Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 08:09 Julian Assange. Vísir/getty Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. Í bréfi læknanna segir að Assange sé svo heilsuveill að þeir óttist að hann gæti látið lífið í fangelsinu. Guardian greinir frá. Assange hefur verið í fangelsinu síðan hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann er m.a. ákærður fyrir fjölda brota í Bandaríkjunum, sem hafa lagt fram framsalsbeiðni á hendur honum, og þar gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi. Sjá einnig: Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Tugir lækna hafa nú sent Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, bréf þar sem mælst er til þess að Assange verði færður úr Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum og á háskólasjúkrahús í borginni. Læknarnir byggja mat sitt á „átakanlegum vitnisburði“ þeirra sem sáu Assange þegar hann var leiddur fyrir dómara í október síðastliðnum, svo og á skýrslu Nils Melzer, sérstaks skýrslugerðarmanns Sameinuðu þjóðanna um pyntingar. Guardian hefur eftir Melzer að skeytingarleysið og ofbeldið sem Assange sé beittur í fangelsinu gæti kostað hann lífið, fyrr en síðar. „Við ritum þetta opna bréf, sem læknar, til að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum okkar af líkamlegri og andlegri heilsu Julians Assange,“ segir í bréfi læknanna. „Komi ekki til þess að ráðist verði í bráðnauðsynlega meðferð og mat [á heilsu Assange], höfum við raunverulegar áhyggjur af því, byggðar á sönnunargögnum sem nú eru tiltæk, að herra Assange gæti dáið í fangelsi. […] Við höfum engan tíma að missa.“ Kristinn Hrafnsson gagnrýndi aðbúnað Assange í fangelsinu í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Læknarnir sem skrifa undir bréfið eru frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Svíþjóð, Ítalíu, Þýskalandi, Srí Lanka og Póllandi. Í frétt Guardian segir að Assange hafi virst veikburða þegar hann var leiddur fyrir dómara í síðasta mánuði. Þá hafi hann einnig virst ringlaður í hvert skipti sem hann var beðinn um að tala. Hann hafi átt í erfiðleikum með að muna afmælisdag sinn og tjáði dómaranum í lok réttarhaldanna að hann hefði ekki skilið það sem þar hefði farið fram. Saksóknarar í Svíþjóð lögðu í síðustu viku niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sagði í kjölfarið að málið væri réttarsfarslegur skandall en minnti um leið á það sem hann kallaði „stóra málið“, áðurnefnda ákæru ríkisstjórnar Donalds Trumps sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda,“ sagði Kristinn. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 14:14 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. Í bréfi læknanna segir að Assange sé svo heilsuveill að þeir óttist að hann gæti látið lífið í fangelsinu. Guardian greinir frá. Assange hefur verið í fangelsinu síðan hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann er m.a. ákærður fyrir fjölda brota í Bandaríkjunum, sem hafa lagt fram framsalsbeiðni á hendur honum, og þar gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi. Sjá einnig: Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Tugir lækna hafa nú sent Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, bréf þar sem mælst er til þess að Assange verði færður úr Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum og á háskólasjúkrahús í borginni. Læknarnir byggja mat sitt á „átakanlegum vitnisburði“ þeirra sem sáu Assange þegar hann var leiddur fyrir dómara í október síðastliðnum, svo og á skýrslu Nils Melzer, sérstaks skýrslugerðarmanns Sameinuðu þjóðanna um pyntingar. Guardian hefur eftir Melzer að skeytingarleysið og ofbeldið sem Assange sé beittur í fangelsinu gæti kostað hann lífið, fyrr en síðar. „Við ritum þetta opna bréf, sem læknar, til að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum okkar af líkamlegri og andlegri heilsu Julians Assange,“ segir í bréfi læknanna. „Komi ekki til þess að ráðist verði í bráðnauðsynlega meðferð og mat [á heilsu Assange], höfum við raunverulegar áhyggjur af því, byggðar á sönnunargögnum sem nú eru tiltæk, að herra Assange gæti dáið í fangelsi. […] Við höfum engan tíma að missa.“ Kristinn Hrafnsson gagnrýndi aðbúnað Assange í fangelsinu í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Læknarnir sem skrifa undir bréfið eru frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Svíþjóð, Ítalíu, Þýskalandi, Srí Lanka og Póllandi. Í frétt Guardian segir að Assange hafi virst veikburða þegar hann var leiddur fyrir dómara í síðasta mánuði. Þá hafi hann einnig virst ringlaður í hvert skipti sem hann var beðinn um að tala. Hann hafi átt í erfiðleikum með að muna afmælisdag sinn og tjáði dómaranum í lok réttarhaldanna að hann hefði ekki skilið það sem þar hefði farið fram. Saksóknarar í Svíþjóð lögðu í síðustu viku niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sagði í kjölfarið að málið væri réttarsfarslegur skandall en minnti um leið á það sem hann kallaði „stóra málið“, áðurnefnda ákæru ríkisstjórnar Donalds Trumps sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda,“ sagði Kristinn.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 14:14 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20
Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 14:14
„Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30