Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2019 21:30 Stuðningsmenn forsætisráðherrans með skilti sem á stendur: "Þú munt aldrei ganga einn.“ Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. Í síðustu viku greindi ríkissaksóknari Ísrael að Netanjahú yrði ákærður fyrir spillingu en forsætisráðherrann er til dæmis sakaður um mútur, mútuþægni og svik en um þrjú mismunandi málaferli er að ræða. Í kjölfar tilkynningarinnar samþykkti Netanjahú áskorun andstæðinga sinna innan Líkúdflokksins og boðaði til formannskosninga. Gideon Sa‘ar var þar fremstur í flokki en hann hefur lengi óskað eftir því að nýr formaður verði kjörinn innan stjórnarflokksins. Þúsundir stuðningsmanna forsætisráðherrans söfnuðust saman í borginni Tel Aviv í kvöld og lýstu yfir stuðningi sínum við Netanjahú. Ljóst er að samstöðugangan hefur engin áhrif á ákæruferlið gegn forsætisráðherranum en gæti veitt honum byr undir báða vængi í átökunum innan Líkúdflokksins. AP greinir frá. Talið er að rúmlega 5000 manns söfnuðust saman með fána og borða í hönd. Sökuðu stuðningsmenn ákæruyfirvöld um kúgun og hótanir. Athygli vakti að lítill hluti háttsettra Líkúd-manna lét sjá sig á stuðningsfundinum.Skortur á stuðningi frá æðstu Líkúd-mönnum Útlit er fyrir að Ísraelar kjósi í þingkosningum í þriðja skiptið á einu ári en hvorki Netanjahú né Benny Gantz í Hvít-bláa flokknum tókst að mynda meirihluta eftir kosningarnar í september. Í ljósi þeirrar stöðu hafði áðurnefndur Sa‘ar byrjað að kalla eftir formannskjöri. Enn sem komið er hefur enginn annar en Sa‘ar lýst vilja til að taka við af Netanjahú en stjórnmálaspekingar ytra telja sem svo að skortur á stuðningsyfirlýsingum við Netanjahú séu slæmar fréttir fyrir forsætisráðherrann. Gagnrýnendur forsætisráðherrans hafa sagt framferði hans eftir tilkynningu ríkissaksóknara vera hættulegt. Varaformaður Hvít-bláa flokksins, Yair Lapid, hefur jafnvel gengið svo langt að segja Netanjahú vera að reyna að koma af stað borgarastyrjöld. „Benjamín Netanjahú getur ekki haldið áfram stjórn sinni á landinu. Það eru ekki bara ákærurnar gegn honum, heldur árásir hans á réttarkerfið, löggæslu og tilraunir til þess að tvístra okkur. Hvetja okkur til þess að ráðast gegn bræðrum okkar og systrum,“ sagði Lapid. Ísrael Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. Í síðustu viku greindi ríkissaksóknari Ísrael að Netanjahú yrði ákærður fyrir spillingu en forsætisráðherrann er til dæmis sakaður um mútur, mútuþægni og svik en um þrjú mismunandi málaferli er að ræða. Í kjölfar tilkynningarinnar samþykkti Netanjahú áskorun andstæðinga sinna innan Líkúdflokksins og boðaði til formannskosninga. Gideon Sa‘ar var þar fremstur í flokki en hann hefur lengi óskað eftir því að nýr formaður verði kjörinn innan stjórnarflokksins. Þúsundir stuðningsmanna forsætisráðherrans söfnuðust saman í borginni Tel Aviv í kvöld og lýstu yfir stuðningi sínum við Netanjahú. Ljóst er að samstöðugangan hefur engin áhrif á ákæruferlið gegn forsætisráðherranum en gæti veitt honum byr undir báða vængi í átökunum innan Líkúdflokksins. AP greinir frá. Talið er að rúmlega 5000 manns söfnuðust saman með fána og borða í hönd. Sökuðu stuðningsmenn ákæruyfirvöld um kúgun og hótanir. Athygli vakti að lítill hluti háttsettra Líkúd-manna lét sjá sig á stuðningsfundinum.Skortur á stuðningi frá æðstu Líkúd-mönnum Útlit er fyrir að Ísraelar kjósi í þingkosningum í þriðja skiptið á einu ári en hvorki Netanjahú né Benny Gantz í Hvít-bláa flokknum tókst að mynda meirihluta eftir kosningarnar í september. Í ljósi þeirrar stöðu hafði áðurnefndur Sa‘ar byrjað að kalla eftir formannskjöri. Enn sem komið er hefur enginn annar en Sa‘ar lýst vilja til að taka við af Netanjahú en stjórnmálaspekingar ytra telja sem svo að skortur á stuðningsyfirlýsingum við Netanjahú séu slæmar fréttir fyrir forsætisráðherrann. Gagnrýnendur forsætisráðherrans hafa sagt framferði hans eftir tilkynningu ríkissaksóknara vera hættulegt. Varaformaður Hvít-bláa flokksins, Yair Lapid, hefur jafnvel gengið svo langt að segja Netanjahú vera að reyna að koma af stað borgarastyrjöld. „Benjamín Netanjahú getur ekki haldið áfram stjórn sinni á landinu. Það eru ekki bara ákærurnar gegn honum, heldur árásir hans á réttarkerfið, löggæslu og tilraunir til þess að tvístra okkur. Hvetja okkur til þess að ráðast gegn bræðrum okkar og systrum,“ sagði Lapid.
Ísrael Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira