RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2019 12:48 Ríkisútvarpið vill fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. Nú ber svo við að Brynjar stendur með RUV í því en Helga Vala segir að með þessu sé farið á svig við lög. Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. „Í upplýsingalögum er skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf og því sé ég ekki að stjórn ríkisútvarpsins hafi heimild til að birta ekki lista umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra,“ segir Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur og þingmaður.Eins og fram hefur komið er staða útvarpsstjóra laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út á mánudaginn. Vísir hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins fyrirspurn þar sem þess er óskað að listi yfir umsækjendur verði birtur. Með vísan í upplýsingalög og lög um Ríkisútvarpið ohf. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins sjálfs sagði af því í gær og vitnað í Kára Jónasson, formann stjórnar, að sá listi yrði ekki gerður opinber. Kári lét þess getið að þetta væri samkvæmt ráðum frá ráðningarskrifstofu Capacent. Helga Vala segir að þetta fái ekki staðist. „Samkvæmt lögum um ríkisútvarpið þá gilda upplýsingalög um starfsemi þess, en rík ástæða var fyrir því og um það fjallað í greinargerð með frumvarpinu. Ástæðan er sú að þessu opinbera hlutafélagi er ætlað að veita útvarpsþjónustu í almannaþágu. Því var tekin ákvörðun um að hafa þetta ákvæði um upplýsingalög sérstaklega inni í þessu tilviki, en ekki öllum opinberum hlutafélögum.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði þetta mál að umfjöllunarefni á þinginu í gær, sagði vissulega skjóta skökku við að fjölmiðill sem hafi verið upptekinn af gagnsæi væri það ekki þegar hann sjálfur væri undir. En Brynjar sagðist þó sammála stjórn Ríkisútvarpsins að mikilvægara væri að hæfir umsækjendur fáist í slík störf en að vera samkvæmur sjálfum sér. Samkvæmt þessu eignaðist Ríkisútvarpið óvæntan bandamann í því að vilja fara á svig við lög í Brynjari sem er fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. „Í upplýsingalögum er skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf og því sé ég ekki að stjórn ríkisútvarpsins hafi heimild til að birta ekki lista umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra,“ segir Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur og þingmaður.Eins og fram hefur komið er staða útvarpsstjóra laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út á mánudaginn. Vísir hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins fyrirspurn þar sem þess er óskað að listi yfir umsækjendur verði birtur. Með vísan í upplýsingalög og lög um Ríkisútvarpið ohf. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins sjálfs sagði af því í gær og vitnað í Kára Jónasson, formann stjórnar, að sá listi yrði ekki gerður opinber. Kári lét þess getið að þetta væri samkvæmt ráðum frá ráðningarskrifstofu Capacent. Helga Vala segir að þetta fái ekki staðist. „Samkvæmt lögum um ríkisútvarpið þá gilda upplýsingalög um starfsemi þess, en rík ástæða var fyrir því og um það fjallað í greinargerð með frumvarpinu. Ástæðan er sú að þessu opinbera hlutafélagi er ætlað að veita útvarpsþjónustu í almannaþágu. Því var tekin ákvörðun um að hafa þetta ákvæði um upplýsingalög sérstaklega inni í þessu tilviki, en ekki öllum opinberum hlutafélögum.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði þetta mál að umfjöllunarefni á þinginu í gær, sagði vissulega skjóta skökku við að fjölmiðill sem hafi verið upptekinn af gagnsæi væri það ekki þegar hann sjálfur væri undir. En Brynjar sagðist þó sammála stjórn Ríkisútvarpsins að mikilvægara væri að hæfir umsækjendur fáist í slík störf en að vera samkvæmur sjálfum sér. Samkvæmt þessu eignaðist Ríkisútvarpið óvæntan bandamann í því að vilja fara á svig við lög í Brynjari sem er fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42