Lestur barna og ábyrgð foreldra Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 21. desember 2019 11:00 Eftir niðurstöðurnar úr PISA könnuninni hafa skapast umræður í samfélaginu um lestur og lesskilning barna. Það er vel. Góðar umræður eiga rétt á sér. Sitt sýnist hverjum um niðurstöðurnar eða fyrirlagningu PISA yfirleitt. Læt það liggja milli hluta hér. Höfundur skrifaði grein fyrir tæpum þremur árum um ábyrgð foreldra meðal annars á skólagöngu barna sinna. Greinin á við í dag eins og þá. Í henni vitna ég til þingmanns á danska þinginu, Anni Mattihiesen, en í greininni segir: „Anni segir ákvörðunina um að eiga barn sé foreldranna, ekki samfélagsins og uppeldið sé þeirra. Þegar ákvörðun um að eiga barn sé tekin fylgir því ábyrgð. Hún bendir á að það sé foreldranna að finna út hvernig heimilislífið gangi fyrir sig og hvernig það hangir allt saman. Forgangsröðun verkefna á að vera barni í hag og samvistir við barnið ætti að setja í forgang. Allt of mörgum börnum, í Danmörku, er plantað fyrir framan viðtæki, snjalltæki eða spjaldtölvu þegar heim er komið eftir vinnudag og dagsviðveru á leikskóla/grunnskóla.“ Sömu sögu má segja um mörg börn hér á landi. Höfundur telur að íslenskir foreldrar séu að því leyti ekki öðruvísi en þeir dönsku. Börn horfa í auknu mæli á efni frá alls konar rásum sem streymt er gegnum Internetið. Má þar nefna Netflix og Youtube. Á Youtube er efnið búið til af öðrum notendum, oft óvandað og engin ritskoðun. Hér áður fyrr var barnaefni í sjónvarpi talsett, á góðri íslensku, en nú er öldin önnur. Börnum er plantað fyrir framan Netflix til að horfa á barnaefni, með ensku tali, án þess að foreldrar geri sér far um að þýða yfir á íslensku fyrir börnin. Allir eru meðvitaðir um að börn læra af þeirri tungu sem þau heyra. Börn fara á mis við mikið, úr því þeim er plantað fyrir framan skjá, að heyra ekki íslensku. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði, segir í grein sem birtist í Kjarnanum: „Lestur er lykilinn að öllum öðrum lyklum hvað varðar nám og þekkingarleit. Lestur gefur okkur einnig möguleika á að öðlast gleði við að lesa bækur af ýmsum toga.“ Á meðan barn lærir að lesa og er læst þarf að þjálfa það. Þar liggur ábyrgð foreldra, sjá um þjálfununa. Foreldrar verða að leggja það á sig, barni til heilla. Vel læsu barni gengur betur í öðrum fögum eins og Hermundur bendir á, því þekkingarleit og öflun upplýsinga krefst góðrar lestrarkunnáttu og skilnings á því sem lesið er. Nauðsynlegt er að þjálfa barn daglega í lestri og ekki síður að ræða orðin sem það þekkir ekki. Kennarar eru allir af vilja gerðir og reyna sitt besta til að auka lesskilning nemenda en meira þarf til. Foreldrana. Þegar foreldrar lesa fyrir börnin (það eiga allir foredrar að gera), eða hlusta á barnið lesa, þarf að staldra við orð sem það skilur ekki. Barn sem rekst á orð eins rekkja, röðull, vanmáttugur, daglega, askur, ráfar, meinilla, reikar o.s.frv. þarf útskýringar á merkingu orðsins. Með útskýringum og notkun orða eykst orðaforði og skilningur. Mikilvægt er að tala mikið við börn og nota fjölbreytileika tungumálsins, það er hlutverk foreldra meðal annars. Anni segist vilja sjá meiri ábyrgð foreldra því þau velji að eiga barn, það sé ekki á vegum stjórnvalda. Að setja barn í heiminn fylgir ábyrgð. Hún segir jafnframt það hlutverk foreldra að aga barn sitt og kenna því að segja, takk, afsakið og bjóða góðan daginn. Það er líka hlutverk foreldra að kenna barni sínu heiðarleika, að ljúga ekki og stela, mæta á réttum tíma og bera virðingu fyrir öðrum. Samfélagsmiðlar taka í auknu mæli mikinn tíma frá foreldrum rétt eins og hjá börnum. Aldur þeirra sem nota samfélagsmiðla og fara reglulega á netið lækkar. Foreldrar eru fyrirmyndir og börn gera það sem fyrir þeim er haft. Hugsið ykkur um áður en þið takið tækin framyfir barnið ykkar. Umfram allt mundu, þú átt barnið og því fylgir ábyrgð segir Anni og undir það má taka. Hvert barn upplifir æskuár einu sinni og því er mikilvægt að foreldrar haldi rétt á spilunum og séu til staðar fyrir barnið.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Eftir niðurstöðurnar úr PISA könnuninni hafa skapast umræður í samfélaginu um lestur og lesskilning barna. Það er vel. Góðar umræður eiga rétt á sér. Sitt sýnist hverjum um niðurstöðurnar eða fyrirlagningu PISA yfirleitt. Læt það liggja milli hluta hér. Höfundur skrifaði grein fyrir tæpum þremur árum um ábyrgð foreldra meðal annars á skólagöngu barna sinna. Greinin á við í dag eins og þá. Í henni vitna ég til þingmanns á danska þinginu, Anni Mattihiesen, en í greininni segir: „Anni segir ákvörðunina um að eiga barn sé foreldranna, ekki samfélagsins og uppeldið sé þeirra. Þegar ákvörðun um að eiga barn sé tekin fylgir því ábyrgð. Hún bendir á að það sé foreldranna að finna út hvernig heimilislífið gangi fyrir sig og hvernig það hangir allt saman. Forgangsröðun verkefna á að vera barni í hag og samvistir við barnið ætti að setja í forgang. Allt of mörgum börnum, í Danmörku, er plantað fyrir framan viðtæki, snjalltæki eða spjaldtölvu þegar heim er komið eftir vinnudag og dagsviðveru á leikskóla/grunnskóla.“ Sömu sögu má segja um mörg börn hér á landi. Höfundur telur að íslenskir foreldrar séu að því leyti ekki öðruvísi en þeir dönsku. Börn horfa í auknu mæli á efni frá alls konar rásum sem streymt er gegnum Internetið. Má þar nefna Netflix og Youtube. Á Youtube er efnið búið til af öðrum notendum, oft óvandað og engin ritskoðun. Hér áður fyrr var barnaefni í sjónvarpi talsett, á góðri íslensku, en nú er öldin önnur. Börnum er plantað fyrir framan Netflix til að horfa á barnaefni, með ensku tali, án þess að foreldrar geri sér far um að þýða yfir á íslensku fyrir börnin. Allir eru meðvitaðir um að börn læra af þeirri tungu sem þau heyra. Börn fara á mis við mikið, úr því þeim er plantað fyrir framan skjá, að heyra ekki íslensku. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði, segir í grein sem birtist í Kjarnanum: „Lestur er lykilinn að öllum öðrum lyklum hvað varðar nám og þekkingarleit. Lestur gefur okkur einnig möguleika á að öðlast gleði við að lesa bækur af ýmsum toga.“ Á meðan barn lærir að lesa og er læst þarf að þjálfa það. Þar liggur ábyrgð foreldra, sjá um þjálfununa. Foreldrar verða að leggja það á sig, barni til heilla. Vel læsu barni gengur betur í öðrum fögum eins og Hermundur bendir á, því þekkingarleit og öflun upplýsinga krefst góðrar lestrarkunnáttu og skilnings á því sem lesið er. Nauðsynlegt er að þjálfa barn daglega í lestri og ekki síður að ræða orðin sem það þekkir ekki. Kennarar eru allir af vilja gerðir og reyna sitt besta til að auka lesskilning nemenda en meira þarf til. Foreldrana. Þegar foreldrar lesa fyrir börnin (það eiga allir foredrar að gera), eða hlusta á barnið lesa, þarf að staldra við orð sem það skilur ekki. Barn sem rekst á orð eins rekkja, röðull, vanmáttugur, daglega, askur, ráfar, meinilla, reikar o.s.frv. þarf útskýringar á merkingu orðsins. Með útskýringum og notkun orða eykst orðaforði og skilningur. Mikilvægt er að tala mikið við börn og nota fjölbreytileika tungumálsins, það er hlutverk foreldra meðal annars. Anni segist vilja sjá meiri ábyrgð foreldra því þau velji að eiga barn, það sé ekki á vegum stjórnvalda. Að setja barn í heiminn fylgir ábyrgð. Hún segir jafnframt það hlutverk foreldra að aga barn sitt og kenna því að segja, takk, afsakið og bjóða góðan daginn. Það er líka hlutverk foreldra að kenna barni sínu heiðarleika, að ljúga ekki og stela, mæta á réttum tíma og bera virðingu fyrir öðrum. Samfélagsmiðlar taka í auknu mæli mikinn tíma frá foreldrum rétt eins og hjá börnum. Aldur þeirra sem nota samfélagsmiðla og fara reglulega á netið lækkar. Foreldrar eru fyrirmyndir og börn gera það sem fyrir þeim er haft. Hugsið ykkur um áður en þið takið tækin framyfir barnið ykkar. Umfram allt mundu, þú átt barnið og því fylgir ábyrgð segir Anni og undir það má taka. Hvert barn upplifir æskuár einu sinni og því er mikilvægt að foreldrar haldi rétt á spilunum og séu til staðar fyrir barnið.Höfundur er grunnskólakennari.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun