Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. desember 2019 06:25 Skjáskot af forsíðu Fréttablaðsins í dag. Ritstjórinn skrifar fréttina en annars eru síður blaðsins auðar. Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Í forsíðufréttinni rekur ritstjórinn þá ákvörðun stjórnenda að blaðið komi út með þeim hætti sem það gerir í dag: „Það er fullt starf fjölda starfsmanna á ritstjórn að skila efni í hvert tölublað og því var ekki mögulegt annað en að blað dagsins bæri merki þessara aðgerða. Fréttablaðið hefur skyldur við lesendur og auglýsendur og því var tvennt sem lagt var til grundvallar þeirri ákvörðun að blaðið yrði gefið út við þessar aðstæður. Annars vegar að virða rétt blaðamanna til vinnustöðvunar. Því eru ekki fréttir í þessu tölublaði, en birt er annað ritstjórnarefni, sem tilbúið var áður en verkfall brast á. Hins vegar að auglýsendur geti reitt sig á auglýsingamátt blaðsins og ekki kæmi rof í nærri tuttugu ára útgáfusögu þess. Eins og kunnugt er berst Fréttablaðið lesendum sínum þeim að kostnaðarlausu og eru auglýsingar eina tekjulind þess,“ segir í fréttinni.Aðgerðirnar virðast hafa haft minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem síður þess fyrrnefnda eru ekki auðar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann hefði ekki heyrt af neinum vandræðum með verkfallið. Staðan yrði tekin á morgun þegar blöðin kæmu út. Fyrri þrjár vinnustöðvanir BÍ tóku til ljósmyndara, myndatökumanna og þeirra blaðamanna sem starfa á netmiðlum. Þær aðgerðir gengu ekki hnökralaust fyrir sig en BÍ stefndi Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifuðu fréttir á mbl.is á meðan á verkfallsaðgerðum netblaðamanna stóð. Þær aðgerðir voru fordæmdar af blaðamönnum mbl.is sem höfðu lagt niður störf. Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum BÍ við SA þrátt fyrir verkfallsaðgerðirnar og það að blaðamenn felldu nýjan kjarasamning við SA í síðustu viku með rúmlega 70% greiddra atkvæða.Blaðamenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Tólf tíma verkfall á prentmiðlum hafið Núna klukkan 10 hófst tólf tíma verkfall blaðamanna á prentmiðlum, það er Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. 5. desember 2019 10:24 Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. 5. desember 2019 13:17 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Í forsíðufréttinni rekur ritstjórinn þá ákvörðun stjórnenda að blaðið komi út með þeim hætti sem það gerir í dag: „Það er fullt starf fjölda starfsmanna á ritstjórn að skila efni í hvert tölublað og því var ekki mögulegt annað en að blað dagsins bæri merki þessara aðgerða. Fréttablaðið hefur skyldur við lesendur og auglýsendur og því var tvennt sem lagt var til grundvallar þeirri ákvörðun að blaðið yrði gefið út við þessar aðstæður. Annars vegar að virða rétt blaðamanna til vinnustöðvunar. Því eru ekki fréttir í þessu tölublaði, en birt er annað ritstjórnarefni, sem tilbúið var áður en verkfall brast á. Hins vegar að auglýsendur geti reitt sig á auglýsingamátt blaðsins og ekki kæmi rof í nærri tuttugu ára útgáfusögu þess. Eins og kunnugt er berst Fréttablaðið lesendum sínum þeim að kostnaðarlausu og eru auglýsingar eina tekjulind þess,“ segir í fréttinni.Aðgerðirnar virðast hafa haft minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem síður þess fyrrnefnda eru ekki auðar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann hefði ekki heyrt af neinum vandræðum með verkfallið. Staðan yrði tekin á morgun þegar blöðin kæmu út. Fyrri þrjár vinnustöðvanir BÍ tóku til ljósmyndara, myndatökumanna og þeirra blaðamanna sem starfa á netmiðlum. Þær aðgerðir gengu ekki hnökralaust fyrir sig en BÍ stefndi Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifuðu fréttir á mbl.is á meðan á verkfallsaðgerðum netblaðamanna stóð. Þær aðgerðir voru fordæmdar af blaðamönnum mbl.is sem höfðu lagt niður störf. Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum BÍ við SA þrátt fyrir verkfallsaðgerðirnar og það að blaðamenn felldu nýjan kjarasamning við SA í síðustu viku með rúmlega 70% greiddra atkvæða.Blaðamenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Tólf tíma verkfall á prentmiðlum hafið Núna klukkan 10 hófst tólf tíma verkfall blaðamanna á prentmiðlum, það er Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. 5. desember 2019 10:24 Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. 5. desember 2019 13:17 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Tólf tíma verkfall á prentmiðlum hafið Núna klukkan 10 hófst tólf tíma verkfall blaðamanna á prentmiðlum, það er Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. 5. desember 2019 10:24
Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. 5. desember 2019 13:17
Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39