Fólki gert auðveldara að byggja við húsnæði sitt eða breyta því Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2019 20:22 Fyrsta áfanga í nýju hverfaskipulagi hjá Reykjavíkurborg er lokið en það mun auðvelda fólki að gera breytingar á húsnæði sínu eða byggja við það. Með nýja skipulaginu verður hægt að bæta við fimmtán hundruð íbúðum í Árbæjarhverfi. Undanfarin ár hefur verið unnið að breytingum á skipulagsmálum borgarinnar sem felur í sér að horfið verði frá deiliskipulagi til hverfaskipulags. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar opnaði í dag kynning á verkefninu í húsakynnum borgarinnar við Borgartún. „Stærstu breytingarnar snúa að sjálfsögðu að íbúunum sjálfum. Við erum að einfalda ferlið gríðarlega. Eitthvað sem áður tók marga mánuði áður, einis og t.d. að sækja um kvist, stækkun á húsnæði eða bæta viðíbúð, sem gat tekið mjög langan tíma, tekur núörskamman tíma. Einfaldlega vegna þess að það er búið að gefa allar heimildirnar,“ segir Sigurborg Ósk. Fyrsta áfanganum, sem er hverfaskipulag Árbæjar, er lokið. Íbúar þar geta nú farið á nýjan vef, hverfaskipulag.is, og kynnt sér hvað þeim er heimilt að gera og sækja þar um leyfi. Markmiðið er að gera hverfin sjálfbærari og fjölga íbúðum í þeim. „Þarna íÁrbænum er þeim að fjölga um allt að fimmtán hundruð. Það skiptir sköpum þegar við viljum efla nærþjónustuna og bæta almenningssamgöngur,“ segir Sigurborg Ósk. Möguleikarnir séu misjafnir eftir tegund fasteigna. „Fjölbýlishús eins og þau við Hraunbæinn fá heimild til að bæta við sig hæð ofan á gegn því að það komi lyfta sem eykur þá aðgengi fyrir alla. Í öðrum húsum, stórum einbýlishúsum til dæmis, getur verið heimild til að innrétta íbúð inni í húsinu. Það eru líka heimildir til að breyta bílskúrum í íbúðir og svo til að byggja við önnur hús,“ segir formaðurinn. Ef hugmyndir fólks rúmast innan þessara heimilda er einfaldlega sótt um og leyfi liggur fyrir innan skamms tíma án þess að fara þurfi í grenndarkynningu. Hverfaskipulag fyrir önnur hverfi eiga að liggja fyrir á næstu þremur árum. „Næst á dagskrá er Breiðholtið. Það er ansi langt komið þannig að ætlunin er að auglýsa það í byrjun næsta árs. Síðan koma Hlíðar og Holt strax í kjölfarið. Svo unnið koll að kolli það er að segja Kjalarnesið, Grafarvogur, Laugardalur, Vesturbærinn og svo miðbærinn síðastur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira
Fyrsta áfanga í nýju hverfaskipulagi hjá Reykjavíkurborg er lokið en það mun auðvelda fólki að gera breytingar á húsnæði sínu eða byggja við það. Með nýja skipulaginu verður hægt að bæta við fimmtán hundruð íbúðum í Árbæjarhverfi. Undanfarin ár hefur verið unnið að breytingum á skipulagsmálum borgarinnar sem felur í sér að horfið verði frá deiliskipulagi til hverfaskipulags. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar opnaði í dag kynning á verkefninu í húsakynnum borgarinnar við Borgartún. „Stærstu breytingarnar snúa að sjálfsögðu að íbúunum sjálfum. Við erum að einfalda ferlið gríðarlega. Eitthvað sem áður tók marga mánuði áður, einis og t.d. að sækja um kvist, stækkun á húsnæði eða bæta viðíbúð, sem gat tekið mjög langan tíma, tekur núörskamman tíma. Einfaldlega vegna þess að það er búið að gefa allar heimildirnar,“ segir Sigurborg Ósk. Fyrsta áfanganum, sem er hverfaskipulag Árbæjar, er lokið. Íbúar þar geta nú farið á nýjan vef, hverfaskipulag.is, og kynnt sér hvað þeim er heimilt að gera og sækja þar um leyfi. Markmiðið er að gera hverfin sjálfbærari og fjölga íbúðum í þeim. „Þarna íÁrbænum er þeim að fjölga um allt að fimmtán hundruð. Það skiptir sköpum þegar við viljum efla nærþjónustuna og bæta almenningssamgöngur,“ segir Sigurborg Ósk. Möguleikarnir séu misjafnir eftir tegund fasteigna. „Fjölbýlishús eins og þau við Hraunbæinn fá heimild til að bæta við sig hæð ofan á gegn því að það komi lyfta sem eykur þá aðgengi fyrir alla. Í öðrum húsum, stórum einbýlishúsum til dæmis, getur verið heimild til að innrétta íbúð inni í húsinu. Það eru líka heimildir til að breyta bílskúrum í íbúðir og svo til að byggja við önnur hús,“ segir formaðurinn. Ef hugmyndir fólks rúmast innan þessara heimilda er einfaldlega sótt um og leyfi liggur fyrir innan skamms tíma án þess að fara þurfi í grenndarkynningu. Hverfaskipulag fyrir önnur hverfi eiga að liggja fyrir á næstu þremur árum. „Næst á dagskrá er Breiðholtið. Það er ansi langt komið þannig að ætlunin er að auglýsa það í byrjun næsta árs. Síðan koma Hlíðar og Holt strax í kjölfarið. Svo unnið koll að kolli það er að segja Kjalarnesið, Grafarvogur, Laugardalur, Vesturbærinn og svo miðbærinn síðastur,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.
Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira