Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 19:45 Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir/Baldur Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. Á það reynir fyrst og fremst þegar um er að ræða sérstakar og afmarkaðar ákvarðanir sem varða einn eða fáa. Þetta segir Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Hann var einn þeirra sérfræðinga sem kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla almennt um þær hæfisreglur sem gilda um ráðherra. Það er, hvenær hagsmunaárekstrar geta leitt til þess að ráðherra þurfi að víkja sæti við meðferð einstakra mála.Sjá einnig: Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér „Við gerðum almenna grein fyrir þeim lagareglum sem gilda um ráðherra og hæfi en tókum ekki neina umfjöllun um Samherjamálið eða hagsmunatengsl sem því tengjast,“ segir Trausti Fannar. En hvaða reglur eru það sem gilda? „Þegar kemur að meðferð einstakra mála, ákvarðana sem hafa áhrif með sérstökum hætti fyrir einstök fyrirtæki eða einstaklinga þá þarf ráðherra, þá myndi hann eins og aðrir í stjórnsýslunni, þurfa að skoða hvort hann hefði einhver hagsmunatengsl í því máli þannig að hann þyrfti að víkja,“ segir Trausti Fannar. Fyrst og fremst reyni á þetta þegar taka á sérstakar afmarkaðar ákvarðanir sem að hafa áhrif á hagsmuni eins eða fárra aðila umfram aðra. „Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi,“ segir Trausti Fannar. „En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem að upp kæmi þá.“Sjá einnig: Hyggst vinna sína vinnu áfram Sjálfur hafi hann ekki lagt sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs í tilfelli Samherjamálsins, enda hafi hæfisreglurnar verið til umfjöllunar á almennum nótum á fundi nefndarinnar. „Þó að undir lægju auðvitað ýmsar spurningar sem að vörðuðu stöðu sjávarútvegsráðherrans og í því samhengi fór umræðan út í það hvort ráðherrann gæti sett almennar reglur sem að vörðuðu sjávarútveg þar sem að fyrirtæki eins og Samherji hefði svona sterka stöðu. Það getur reynt á að slíkt þurfi að skoða en augljóslega fórum við sem sérfræðingar um lagareglur án þess að hafa skoðað þetta mál sérstaklega ekki neitt út í það,“ segir Trausti Fannar. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. Á það reynir fyrst og fremst þegar um er að ræða sérstakar og afmarkaðar ákvarðanir sem varða einn eða fáa. Þetta segir Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands. Hann var einn þeirra sérfræðinga sem kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun til að fjalla almennt um þær hæfisreglur sem gilda um ráðherra. Það er, hvenær hagsmunaárekstrar geta leitt til þess að ráðherra þurfi að víkja sæti við meðferð einstakra mála.Sjá einnig: Enn á þeirri skoðun að Kristján Þór eigi að segja af sér „Við gerðum almenna grein fyrir þeim lagareglum sem gilda um ráðherra og hæfi en tókum ekki neina umfjöllun um Samherjamálið eða hagsmunatengsl sem því tengjast,“ segir Trausti Fannar. En hvaða reglur eru það sem gilda? „Þegar kemur að meðferð einstakra mála, ákvarðana sem hafa áhrif með sérstökum hætti fyrir einstök fyrirtæki eða einstaklinga þá þarf ráðherra, þá myndi hann eins og aðrir í stjórnsýslunni, þurfa að skoða hvort hann hefði einhver hagsmunatengsl í því máli þannig að hann þyrfti að víkja,“ segir Trausti Fannar. Fyrst og fremst reyni á þetta þegar taka á sérstakar afmarkaðar ákvarðanir sem að hafa áhrif á hagsmuni eins eða fárra aðila umfram aðra. „Þannig veldur aðkoma að almennum ráðstöfunum, útgáfu reglugerða og þvíumlíkra þátta, almennt ekki vanhæfi,“ segir Trausti Fannar. „En sérstök hagsmunatengsl sem getur reynt á í einstökum afmörkuðum málum, þær sérstöku stjórnvaldsákvarðanir geta reynt á hæfisreglur en svo hvaða hagsmunaárekstrar það eru sem valda því að maður þarf að víkja, það er næsta spurning sem að upp kæmi þá.“Sjá einnig: Hyggst vinna sína vinnu áfram Sjálfur hafi hann ekki lagt sérstakt mat á hæfi Kristjáns Þórs í tilfelli Samherjamálsins, enda hafi hæfisreglurnar verið til umfjöllunar á almennum nótum á fundi nefndarinnar. „Þó að undir lægju auðvitað ýmsar spurningar sem að vörðuðu stöðu sjávarútvegsráðherrans og í því samhengi fór umræðan út í það hvort ráðherrann gæti sett almennar reglur sem að vörðuðu sjávarútveg þar sem að fyrirtæki eins og Samherji hefði svona sterka stöðu. Það getur reynt á að slíkt þurfi að skoða en augljóslega fórum við sem sérfræðingar um lagareglur án þess að hafa skoðað þetta mál sérstaklega ekki neitt út í það,“ segir Trausti Fannar.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira