Stjórnarmeirihlutinn fellur niður í þrjá þingmenn Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2019 21:00 Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði í dag. stöð 2 Stjórnarþingmönnum fækkaði um einn í dag þegar Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hann segir æ meira hafa skilið á mill hans og annarra þingmanna flokksins að undanförnu og ætlar að starfa utan flokka. Andrés Ingi tilkynnti félögum sínum í þingflokki Vinstri grænna úrsögn sína úr flokknum í dag. Fyrir ákvörðun hans höfðu stjórnarflokkarnir þrír 35 þingmenn af sextíu og þremur á móti 28 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Eftir útgöngu Andrésar Inga minkar stjórnarmeirihlutinn í þrjá þingmenn, því þrjátíu og tvo þarf til að mynda minnsta meirihluta á Alþingi.Á myndinni sést fjöldi þeirra sem eru í meirihluta og stjórnarandstöðunnar.Þegar stjórnarsamstarfið var samþykkt á flokksráðsfundi Vinstri grænna í lok nóvember 2017 studdu hvorki Rósa Björk Brynjólfsdóttir né Andrés Ingi samstarfið við hina flokkana.Er þér þá búið að líða illa í þessu stjórnarsamstarfi allan tímann?„Misvel. Við höfum alveg átt góðar stundir og slæmar en allt of oft hefur verið ágreiningur þar sem ekki þyrfti að vera,“ segir Andrés Ingi og vísar þar til stöðunnar innan þingflokksins. Ekkert eitt mál á síðustu vikum hafi fyllt mælinn.Nú eru stjórnarflokkar aðeins með tveggja manna meirihluta en 32 þingmenn þarf til að hafa meirihluta á þingi.„Samskiptin hafa verið stirð á köflum. Svo finnur maður að það er alltaf verið að toga málamiðlun ríkisstjórnarinnar lengra í áttina frá því sem Vinstri græn standa fyrir.“Þannig að þér finnst með öðrum orðum að stefna Vinstri grænna sé að lúta í lægra haldi innan stjórnarsamstarfsins?„Það er náttúrlega það sem ég hafði áhyggjur af upphaflega þegar stjórnarsáttmálinn var samþykktur og mér þótti ekki vera nóg af skýrum stórmálum sem Vinstri græn hefðu náð í gegn,“ segir Andrés Ingi. Hann hafi greint Rósu Björk frá ákvörðun sinni en hún er í viku leyfi frá þingstörfum og fréttastofa ekki náð tali af henni í dag. Andrés Ingi segir að þótt ráðherrar flokksins hafi komið ýmsum góðum málum áleiðis hafi ráðherrar annarra flokka skilað öðrum verri fyrir stefnu flokksins. Nefnir hann frumvarp um útlendinga í vor sem þrengt hefði rétt hælisleitenda. „Mér sveið að það fengi framgang sem stjórnarmál þótt við höfum sem betur fer ekki þurft að klára það á þeim þingvetri.“ Ágreiningur um framlög til rannsókna á samherjamálinu hafi ekki ráðið úrslitum. „Þótt að þessi stemming í kringum samherjamálin rifji aðeins upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi Jónsson. Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína síðdegis. 27. nóvember 2019 17:00 Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag. 27. nóvember 2019 18:16 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Stjórnarþingmönnum fækkaði um einn í dag þegar Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hann segir æ meira hafa skilið á mill hans og annarra þingmanna flokksins að undanförnu og ætlar að starfa utan flokka. Andrés Ingi tilkynnti félögum sínum í þingflokki Vinstri grænna úrsögn sína úr flokknum í dag. Fyrir ákvörðun hans höfðu stjórnarflokkarnir þrír 35 þingmenn af sextíu og þremur á móti 28 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Eftir útgöngu Andrésar Inga minkar stjórnarmeirihlutinn í þrjá þingmenn, því þrjátíu og tvo þarf til að mynda minnsta meirihluta á Alþingi.Á myndinni sést fjöldi þeirra sem eru í meirihluta og stjórnarandstöðunnar.Þegar stjórnarsamstarfið var samþykkt á flokksráðsfundi Vinstri grænna í lok nóvember 2017 studdu hvorki Rósa Björk Brynjólfsdóttir né Andrés Ingi samstarfið við hina flokkana.Er þér þá búið að líða illa í þessu stjórnarsamstarfi allan tímann?„Misvel. Við höfum alveg átt góðar stundir og slæmar en allt of oft hefur verið ágreiningur þar sem ekki þyrfti að vera,“ segir Andrés Ingi og vísar þar til stöðunnar innan þingflokksins. Ekkert eitt mál á síðustu vikum hafi fyllt mælinn.Nú eru stjórnarflokkar aðeins með tveggja manna meirihluta en 32 þingmenn þarf til að hafa meirihluta á þingi.„Samskiptin hafa verið stirð á köflum. Svo finnur maður að það er alltaf verið að toga málamiðlun ríkisstjórnarinnar lengra í áttina frá því sem Vinstri græn standa fyrir.“Þannig að þér finnst með öðrum orðum að stefna Vinstri grænna sé að lúta í lægra haldi innan stjórnarsamstarfsins?„Það er náttúrlega það sem ég hafði áhyggjur af upphaflega þegar stjórnarsáttmálinn var samþykktur og mér þótti ekki vera nóg af skýrum stórmálum sem Vinstri græn hefðu náð í gegn,“ segir Andrés Ingi. Hann hafi greint Rósu Björk frá ákvörðun sinni en hún er í viku leyfi frá þingstörfum og fréttastofa ekki náð tali af henni í dag. Andrés Ingi segir að þótt ráðherrar flokksins hafi komið ýmsum góðum málum áleiðis hafi ráðherrar annarra flokka skilað öðrum verri fyrir stefnu flokksins. Nefnir hann frumvarp um útlendinga í vor sem þrengt hefði rétt hælisleitenda. „Mér sveið að það fengi framgang sem stjórnarmál þótt við höfum sem betur fer ekki þurft að klára það á þeim þingvetri.“ Ágreiningur um framlög til rannsókna á samherjamálinu hafi ekki ráðið úrslitum. „Þótt að þessi stemming í kringum samherjamálin rifji aðeins upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi Jónsson.
Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína síðdegis. 27. nóvember 2019 17:00 Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag. 27. nóvember 2019 18:16 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05
Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína síðdegis. 27. nóvember 2019 17:00
Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag. 27. nóvember 2019 18:16