Rétt forgangsröðun Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 27. nóvember 2019 08:30 Í gær lauk umræðu um fjárlög næsta árs. Útgjöld ríkissjóðs verða um eitt þúsund milljarðar á næsta ári. En síðan þessi ríkisstjórn tók við hafa innviðir samfélagsins verið styrktir með því að bæti við þá fjármagni. Hlutverk stjórnvalda er að gefa öllum jöfn tækifæri og bæta lífskjör landsmanna. Fyrir stuttu birtust niðurstöður úr lífskjararannsókn Hagstofunnar. Þar kemur skýrt fram að sú stefna stjórnvalda að efla félagslega húsnæðiskerfið er rétt forgangsröðun. Þar kemur fram að fimmta hvert heimili á leigumarkaði er undir lágtekjumörkum en staða þeirra sem búa í eigin húsnæði er töluvert betri. Það er því ljóst að það er rétt forgangsröðun að auka framlög til stofnstyrkja í almenna íbúðakerfinu, samhliða því að bæta stöðu leigjenda gagnvart leigusölum. Aðgerðir þessarar ríkisstjórnar frá 2017 hafa og munu auka ráðstöfunartekjur þessa hóps. Ef tekið er dæmi af hjónum með 2 börn, annað undir 7 ára og 360 þúsund í tekjur hvort um sig þá munu ráðstöfunartekjur þeirra árið 2021 hafa aukist um 480 þús. krónur á ári miðað við óbreytt kerfi frá árinu 2017 ef teknar eru saman umbætur á barnabótakerfinu og skattkerfisbreytingar. Skattkerfisbreytingarnar eru hluti af Lífskjarasamningunum og koma að nýju á fót þriggja þrepa skattkerfi, með nýju grunnþrepi sem dregur úr skattbyrði tekjulægsta hópsins og eykur með því ráðstöfunartekjur hans.Lenging fæðingarorlofs Þetta er þó ekki það eina sem mun bæta stöðu barnafjölskyldna í landinu, en fyrsta umræða um lengingu fæðingarorlofs fór fram á Alþingi í gær. Til stendur að lengja fæðingarorlofið í tíu mánuði á næsta ári og í 12 mánuði árið 2021. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna. Að auki er það mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna. Alltaf er þó verk að vinna þegar kemur að því hvernig við rekum samfélagið okkar. Þar ætlum við Vinstri græn að halda ódeig áfram.Höfundur er þingkona Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Fæðingarorlof Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Það er hægt Ragna Sigurðardóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í gær lauk umræðu um fjárlög næsta árs. Útgjöld ríkissjóðs verða um eitt þúsund milljarðar á næsta ári. En síðan þessi ríkisstjórn tók við hafa innviðir samfélagsins verið styrktir með því að bæti við þá fjármagni. Hlutverk stjórnvalda er að gefa öllum jöfn tækifæri og bæta lífskjör landsmanna. Fyrir stuttu birtust niðurstöður úr lífskjararannsókn Hagstofunnar. Þar kemur skýrt fram að sú stefna stjórnvalda að efla félagslega húsnæðiskerfið er rétt forgangsröðun. Þar kemur fram að fimmta hvert heimili á leigumarkaði er undir lágtekjumörkum en staða þeirra sem búa í eigin húsnæði er töluvert betri. Það er því ljóst að það er rétt forgangsröðun að auka framlög til stofnstyrkja í almenna íbúðakerfinu, samhliða því að bæta stöðu leigjenda gagnvart leigusölum. Aðgerðir þessarar ríkisstjórnar frá 2017 hafa og munu auka ráðstöfunartekjur þessa hóps. Ef tekið er dæmi af hjónum með 2 börn, annað undir 7 ára og 360 þúsund í tekjur hvort um sig þá munu ráðstöfunartekjur þeirra árið 2021 hafa aukist um 480 þús. krónur á ári miðað við óbreytt kerfi frá árinu 2017 ef teknar eru saman umbætur á barnabótakerfinu og skattkerfisbreytingar. Skattkerfisbreytingarnar eru hluti af Lífskjarasamningunum og koma að nýju á fót þriggja þrepa skattkerfi, með nýju grunnþrepi sem dregur úr skattbyrði tekjulægsta hópsins og eykur með því ráðstöfunartekjur hans.Lenging fæðingarorlofs Þetta er þó ekki það eina sem mun bæta stöðu barnafjölskyldna í landinu, en fyrsta umræða um lengingu fæðingarorlofs fór fram á Alþingi í gær. Til stendur að lengja fæðingarorlofið í tíu mánuði á næsta ári og í 12 mánuði árið 2021. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna. Að auki er það mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna. Alltaf er þó verk að vinna þegar kemur að því hvernig við rekum samfélagið okkar. Þar ætlum við Vinstri græn að halda ódeig áfram.Höfundur er þingkona Vinstri grænna.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun