Efasemdir um að lækkun bankaskatts skili sér til almennings Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2019 11:30 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki hafa séð það lækkunin hafi yfir höfuð nokkru sinni skilað sér í vasa almennings og þeirra sem þurfa á því að halda vísir/vilhelm Lækkun sérstaks bankaskatts í áföngum var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka en Viðreisnar efast stórlega um að lækkunin skili sér til viðskiptavina bankanna. Í greinargerð með frumvarpinu um lækkun bankaskattsins er vísað í stjórnarsáttmálann um áherslu á að unnið verði að frekari skilvirkni í fjármálakerfinu með það að leiðarljósi að lækka kostnað neytenda. Bankaskattur hafi verið óbreyttur í 0,376 prósentum frá árinu 2016 til 2019 á meðan framleiðsluspenna og þensla vegna eftirspurnar gengi yfir í hagkerfinu og ríkissjóður væri enn að greiða niður skuldir sem mynduðust eftir fjármálahrunið. Samkvæmt lögunum mun skatturinn lækka í fjórum jöfnum skrefum á árunum 2020–2023 niður í 0,145%. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði flokkinn leggjast gegn lækkuninni sem gerð væri til að gera bankana söluvænni. „Þetta er algerlega ótímabært. Það er líka ótímabært að fara að selja bankana í þeirri mynd sem þeir eru í dag,“ sagði Oddný við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær.Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm„Er íslenska ríkið búið að fá endurgreitt það sem það lagði út vegna hrunsins með vöxtum og áhættuálagi. Hafa Íslendingar fengið til baka það sem þeir þurftu að leggja út vegna falls bankanna. Þessu hefur ríkisstjórnin ekki getað svarað,“ sagði Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var hins vegar mjög sáttur við lækkun bankaskattsins, þótt hann gerði athugasemdir við að lækkunin tæki ekki að fullu gildi strax. „En þetta er gott mál. Enda er löngu búið að sýna fram á það meðal annars í ágætri skýrslu sem unnin var fyrir ríkisstjórnina og hæstvirtan fjármálaráðherra að þetta er skattur sem greiddur er af viðskiptavinum bankanna. Skilar sér í hærri þjónustugjöldum, hærra vaxtastigi en ella,“ sagði Þorsteinn. „Ég hef hingað til ekki getað séð það að þótt hér sé eitthvað lækkað að það hafi yfir höfuð nokkru sinni skilað sér í vasa almennings og þeirra sem þurfa á því að halda. Það situr eftir hjá þeim sem hafa fengið það til sín. Punktur og basta,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var hins vegar á öndverðum meiði við hana. „Í grunninn snýst þetta mál um það að búa hér til gjalda- og skattaumhverfi fyrir íslenskt fjármálakerfi sem er ekki lakara en það sem er í öðrum löndum. Að við aukum samkeppnishæfni fjármálakerfisins hér á Íslandi gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum,“ sagði Óli Björn Kárason. Alþingi Íslenskir bankar Skattar og tollar Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Lækkun sérstaks bankaskatts í áföngum var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka en Viðreisnar efast stórlega um að lækkunin skili sér til viðskiptavina bankanna. Í greinargerð með frumvarpinu um lækkun bankaskattsins er vísað í stjórnarsáttmálann um áherslu á að unnið verði að frekari skilvirkni í fjármálakerfinu með það að leiðarljósi að lækka kostnað neytenda. Bankaskattur hafi verið óbreyttur í 0,376 prósentum frá árinu 2016 til 2019 á meðan framleiðsluspenna og þensla vegna eftirspurnar gengi yfir í hagkerfinu og ríkissjóður væri enn að greiða niður skuldir sem mynduðust eftir fjármálahrunið. Samkvæmt lögunum mun skatturinn lækka í fjórum jöfnum skrefum á árunum 2020–2023 niður í 0,145%. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði flokkinn leggjast gegn lækkuninni sem gerð væri til að gera bankana söluvænni. „Þetta er algerlega ótímabært. Það er líka ótímabært að fara að selja bankana í þeirri mynd sem þeir eru í dag,“ sagði Oddný við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær.Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm„Er íslenska ríkið búið að fá endurgreitt það sem það lagði út vegna hrunsins með vöxtum og áhættuálagi. Hafa Íslendingar fengið til baka það sem þeir þurftu að leggja út vegna falls bankanna. Þessu hefur ríkisstjórnin ekki getað svarað,“ sagði Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var hins vegar mjög sáttur við lækkun bankaskattsins, þótt hann gerði athugasemdir við að lækkunin tæki ekki að fullu gildi strax. „En þetta er gott mál. Enda er löngu búið að sýna fram á það meðal annars í ágætri skýrslu sem unnin var fyrir ríkisstjórnina og hæstvirtan fjármálaráðherra að þetta er skattur sem greiddur er af viðskiptavinum bankanna. Skilar sér í hærri þjónustugjöldum, hærra vaxtastigi en ella,“ sagði Þorsteinn. „Ég hef hingað til ekki getað séð það að þótt hér sé eitthvað lækkað að það hafi yfir höfuð nokkru sinni skilað sér í vasa almennings og þeirra sem þurfa á því að halda. Það situr eftir hjá þeim sem hafa fengið það til sín. Punktur og basta,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var hins vegar á öndverðum meiði við hana. „Í grunninn snýst þetta mál um það að búa hér til gjalda- og skattaumhverfi fyrir íslenskt fjármálakerfi sem er ekki lakara en það sem er í öðrum löndum. Að við aukum samkeppnishæfni fjármálakerfisins hér á Íslandi gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum,“ sagði Óli Björn Kárason.
Alþingi Íslenskir bankar Skattar og tollar Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent