Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2019 23:30 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins og öldungardeildarþingmenn Repúblikana eru sagðir vera sammála um það að verði Donald Trump, forseti Bandaríkjana, formlega ákærður fyrir embættisbrot sé æskilegt að réttarhöldunum sem því fylgja verði leyft fram að ganga. Þetta kemur fram á vef Politico sem vísar í heimildarmenn sem voru viðstaddir eða hafa þekkingu á því sem rætt var um á fundi embættismanna Hvíta hússins og hóps öldungardeildarþingmanna Repúblikana sem haldinn var í morgun. Þar var rætt um hvernig best væri að tækla þá stöðu sem kæmi upp, verði Trump ákærður. Pap Cipollone og Kellyanne Conway, ráðgjafar forsetans voru viðstaddir fundinn ásamt Jared Kushner, tengdasyni forsetans.Ekki með atkvæði til að vísa málinu frá um leið Tveir af þeim sem voru viðstaddir fundinn sögðu við Politico að komi til þess að Trump verði ákærður fyrir embættisbrot sé það vilji Hvíta hússins að samflokksmenn forsetans í öldungadeildinni stöðvi ekki réttarhöldin, heldur fái málsaðilar tækifæri til þess að flytja mál sín. Þannig sé hægt að halda uppi vörnum fyrir forsetann. Þá kemur fram að Hvíta húsið vilji einnig virða hið formlega ferli.Sjá einnig:Allt sem þú þarft að vita um hið formlega ákæruferli. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna er hið formlega ákæruferli nokkuð skýrt, líkt og Vísir hefur áður farið yfir. Ákveði fulltrúadeild Bandaríkjaþings að ákæra forsetans fer málið til öldungadeildarinnar þar sem réttarhöld fara fram. Forseti Hæstaréttar Bandaríkjana hefur umsjón með réttarhöldunum.Hópur fulltrúadeildarþingmanna er valinn til að skipa hlutverk saksóknara, forsetinn velur sér verjendur og þingmenn Öldungadeildarinnar mynda kviðdóm. Ef tveir af hverjum þremur öldungadeildarþingmönnum greiðir atkvæði með sakfellingu er forsetinn fjarlægður úr embætti, og varaforsetinn tekur við.Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni og hefur því verið velt upp að þar muni repúblikanar einfaldlega nýta meirihluta sinn til að koma í veg fyrir að þau dragist á langinn með því að vísa málinu frá sem fyrst. Í frétt Politico kemur fram að öldungardeildarþingmenn repúblikana telji að ekki sé stuðningur á meðal þeirra við því að fara þá leið, og hefur Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans, meðal annars talað gegn því að málinu yrði vísað frá við fyrsta tækifæri, kæmi það til öldungadeildarinnar. Rannsókn fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Trump hefur haldið áfram af miklum hraða í vikunni. Hafa óveðursskýin hrannast upp fyrir forsetann eftir því sem fleiri vitni hafa komið og borið vitni um hvort Trump hafi farið fram á það að forseti Úkraíunu setti af stað rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump, í skiptum fyrir aðgang að Hvíta húsinu. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í nótt. 21. nóvember 2019 09:57 Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann. 20. nóvember 2019 21:15 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Háttsettir embættismenn innan Hvíta hússins og öldungardeildarþingmenn Repúblikana eru sagðir vera sammála um það að verði Donald Trump, forseti Bandaríkjana, formlega ákærður fyrir embættisbrot sé æskilegt að réttarhöldunum sem því fylgja verði leyft fram að ganga. Þetta kemur fram á vef Politico sem vísar í heimildarmenn sem voru viðstaddir eða hafa þekkingu á því sem rætt var um á fundi embættismanna Hvíta hússins og hóps öldungardeildarþingmanna Repúblikana sem haldinn var í morgun. Þar var rætt um hvernig best væri að tækla þá stöðu sem kæmi upp, verði Trump ákærður. Pap Cipollone og Kellyanne Conway, ráðgjafar forsetans voru viðstaddir fundinn ásamt Jared Kushner, tengdasyni forsetans.Ekki með atkvæði til að vísa málinu frá um leið Tveir af þeim sem voru viðstaddir fundinn sögðu við Politico að komi til þess að Trump verði ákærður fyrir embættisbrot sé það vilji Hvíta hússins að samflokksmenn forsetans í öldungadeildinni stöðvi ekki réttarhöldin, heldur fái málsaðilar tækifæri til þess að flytja mál sín. Þannig sé hægt að halda uppi vörnum fyrir forsetann. Þá kemur fram að Hvíta húsið vilji einnig virða hið formlega ferli.Sjá einnig:Allt sem þú þarft að vita um hið formlega ákæruferli. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna er hið formlega ákæruferli nokkuð skýrt, líkt og Vísir hefur áður farið yfir. Ákveði fulltrúadeild Bandaríkjaþings að ákæra forsetans fer málið til öldungadeildarinnar þar sem réttarhöld fara fram. Forseti Hæstaréttar Bandaríkjana hefur umsjón með réttarhöldunum.Hópur fulltrúadeildarþingmanna er valinn til að skipa hlutverk saksóknara, forsetinn velur sér verjendur og þingmenn Öldungadeildarinnar mynda kviðdóm. Ef tveir af hverjum þremur öldungadeildarþingmönnum greiðir atkvæði með sakfellingu er forsetinn fjarlægður úr embætti, og varaforsetinn tekur við.Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni og hefur því verið velt upp að þar muni repúblikanar einfaldlega nýta meirihluta sinn til að koma í veg fyrir að þau dragist á langinn með því að vísa málinu frá sem fyrst. Í frétt Politico kemur fram að öldungardeildarþingmenn repúblikana telji að ekki sé stuðningur á meðal þeirra við því að fara þá leið, og hefur Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans, meðal annars talað gegn því að málinu yrði vísað frá við fyrsta tækifæri, kæmi það til öldungadeildarinnar. Rannsókn fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Trump hefur haldið áfram af miklum hraða í vikunni. Hafa óveðursskýin hrannast upp fyrir forsetann eftir því sem fleiri vitni hafa komið og borið vitni um hvort Trump hafi farið fram á það að forseti Úkraíunu setti af stað rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump, í skiptum fyrir aðgang að Hvíta húsinu.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í nótt. 21. nóvember 2019 09:57 Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann. 20. nóvember 2019 21:15 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Sagði Trump líklega spilltasta forseta sögunnar Alls tóku tíu sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra Demókrata þátt í kappræðum í Atlanta í nótt. 21. nóvember 2019 09:57
Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14
Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59
Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann. 20. nóvember 2019 21:15
Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30