Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 06:28 Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í liðinni viku. Vísir/Sigurjón Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar „endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja.“ Hann undrast gagnrýnina sem innri rannsókn Samherja hefur hlotið, en Wikborg Rein heyrir beint undir stjórn fyrirtækisins. Í aðdraganda umfjöllunarinnar um Samherjaskjölin í liðinni viku sendi Samherji frá sér yfirlýsingu þar sem þess var getið að norska lögmannsstofan hafi verið fengin til að kanna framferði fyrirtækisins í Namibíu. Ætlunin væri að varpa ljósi á það hvort einhver fótur væri fyrir þeirri mynd sem dregin var upp í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar; af mútugreiðslum, flókinni fléttu aflandsfélaga o.s.frv. Útspil Samherja sætti samstundis gagnrýni, til að mynda frá lögmanninum Evu Joly sem ver hagsmuni uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar. Hún telur slíka innri rannsókn með öllu óþarfa, Samherjamenn viti mætavel hvernig í pottinn var búið í Namibíu.Rannsakandi fékk skattaskjólspósta Þar að auki hafi fyrri rannsóknir Samherja ekki þótt trúverðugar. Samherjaskjölin bendi til að fyrrverandi ransóknarlögreglumaður sem fyrirtækið sendi til Namibíu, að sögn Samherja til að rannsaka starfshætti uppljóstrarans, hafi sjálfur setið fundi með meintum mútuþegum og fengið afrit af tölvupóstum um greiðslur í skattaskjól. Forstjórinn Björgólfur segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að sér þyki hins vegar furðulegt að stjórn Samherja sé gagnrýnd fyrir að fá lögmannsstofu til að rannsaka meint lögbrot Samherja í Afríku. Sem fyrr segir lýtur gagnrýnin ekki síst að því að Samherji sé bæði verkkaupi og til rannsóknar hjá Wikborg Rein. Björgólfur segir hins vegar að ráðningarsamband lögmannsstofunnar og Samherja sé það sama og þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. Traustið sé ofar öllu. „Það eru aðilar sem gefa sig út fyrir trúverðugleika. Ef trúverðugleikinn bregst hafi fyrirtækin enga viðskiptavini,“ segir Björgólfur við Viðskiptablaðið. Mál Samherja eru þó til skoðunar hjá öðrum en Wikborg Rein, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Í viðtalinu við Viðskiptablaðið ítrekar Björgólfur það sem hann hefur áður sagt; að Samherji sé tilbúinn til samstarfs með öllum þeim opinberu stofnunum sem fara þess á leit. „Við viljum ekki að draga neitt undan í því. Við munum starfa með öllum þeim yfirvöldum sem þess óska og þau munu fá aðgang að gögnum eins og þau telja sig þurfa.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar „endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja.“ Hann undrast gagnrýnina sem innri rannsókn Samherja hefur hlotið, en Wikborg Rein heyrir beint undir stjórn fyrirtækisins. Í aðdraganda umfjöllunarinnar um Samherjaskjölin í liðinni viku sendi Samherji frá sér yfirlýsingu þar sem þess var getið að norska lögmannsstofan hafi verið fengin til að kanna framferði fyrirtækisins í Namibíu. Ætlunin væri að varpa ljósi á það hvort einhver fótur væri fyrir þeirri mynd sem dregin var upp í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar; af mútugreiðslum, flókinni fléttu aflandsfélaga o.s.frv. Útspil Samherja sætti samstundis gagnrýni, til að mynda frá lögmanninum Evu Joly sem ver hagsmuni uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar. Hún telur slíka innri rannsókn með öllu óþarfa, Samherjamenn viti mætavel hvernig í pottinn var búið í Namibíu.Rannsakandi fékk skattaskjólspósta Þar að auki hafi fyrri rannsóknir Samherja ekki þótt trúverðugar. Samherjaskjölin bendi til að fyrrverandi ransóknarlögreglumaður sem fyrirtækið sendi til Namibíu, að sögn Samherja til að rannsaka starfshætti uppljóstrarans, hafi sjálfur setið fundi með meintum mútuþegum og fengið afrit af tölvupóstum um greiðslur í skattaskjól. Forstjórinn Björgólfur segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að sér þyki hins vegar furðulegt að stjórn Samherja sé gagnrýnd fyrir að fá lögmannsstofu til að rannsaka meint lögbrot Samherja í Afríku. Sem fyrr segir lýtur gagnrýnin ekki síst að því að Samherji sé bæði verkkaupi og til rannsóknar hjá Wikborg Rein. Björgólfur segir hins vegar að ráðningarsamband lögmannsstofunnar og Samherja sé það sama og þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. Traustið sé ofar öllu. „Það eru aðilar sem gefa sig út fyrir trúverðugleika. Ef trúverðugleikinn bregst hafi fyrirtækin enga viðskiptavini,“ segir Björgólfur við Viðskiptablaðið. Mál Samherja eru þó til skoðunar hjá öðrum en Wikborg Rein, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Í viðtalinu við Viðskiptablaðið ítrekar Björgólfur það sem hann hefur áður sagt; að Samherji sé tilbúinn til samstarfs með öllum þeim opinberu stofnunum sem fara þess á leit. „Við viljum ekki að draga neitt undan í því. Við munum starfa með öllum þeim yfirvöldum sem þess óska og þau munu fá aðgang að gögnum eins og þau telja sig þurfa.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00 Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00
Kristján Þór tjóðraður við siglutré skips í stórsjó Katrín og Bjarni slá skjaldborg um sinn sjávarútvegsráðherra. 20. nóvember 2019 14:00
Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. 19. nóvember 2019 07:33