Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. nóvember 2019 13:28 Mikil óvissa ríkir á Reykjalundi. Stöð 2 Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. Mikil óvissa hefur ríkt á Reykjalundi síðustu vikur og hafa allir læknar nema þrír sagt upp störfum sínum en alls eru um fjórtán stöður á stofnuninni. Í dag er auglýst eftir forstjóra stofnunarinnar í Morgunblaðinu en núverandi forstjóri var tímabundið skipaður í síðasta mánuði. Í menntunar-og hæfnikröfum kemur meðal annar fram að viðkomandi þurfi að hafa háskólamenntun á sviði stjórnunar og reksturs og æskilegt sé að vað hafa menntun og íslenskt starfsleyfi á sviði heilbrigðisvísinda. Þá er auglýst eftir yfirlæknum á hjartasvið og geðheilsusvið. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir var ráðinn framkvæmdastjóri lækninga í síðasta mánuði. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir á taugasviði sem hefur sagt starfi sínu lausu segir að ráðning hans sé hluti vandans nú.„Við læknarnir berum ekki traust til Ólafs. Við báðum hann að taka ekki við stöðunni út af ástandinu. Ég veit ekki hvernig hann á að geta starfað með læknunum hér þegar þeir bera ekki traust til hans. Hann hefur starfað með framkvæmdarstjórninni og svo hafa verið haldnir fundir með starfsfólki. Við viljum að hann víki,“ segir Guðrún Karlsdóttir. Fram kom í fréttum í gær að læknar á Reykjalundi vilji að öll framkvæmdastjórnin víki og skipuð verði starfsstjórn. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fundaði með Sjúkratryggingum Íslands og Landlækni vegna stöðunnar í næstu viku. „Ég sé ekki að ég geti beint beitt mér í málinu en það verður að finna leið í málinu. Ég hef að sjálfsögðu áhyggjur af stöðunni,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51 Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. Mikil óvissa hefur ríkt á Reykjalundi síðustu vikur og hafa allir læknar nema þrír sagt upp störfum sínum en alls eru um fjórtán stöður á stofnuninni. Í dag er auglýst eftir forstjóra stofnunarinnar í Morgunblaðinu en núverandi forstjóri var tímabundið skipaður í síðasta mánuði. Í menntunar-og hæfnikröfum kemur meðal annar fram að viðkomandi þurfi að hafa háskólamenntun á sviði stjórnunar og reksturs og æskilegt sé að vað hafa menntun og íslenskt starfsleyfi á sviði heilbrigðisvísinda. Þá er auglýst eftir yfirlæknum á hjartasvið og geðheilsusvið. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir var ráðinn framkvæmdastjóri lækninga í síðasta mánuði. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir á taugasviði sem hefur sagt starfi sínu lausu segir að ráðning hans sé hluti vandans nú.„Við læknarnir berum ekki traust til Ólafs. Við báðum hann að taka ekki við stöðunni út af ástandinu. Ég veit ekki hvernig hann á að geta starfað með læknunum hér þegar þeir bera ekki traust til hans. Hann hefur starfað með framkvæmdarstjórninni og svo hafa verið haldnir fundir með starfsfólki. Við viljum að hann víki,“ segir Guðrún Karlsdóttir. Fram kom í fréttum í gær að læknar á Reykjalundi vilji að öll framkvæmdastjórnin víki og skipuð verði starfsstjórn. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fundaði með Sjúkratryggingum Íslands og Landlækni vegna stöðunnar í næstu viku. „Ég sé ekki að ég geti beint beitt mér í málinu en það verður að finna leið í málinu. Ég hef að sjálfsögðu áhyggjur af stöðunni,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51 Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. 1. nóvember 2019 12:51
Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00
Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00