Isavia gerir stóran samning við breskt fyrirtæki vegna stækkunar flugvallarins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 15:19 Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís, Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, Jason Millett, rekstrarstjóri hjá Mace, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, Kristín Gestsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildar Isavia, Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs og viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, og Carl Dainter, yfirmaður flugmála hjá Mace. Isavia Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstrarstjóri hjá Mace, undirrituðu samning þess efnis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag, m.a. að viðstöddum Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Mace hefur umfangsmikla reynslu af stórframkvæmdum við flugvelli víða um heim, þar á meðal á Heathrow-flugvelli í London, Schipol-flugvelli í Amsterdam og flugvöllunum í Dublin, Manchester, Doha, Mumbai og Sydney að því er segir í tilkynningu frá Isavia. „Í ljósi mikilvægis þess að sækja hæfan samstarfsaðila í þau stóru verkefni sem framundan eru á Keflavíkurflugvelli var farið í ítarlegt og afar vandað valferli sem staðið hefur yfir í rúmt ár. Gerð var krafa um yfirgripsmikla þekkingu og reynslu bjóðenda hvað varðar sambærileg verkefni á stórum alþjóðlegum millilandaflugvöllum. Þá var gerð krafa um að bjóðendur yrðu á líftíma samningsins í samstarfi við innlendan aðila og í tilfelli Mace þá valdi félagið verkfræðistofuna Verkís til samstarfs. Á endanum stóð valið milli þriggja alþjóðlegra bjóðenda sem allir uppfylltu hæfið, en eins og fram hefur komið þá varð Mace, í samstarfi við verkfræðistofuna Verkís, fyrir valinu,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstarstjóri hjá Mace.Isavia Mace mun annast verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna komandi framkvæmda við m.a. byggingu austurálmu sem er nýr landgangur til austurs og byggingu á nýrri flugstöðvarbyggingu. Þá mun félagið einnig veita ráðgjöf við aðrar framkvæmdir Isavia á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal við tengibyggingu vegna breikkunar á landgangi milli norður- og suðurbyggingar flugstöðvarinnar. Fyrsta verkefni félagsins verður að veita ráðgjöf við tengibygginguna, en ráðgert er að framkvæmdir við hana muni hefjast á næsta ári. „Enn er talsvert í að framkvæmdir við austurálmu og nýja flugstöð geti hafist enda kalla framkvæmdir af þeirri stærðargráðu á nokkurra ára undirbúningsvinnu,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir samninginn lykilskref í átt að þeim miklu framkvæmdum sem nauðsynlegt sé að ráðast í á flugvellinum til að viðhalda og fjölga flugtengingum til og frá Íslandi „Við hjá Isavia höfum lagt í mikla vinnu við að velja öflugan samstarfsaðila til að leiða þetta mikilvæga verkefni og það hefur mikla þýðingu fyrir Isavia að fá þekkingu og reynslu Mace að borðinu,“ segir Sveinbjörn. Jason Millett, rekstrarstjóri Mace, segist himinlifandi yfir tækifæri Mace til að leiða verkefnaumsjón og verkeftirlit yfir þeim framkvæmdum sem framundan séu á Keflavíkurflugvelli. „Við fáum hér tækifæri til að vera hluti af miklu umbreytingarverkefni þar sem sú sérfræðiþekking sem við höfum aflað okkur um allan heim kemur að góðum notum við að byggja upp flugvöll, í samstarfi við Isavia, sem styður við vöxt og tækifæri fyrir gjörvallt Ísland.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstrarstjóri hjá Mace, undirrituðu samning þess efnis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag, m.a. að viðstöddum Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Mace hefur umfangsmikla reynslu af stórframkvæmdum við flugvelli víða um heim, þar á meðal á Heathrow-flugvelli í London, Schipol-flugvelli í Amsterdam og flugvöllunum í Dublin, Manchester, Doha, Mumbai og Sydney að því er segir í tilkynningu frá Isavia. „Í ljósi mikilvægis þess að sækja hæfan samstarfsaðila í þau stóru verkefni sem framundan eru á Keflavíkurflugvelli var farið í ítarlegt og afar vandað valferli sem staðið hefur yfir í rúmt ár. Gerð var krafa um yfirgripsmikla þekkingu og reynslu bjóðenda hvað varðar sambærileg verkefni á stórum alþjóðlegum millilandaflugvöllum. Þá var gerð krafa um að bjóðendur yrðu á líftíma samningsins í samstarfi við innlendan aðila og í tilfelli Mace þá valdi félagið verkfræðistofuna Verkís til samstarfs. Á endanum stóð valið milli þriggja alþjóðlegra bjóðenda sem allir uppfylltu hæfið, en eins og fram hefur komið þá varð Mace, í samstarfi við verkfræðistofuna Verkís, fyrir valinu,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstarstjóri hjá Mace.Isavia Mace mun annast verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna komandi framkvæmda við m.a. byggingu austurálmu sem er nýr landgangur til austurs og byggingu á nýrri flugstöðvarbyggingu. Þá mun félagið einnig veita ráðgjöf við aðrar framkvæmdir Isavia á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal við tengibyggingu vegna breikkunar á landgangi milli norður- og suðurbyggingar flugstöðvarinnar. Fyrsta verkefni félagsins verður að veita ráðgjöf við tengibygginguna, en ráðgert er að framkvæmdir við hana muni hefjast á næsta ári. „Enn er talsvert í að framkvæmdir við austurálmu og nýja flugstöð geti hafist enda kalla framkvæmdir af þeirri stærðargráðu á nokkurra ára undirbúningsvinnu,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir samninginn lykilskref í átt að þeim miklu framkvæmdum sem nauðsynlegt sé að ráðast í á flugvellinum til að viðhalda og fjölga flugtengingum til og frá Íslandi „Við hjá Isavia höfum lagt í mikla vinnu við að velja öflugan samstarfsaðila til að leiða þetta mikilvæga verkefni og það hefur mikla þýðingu fyrir Isavia að fá þekkingu og reynslu Mace að borðinu,“ segir Sveinbjörn. Jason Millett, rekstrarstjóri Mace, segist himinlifandi yfir tækifæri Mace til að leiða verkefnaumsjón og verkeftirlit yfir þeim framkvæmdum sem framundan séu á Keflavíkurflugvelli. „Við fáum hér tækifæri til að vera hluti af miklu umbreytingarverkefni þar sem sú sérfræðiþekking sem við höfum aflað okkur um allan heim kemur að góðum notum við að byggja upp flugvöll, í samstarfi við Isavia, sem styður við vöxt og tækifæri fyrir gjörvallt Ísland.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira