Erlendir ferðamenn sleppa oftast við hraðasektargreiðslur meðan Íslendingar greiða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 15:00 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda. Vísir/Baldur Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. Langflestir bílstjórar bílaleigubíla sem aka of hratt framhjá hraðamyndavélum hér á landi þurfa ekki að greiða sekt samkvæmt úttekt ríkislögreglustjóra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir afar mikilvægt að þessu verði breytt. „Í um 95% tilvika þegar bílaleigubílar fara framhjá hraðamyndavél þá er ekki borguð sekt. Samkvæmt svona varlegri áætlun lögreglunnar þá eru glatast um 250 milljónir á ári í sektrargreiðslur. Hins vegar greiða um 99 prósent íslenskra ríkisborgara sínar sektir,“ segir Runólfur. Hann segir jafnframt að þetta geti haft áhrif á öryggi vegfarenda. „Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá aka erlendir ökumenn oft mjög hratt framhjá myndavélunum og það segir sína sögu að ef 95% af þessum kröfum innheimtast ekki að þá fer forvarnargildi hraðamyndavélanna fyrir fyrir lítið þannig að það er verið að ógna öryggi annarra vegfarenda um leið og viðkomandi fer af landi brott án þess að borga krónu. Það er í raun hróplegt óréttlæti að þessu sé svona farið,“ segir Runólfur. Í frumvarpi að nýjum umferðarlögum var upphaflega gert ráð fyrir að ef bílstjóri bílaleigubíls fengi sekt myndaðist krafa á eiganda ökutækis. Þannig gætu bílaleigur rukkað bílstjórann um leið og hann skilaði bílnum að sögn Runólfs. „Bílaleigurnar og Samtök atvinnulífsins börðust gegn þessu af hörku þannig að þetta var tekið út áður en frumvarpið var samþykkt,“ segir hann. Hann segir eðlilegt að ákvæði um þetta fari í ný umferðarlög. Það þurfi ekki að vera flókið. „Þegar bílnum er skilað til bílaleigunnar er komin innheimtukrafa á samninginn þannig að þá er einfalt að ganga frá því strax,“ segir Runólfur að lokum. Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. Langflestir bílstjórar bílaleigubíla sem aka of hratt framhjá hraðamyndavélum hér á landi þurfa ekki að greiða sekt samkvæmt úttekt ríkislögreglustjóra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir afar mikilvægt að þessu verði breytt. „Í um 95% tilvika þegar bílaleigubílar fara framhjá hraðamyndavél þá er ekki borguð sekt. Samkvæmt svona varlegri áætlun lögreglunnar þá eru glatast um 250 milljónir á ári í sektrargreiðslur. Hins vegar greiða um 99 prósent íslenskra ríkisborgara sínar sektir,“ segir Runólfur. Hann segir jafnframt að þetta geti haft áhrif á öryggi vegfarenda. „Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá aka erlendir ökumenn oft mjög hratt framhjá myndavélunum og það segir sína sögu að ef 95% af þessum kröfum innheimtast ekki að þá fer forvarnargildi hraðamyndavélanna fyrir fyrir lítið þannig að það er verið að ógna öryggi annarra vegfarenda um leið og viðkomandi fer af landi brott án þess að borga krónu. Það er í raun hróplegt óréttlæti að þessu sé svona farið,“ segir Runólfur. Í frumvarpi að nýjum umferðarlögum var upphaflega gert ráð fyrir að ef bílstjóri bílaleigubíls fengi sekt myndaðist krafa á eiganda ökutækis. Þannig gætu bílaleigur rukkað bílstjórann um leið og hann skilaði bílnum að sögn Runólfs. „Bílaleigurnar og Samtök atvinnulífsins börðust gegn þessu af hörku þannig að þetta var tekið út áður en frumvarpið var samþykkt,“ segir hann. Hann segir eðlilegt að ákvæði um þetta fari í ný umferðarlög. Það þurfi ekki að vera flókið. „Þegar bílnum er skilað til bílaleigunnar er komin innheimtukrafa á samninginn þannig að þá er einfalt að ganga frá því strax,“ segir Runólfur að lokum.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira