Trump náðar hermenn sakaða um og dæmda fyrir stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2019 19:05 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Hvíta húsið tilkynnti í gærkvöldi að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði gripið inn í mál þriggja hermanna sem hafa verið sakaðir og jafnvel dæmdir fyrir stríðsglæpi. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna voru hins vegar á móti aðgerðunum. Trump veitti tveimur mönnum fulla náðun og felldi niður stöðulækkun annars. Forsetinn hringdi í mennina þrjá í gærkvöldi og tilkynnti þeim þessar vendingar. Um er að ræða þá Clint Lorance, fyrrverandi liðsforingi í hernum sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir að myrða tvo almenna borgara í Afganistan. Hann skipaði mönnum sínum að skjóta á þrjá menn á mótorhjóli í Afganistan í Júlí 2012.Hann fékk fulla náðun. Þá fékk Mathew L. Golsteyn einnig fulla náðun en hann hafði verið ákærður fyrir að myrða óvopnaðan Afgana sem hann taldi vera sprengjusmið og taldi hann að maðurinn bæri ábyrgð á dauða tveggja landgönguliða. Hann sagði frá morðinu í atvinnuviðtali hjá Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Mathew Golsteyn ásamt lögmanni sínum.AP/Andrew Craft Þar að auki sneri Trump við stöðulækkun Edward Gallagher, sem var sýknaður af morðákærum fyrr á árinu en dæmdur fyrir að stilla sér upp fyrir mynd með líki ISIS-liða sem hann var sakaður um að hafa myrt og lækkaður í tign. Áður en úrskurðað var í máli Gallagher bárust fregnir af því að Trump íhugaði að náða hann og fleiri hermenn sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi. Í tilfellum Gallagher og Lorance komu ásakanirnar gegn þeim báðum frá undirmönnum þeirra. Sjá einnig: Sagður ætla að náða hermenn sem sakaðir eru um stríðsglæpi Þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir áhrifamiklir íhaldsmenn í bandarískum fjölmiðlum eins og Fox hafa lýst mönnunum þremur sem hetjum og segja ákærurnar gegn þeim ósanngjarnar. Þær byggi á ákvörðunum sem hafi verið teknar í hita leiksins í miðjum átökum, samkvæmt frétt New York Times. Í tilkynningu Hvíta hússins segir að það falli á herðar forsetans að tryggja að lögum Bandaríkjanna sé framfylgt og hvenær það sé við hæfi að sýna miskunn. Með þessum aðgerðum sínum vilji Trump veita hermönnum Bandaríkjanna það sjálfstraust sem þeir þurfi þegar þeir berjast fyrir Bandaríkin. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa þó, samkvæmt fjölmiðlum ytra, barist gegn því að mennirnir þrír verði náðaðir og segja að það muni grafa undan réttarkerfum heraflans. Þeirra á meðal er til dæmis Mark Esper, varnarmálaráðherra. Forsvarsmenn sjóhersins komust fyrst á snoðir um aðgerðir Trump varðandi Gallagher, sem tilheyrði sérsveitum sjóhersins, þegar þeir heyrðu af þeim í fréttum Fox News. Blaðamenn New York Times ræddu við sérfræðina sem segjast ekki vita til nýlegra fordæma um að forseti Bandaríkjanna hafi náðað hermenn fyrir ofbeldisglæpi sem þessa. Eina undantekningin sé náðun Trump frá því í maí, þegar hann náðaði hermann sem var sakfelldur fyrir að taka írakskan fanga af lífi. Trump endurtísti þessu tísti í dag. Þar má sjá Clint Lorance koma úr fangelsi eftir að hafa setið inni í sex ár. “Army 1st Lt. Clint Lorance, one of two U.S. Army officers granted clemency Friday by POTUS Trump, was released from prison in Kansas on Friday night & reunited w/ family members.” ➡️https://t.co/SjeGn8CnoP Below, Clint reunites w/ family, after 6yrs (19yr sentence) in prison. pic.twitter.com/dpoSwanojS— Dan Scavino (@DanScavino) November 16, 2019 Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Hvíta húsið tilkynnti í gærkvöldi að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði gripið inn í mál þriggja hermanna sem hafa verið sakaðir og jafnvel dæmdir fyrir stríðsglæpi. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna voru hins vegar á móti aðgerðunum. Trump veitti tveimur mönnum fulla náðun og felldi niður stöðulækkun annars. Forsetinn hringdi í mennina þrjá í gærkvöldi og tilkynnti þeim þessar vendingar. Um er að ræða þá Clint Lorance, fyrrverandi liðsforingi í hernum sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir að myrða tvo almenna borgara í Afganistan. Hann skipaði mönnum sínum að skjóta á þrjá menn á mótorhjóli í Afganistan í Júlí 2012.Hann fékk fulla náðun. Þá fékk Mathew L. Golsteyn einnig fulla náðun en hann hafði verið ákærður fyrir að myrða óvopnaðan Afgana sem hann taldi vera sprengjusmið og taldi hann að maðurinn bæri ábyrgð á dauða tveggja landgönguliða. Hann sagði frá morðinu í atvinnuviðtali hjá Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Mathew Golsteyn ásamt lögmanni sínum.AP/Andrew Craft Þar að auki sneri Trump við stöðulækkun Edward Gallagher, sem var sýknaður af morðákærum fyrr á árinu en dæmdur fyrir að stilla sér upp fyrir mynd með líki ISIS-liða sem hann var sakaður um að hafa myrt og lækkaður í tign. Áður en úrskurðað var í máli Gallagher bárust fregnir af því að Trump íhugaði að náða hann og fleiri hermenn sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi. Í tilfellum Gallagher og Lorance komu ásakanirnar gegn þeim báðum frá undirmönnum þeirra. Sjá einnig: Sagður ætla að náða hermenn sem sakaðir eru um stríðsglæpi Þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir áhrifamiklir íhaldsmenn í bandarískum fjölmiðlum eins og Fox hafa lýst mönnunum þremur sem hetjum og segja ákærurnar gegn þeim ósanngjarnar. Þær byggi á ákvörðunum sem hafi verið teknar í hita leiksins í miðjum átökum, samkvæmt frétt New York Times. Í tilkynningu Hvíta hússins segir að það falli á herðar forsetans að tryggja að lögum Bandaríkjanna sé framfylgt og hvenær það sé við hæfi að sýna miskunn. Með þessum aðgerðum sínum vilji Trump veita hermönnum Bandaríkjanna það sjálfstraust sem þeir þurfi þegar þeir berjast fyrir Bandaríkin. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa þó, samkvæmt fjölmiðlum ytra, barist gegn því að mennirnir þrír verði náðaðir og segja að það muni grafa undan réttarkerfum heraflans. Þeirra á meðal er til dæmis Mark Esper, varnarmálaráðherra. Forsvarsmenn sjóhersins komust fyrst á snoðir um aðgerðir Trump varðandi Gallagher, sem tilheyrði sérsveitum sjóhersins, þegar þeir heyrðu af þeim í fréttum Fox News. Blaðamenn New York Times ræddu við sérfræðina sem segjast ekki vita til nýlegra fordæma um að forseti Bandaríkjanna hafi náðað hermenn fyrir ofbeldisglæpi sem þessa. Eina undantekningin sé náðun Trump frá því í maí, þegar hann náðaði hermann sem var sakfelldur fyrir að taka írakskan fanga af lífi. Trump endurtísti þessu tísti í dag. Þar má sjá Clint Lorance koma úr fangelsi eftir að hafa setið inni í sex ár. “Army 1st Lt. Clint Lorance, one of two U.S. Army officers granted clemency Friday by POTUS Trump, was released from prison in Kansas on Friday night & reunited w/ family members.” ➡️https://t.co/SjeGn8CnoP Below, Clint reunites w/ family, after 6yrs (19yr sentence) in prison. pic.twitter.com/dpoSwanojS— Dan Scavino (@DanScavino) November 16, 2019
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira