grunnstoðum samfélagsins. „Hvar hafa menn verið sem koma hingað upp og spyrja; hvaða breyttu forsendur er ráðherrann að tala um. Ég veit ekki hvað ég get gert fólki til hjálpar sem skilur ekki hvað hefur breyst,” sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra meðal annars í svari sínu. Halldóra Mogensen segist átta sig á stöðunni í efnahagsmálum. Spurningin sé hvernig stuðningi stjórnvalda sé forgangsraðað.Vísir/Vilhelm „Ég átta mig alveg á ástandinu. Þetta snýst bara um forgangsröðun. Þetta snýst um hugmyndafræði. Þetta snýst um hvernig þú forgangsraðar verkefnum sem á að setja fjármagn í. Það á augljóslega ekki að forgangsraða því að greiða hér mannsæmandi laun fyrir þær stéttir sem við höfum bara séð undanfarið að samfélagið bókstaflega hrynur án þeirra,” sagði Halldóra. Verja þyrfti hópa sem sinntu grunnstoðum samfélagsins rétt eins og fyrirtæki landsins í aðgerðum stjórnvalda. „Háttvirtur þingmaður kemur hingað upp og segir að við sýnum því engan skilning að við þurfum að verja velferðarkerfið okkar. Í hvað heldur háttvirtur þingmaður að þessir tvö hundruð og fimmtíu, kannski 300 milljarðar í halla á ríkissjóði á þessu ári fari,“ sagði Bjarni. Hann færi í laun opinberra starfsmanna, í að styðja við almannatryggingakerfið, félagslegu kerfin, til að standa með húsaleigubótum og svo framvegis. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins segir stjórnvöld hafa gleymt þeim verst settu í aðgerðum sínum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sagði heimilin og þá verst settu skilda eftir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. En Bjarni sagði björgun tugþúsunda starfa með aðgerðum stjórnvalda vera ákveðið skólabókardæmi. „Við höfum séð það núna kristaltært hvað það þýðir að tapa þessum störfum. Það þýðir að við höfum ekki efni á almannatryggingum, ekki efni á skólakerfinu. Við höfum ekki efni á að reka spítalana, borga þingmönnum laun eða öðrum opinberum starfsmönnum. Við þurfum að taka fyrir því lán,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37 Fjármálaráðherra spyr hvar fólk hafi verið 7. maí 2020 12:08 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56
Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49
Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49
Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37