Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2019 14:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. Formaður Miðflokksins segir að með breytingunum sé verið að hverfa aftur til fortíðar og flækja skattkerfið. Fyrsti áfangi í nýju þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramót, í stað tveggja þrepa skattkerfis sem verið hefur í gildi undanfarin ár. Lægsta þrepið verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep. Skattleysismörkum verður haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að flækja skattkerfið eftir að Bjarni Benediktsson hafi tekið þátt í því í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs að einfalda það með því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. „Þessu samhliða stendur reyndar til að lækka skatt í nýja neðsta þrepinu en um leið hækka skattinn í því sem þá verður milliþrepið. Svo þessar tillögur innihalda í senn mjög jákvæðar og mjög neikvæðar breytingar. Sem þó er erfitt að slíta í sundur og fyrir vikið munu þingmenn Miðflokksins hvorki greiða atkvæði með né gegn þessum tillögum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins á Alþingi í gær. Breytingarnar á skattkerfinu voru liður í aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði síðast liðið vor eins og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kom inn á við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær. „Við í Samfylkingunni fögnum því að verkalýðshreyfingin skyldi hafa náð fram breytingum á tekjuskattskerfinu í réttlætisátt. Þess vegna styðjum við þær greinar sem snúa að þeim breytingum. Við getum hins vegar ekki stutt hversu seint þær taka að fullu gildi,“ sagði Oddný. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra undraðist að sumir flokkar leggðu ekki einu sinni fram nefndarálit í svo stór og mikilvægu máli. „Hér er einfaldlega um að ræða mjög stórt skref sem var boðað strax þegar ríkisstjórnin var sett saman til að létta undir með heimilunum í landinu. Langflestir munu sjá skatta sína lækka um 70 til 120 þúsund krónur á ári. Það eru 70 til 120 þúsund krónur á ári í vasa skattgreiðenda,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. Formaður Miðflokksins segir að með breytingunum sé verið að hverfa aftur til fortíðar og flækja skattkerfið. Fyrsti áfangi í nýju þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramót, í stað tveggja þrepa skattkerfis sem verið hefur í gildi undanfarin ár. Lægsta þrepið verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep. Skattleysismörkum verður haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að flækja skattkerfið eftir að Bjarni Benediktsson hafi tekið þátt í því í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs að einfalda það með því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. „Þessu samhliða stendur reyndar til að lækka skatt í nýja neðsta þrepinu en um leið hækka skattinn í því sem þá verður milliþrepið. Svo þessar tillögur innihalda í senn mjög jákvæðar og mjög neikvæðar breytingar. Sem þó er erfitt að slíta í sundur og fyrir vikið munu þingmenn Miðflokksins hvorki greiða atkvæði með né gegn þessum tillögum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins á Alþingi í gær. Breytingarnar á skattkerfinu voru liður í aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði síðast liðið vor eins og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kom inn á við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær. „Við í Samfylkingunni fögnum því að verkalýðshreyfingin skyldi hafa náð fram breytingum á tekjuskattskerfinu í réttlætisátt. Þess vegna styðjum við þær greinar sem snúa að þeim breytingum. Við getum hins vegar ekki stutt hversu seint þær taka að fullu gildi,“ sagði Oddný. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra undraðist að sumir flokkar leggðu ekki einu sinni fram nefndarálit í svo stór og mikilvægu máli. „Hér er einfaldlega um að ræða mjög stórt skref sem var boðað strax þegar ríkisstjórnin var sett saman til að létta undir með heimilunum í landinu. Langflestir munu sjá skatta sína lækka um 70 til 120 þúsund krónur á ári. Það eru 70 til 120 þúsund krónur á ári í vasa skattgreiðenda,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira