Skotárás í kirkju í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2019 22:51 Öryggisvörður í kirkjunni er sagður vera meðal þeirra sem urðu fyrir skoti. Vísir/AP Tvö létust og einn særðist lífshættulega í skotárás í kirkju í Fort Worth í Texas-ríki í Bandaríkjunum í dag. Í frétt Guardian um málið segir að þrír einstaklingar, allt karlmenn, hafi orðið fyrir skotum, og tveir þeirra hafi látist. Sá þriðji var færður á sjúkrahús með lífshættulega áverka. Ástæður að baki skotárásinni liggja ekki fyrir, samkvæmt yfirvöldum í Fort Worth. Þá hefur New York Times eftir eldri hjónum sem urðu vitni að árásinni að einn hinna látnu sé öryggisvörður sem reyndi að bregðast við árásinni. „Hann reyndi að gera það sem þurfti til þess að vernda okkur hin,“ hefur NYT eftir Mike Tinius, sem segir öryggisvörðinn hafa verið góðan vin sinn. „Það er algerlega hræðilegt að sjá einhvern fremja ofbeldisverk,“ bætti hann við og sagðist ekki hafa þekkt til árásarmannsins né þekkja ástæðurnar að baki árásinni. Þá telja viðbragðsaðilar í Fort Worth að einn þeirra þriggja sem voru skotnir hafi verið árásarmaðurinn sjálfur. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, bað íbúa ríkisins að biðja fyrir fórnarlömbunum og aðstandendum þeirra, í tísti sem hann gaf út í kjölfar árásanna. „Tilbeiðslustaðir eiga að vera heilagir, og ég er þakklátur þeim safnaðarmeðlimum sem brugðust skjótt við og tóku árásarmanninn niður og forðuðu þannig frekara mannfalli.“ Statement on shooting at West Freeway Church of Christ in White Settlement: pic.twitter.com/Crrrvavvs6— Gov. Greg Abbott (@GovAbbott) December 29, 2019 Rúmlega tvö ár eru síðan önnur skotárás átti sér stað í kirkju í Texas, en í nóvember 2017 skaut Devin Patrick Kelley á þriðja tug kirkjugesta til bana í Sutherland Springs áður en hann framdi sjálfsvíg. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Tvö létust og einn særðist lífshættulega í skotárás í kirkju í Fort Worth í Texas-ríki í Bandaríkjunum í dag. Í frétt Guardian um málið segir að þrír einstaklingar, allt karlmenn, hafi orðið fyrir skotum, og tveir þeirra hafi látist. Sá þriðji var færður á sjúkrahús með lífshættulega áverka. Ástæður að baki skotárásinni liggja ekki fyrir, samkvæmt yfirvöldum í Fort Worth. Þá hefur New York Times eftir eldri hjónum sem urðu vitni að árásinni að einn hinna látnu sé öryggisvörður sem reyndi að bregðast við árásinni. „Hann reyndi að gera það sem þurfti til þess að vernda okkur hin,“ hefur NYT eftir Mike Tinius, sem segir öryggisvörðinn hafa verið góðan vin sinn. „Það er algerlega hræðilegt að sjá einhvern fremja ofbeldisverk,“ bætti hann við og sagðist ekki hafa þekkt til árásarmannsins né þekkja ástæðurnar að baki árásinni. Þá telja viðbragðsaðilar í Fort Worth að einn þeirra þriggja sem voru skotnir hafi verið árásarmaðurinn sjálfur. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, bað íbúa ríkisins að biðja fyrir fórnarlömbunum og aðstandendum þeirra, í tísti sem hann gaf út í kjölfar árásanna. „Tilbeiðslustaðir eiga að vera heilagir, og ég er þakklátur þeim safnaðarmeðlimum sem brugðust skjótt við og tóku árásarmanninn niður og forðuðu þannig frekara mannfalli.“ Statement on shooting at West Freeway Church of Christ in White Settlement: pic.twitter.com/Crrrvavvs6— Gov. Greg Abbott (@GovAbbott) December 29, 2019 Rúmlega tvö ár eru síðan önnur skotárás átti sér stað í kirkju í Texas, en í nóvember 2017 skaut Devin Patrick Kelley á þriðja tug kirkjugesta til bana í Sutherland Springs áður en hann framdi sjálfsvíg.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira