Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2019 14:14 Kristinn Hrafnsson segir réttarfarslegan skandal að níu ár hafi tekið að komast að niðurstöðunni í dag. Vísir/Vilhelm Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Yfirheyrslur fóru fram í sumar vegna málsins en svo heyrðist ekkert fyrr en í dag. Kristinn segist hafa setið orðlaus yfir blaðamannafundi sænska saksóknarans Evu-Marie Persson þegar greint var frá niðurfellingunni í hádeginu í dag. „Saksóknarinn talaði um veikan vitnisburð hins meinta fórnarlambs og ónógar sannanir til að byggja undir málið. Það tók sum sé níu ár að komast að þessu. Þetta mál hefur lyktað frá upphafi og er rammpólitískt eins og Nilz Melzer, sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum pyntinga hefur sagt. Þetta er ekkert annað en réttarfarslegur skandall.“ Kristinn minnir þó á það sem hann kallar „stóra málið“, ákæru ríkisstjórnar Donald Trump sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Hvenær ætlar fólk að vakna og sjá hversu alvarlegt það mál er? Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda.“ Málið gegn Assange sé byggt á njósnalöggjöfinni bandarísku sem aldrei áður hafi verið misbeitt gegn blaðamanni. „Þetta er alvarlegasta aðför að frelsi fjölmiðla á Vesturlöndum á síðari tímum. Þetta er árás á lýðræðið.“ Assange er stofnandi Wikileaks og er nú í öryggisfangelsi í Lundúnum eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann fékk hæli í sendiráði Ekvadors eftir að ásakanirnar um nauðgun komu upp árið 2010. Stjórnvöld í Ekvador ráku hann á dyr í apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið handtekinn af bresku lögreglunni. Eftir að Assange var handtekinn ákváðu sænskir saksóknarar að taka málið upp að nýju, en rannsókninni hafði verið hætt árið 2017. Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Fylgdust með Assange allan sólarhringinn Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. 28. september 2019 21:39 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Yfirheyrslur fóru fram í sumar vegna málsins en svo heyrðist ekkert fyrr en í dag. Kristinn segist hafa setið orðlaus yfir blaðamannafundi sænska saksóknarans Evu-Marie Persson þegar greint var frá niðurfellingunni í hádeginu í dag. „Saksóknarinn talaði um veikan vitnisburð hins meinta fórnarlambs og ónógar sannanir til að byggja undir málið. Það tók sum sé níu ár að komast að þessu. Þetta mál hefur lyktað frá upphafi og er rammpólitískt eins og Nilz Melzer, sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum pyntinga hefur sagt. Þetta er ekkert annað en réttarfarslegur skandall.“ Kristinn minnir þó á það sem hann kallar „stóra málið“, ákæru ríkisstjórnar Donald Trump sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Hvenær ætlar fólk að vakna og sjá hversu alvarlegt það mál er? Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda.“ Málið gegn Assange sé byggt á njósnalöggjöfinni bandarísku sem aldrei áður hafi verið misbeitt gegn blaðamanni. „Þetta er alvarlegasta aðför að frelsi fjölmiðla á Vesturlöndum á síðari tímum. Þetta er árás á lýðræðið.“ Assange er stofnandi Wikileaks og er nú í öryggisfangelsi í Lundúnum eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann fékk hæli í sendiráði Ekvadors eftir að ásakanirnar um nauðgun komu upp árið 2010. Stjórnvöld í Ekvador ráku hann á dyr í apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið handtekinn af bresku lögreglunni. Eftir að Assange var handtekinn ákváðu sænskir saksóknarar að taka málið upp að nýju, en rannsókninni hafði verið hætt árið 2017.
Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Fylgdust með Assange allan sólarhringinn Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. 28. september 2019 21:39 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20
„Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30
Fylgdust með Assange allan sólarhringinn Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. 28. september 2019 21:39