Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2019 12:48 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að miðað við þær tillögur sem nú er unnið útfrá gæti miðhálendisþjóðgarður orðið sá stærsti eða næststærsti í Evrópu. Vísir/vilhelm Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fékk í gær í hendur skýrslu nefndar sem vann tillögur að því hvernig mætti standa að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Nefndin var skipuð fulltrúum allra flokka á þingi og fulltrúum sveitarfélaga og ráðuneyta. „Þetta eru þá þeirra tillögur um hvernig megi standa að því, yfir hve stórt svæði hann eigi að ná, hvers konar stjórnfyrirkomulag eigi að vera og svo framvegis,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég tel þetta vera þjóðgarð á miðhálendinu, geta orðið okkar stærsta framlag til náttúruverndar fyrr og síðar á Íslandi.“ Hann muni byggja lagafrumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á tillögum nefndarinnar. Tillögurnar nýtist svo áfram í framhaldinu. Í gær var framlengdur umsagnarfrestur í samráðsgátt stjórnvalda um áform um frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð framlengdur til 9. desember. Þegar hafa borist bæði jákvæðar og neikvæðar umsagnir um áformin. Meðal þeirra sem lýsa efasemdum er sveitarfélagið Skagafjörður sem segir í umsögn sinni að með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sé verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Því kveðst ráðherra ósammála. „Ég tel svo ekki vera. Því að stjórnfyrirkomulagið sem við erum að koma upp er með þeim hætti að þar er í rauninni bæði ríki og sveitarfélög sem koma að allri stefnumótun og að auki við það líka félagasamtök, aðilar í ferðaþjónustu og frá bændum eins og þetta er lagt fram í gegnum sérstök svæðisráð sem eiga að móta stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann líti svo á að stofnun þjóðgarðs sé gott stjórntæki og slíkt skref væri ekki aðeins jákvætt í þágu náttúruverndar heldur einnig efnahagslega. „Rannsóknir hérna heima á Íslandi hafa sýnt að fyrir hverja krónu sem hið opinbera er að setja inn í þjóðgarða og friðlýst svæði séu 23 að skila sér til þjóðarbúsins til baka,“ segir Guðmundur Ingi. Miðað við fyrirliggjandi tillögur er um nokkuð stórt svæði að ræða. „Svæðið er sem að þarna er lagt til um 33% af landinu og nú þegar er reyndar helmingurinn af því innan Vatnajökulsþjóðgarðs og annarra friðlýstra svæða á hálendinu og mér skilst að þetta yrði sá stærsti í Evrópu, og ef ekki þá sá næst stærsti. Við skulum hafa þann varann á,“ segir Guðmundur Ingi. Alþingi Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fékk í gær í hendur skýrslu nefndar sem vann tillögur að því hvernig mætti standa að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Nefndin var skipuð fulltrúum allra flokka á þingi og fulltrúum sveitarfélaga og ráðuneyta. „Þetta eru þá þeirra tillögur um hvernig megi standa að því, yfir hve stórt svæði hann eigi að ná, hvers konar stjórnfyrirkomulag eigi að vera og svo framvegis,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég tel þetta vera þjóðgarð á miðhálendinu, geta orðið okkar stærsta framlag til náttúruverndar fyrr og síðar á Íslandi.“ Hann muni byggja lagafrumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á tillögum nefndarinnar. Tillögurnar nýtist svo áfram í framhaldinu. Í gær var framlengdur umsagnarfrestur í samráðsgátt stjórnvalda um áform um frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð framlengdur til 9. desember. Þegar hafa borist bæði jákvæðar og neikvæðar umsagnir um áformin. Meðal þeirra sem lýsa efasemdum er sveitarfélagið Skagafjörður sem segir í umsögn sinni að með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sé verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Því kveðst ráðherra ósammála. „Ég tel svo ekki vera. Því að stjórnfyrirkomulagið sem við erum að koma upp er með þeim hætti að þar er í rauninni bæði ríki og sveitarfélög sem koma að allri stefnumótun og að auki við það líka félagasamtök, aðilar í ferðaþjónustu og frá bændum eins og þetta er lagt fram í gegnum sérstök svæðisráð sem eiga að móta stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann líti svo á að stofnun þjóðgarðs sé gott stjórntæki og slíkt skref væri ekki aðeins jákvætt í þágu náttúruverndar heldur einnig efnahagslega. „Rannsóknir hérna heima á Íslandi hafa sýnt að fyrir hverja krónu sem hið opinbera er að setja inn í þjóðgarða og friðlýst svæði séu 23 að skila sér til þjóðarbúsins til baka,“ segir Guðmundur Ingi. Miðað við fyrirliggjandi tillögur er um nokkuð stórt svæði að ræða. „Svæðið er sem að þarna er lagt til um 33% af landinu og nú þegar er reyndar helmingurinn af því innan Vatnajökulsþjóðgarðs og annarra friðlýstra svæða á hálendinu og mér skilst að þetta yrði sá stærsti í Evrópu, og ef ekki þá sá næst stærsti. Við skulum hafa þann varann á,“ segir Guðmundur Ingi.
Alþingi Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira