Stríðsmenn auglýsa eftir leikmönnum á ruslatunnum í Skotlandi Eiður Þór Árnason skrifar 2. nóvember 2019 14:39 Knattspyrnufélagið segist hafa auglýst eftir leikmönnum með þessum hætti í sjö löndum. Mynd/Stríðsmenn Auglýsingar frá íslenska knattspyrnufélaginu Stríðsmönnum sem hafa sést á víð og dreif í skosku borgunum Edinborg og Glasgow hafa vakið þó nokkra athygli þar í landi. Á auglýsingaplöggunum óskar félagið eftir leikmönnum til að spila með liðinu í Reykjavík og fullyrðir að minnst tvö þúsund bresk pund, eða sem nemur 320 þúsund íslenskum króna, standi mönnum til boða fyrir að vinna og spila með félaginu á Íslandi sem leikur í fjórðu deild hér á landi. Fjallað hefur verið um auglýsingarnar í skoskum vefmiðlum og myndir birtar af auglýsingunum á ruslatunnum víða um borg. Þar er fullyrt að auglýsingarnar hafi jafnframt sést í fleiri breskum borgum.4th Tier Icelandic team recruiting players on bins in Glasgow pic.twitter.com/FCVl1iHIxN— Daniel (@Dj_mcneil99) October 23, 2019 Auglýsingarnar vísa á heimasíðu félagsins þar sem áhugasömum er gert ljóst að félagið sjálft borgi ekki laun fyrir spilamennskuna en að það muni tryggja leikmönnum launuð störf. Á vefsíðu félagsins er leikmannahópur þess sagður vera fjölþjóðlegur og að hann samanstandi úr leikmönnum af þrettán mismunandi þjóðernum. Vonast félagið til þess að komast upp í þriðju deild undir lok sumars á næsta ári. Þar kemur jafnframt fram að félagið hafi dreift auglýsingum í Bretlandi, Búlgaríu, Póllandi, Rúmeníu, Króatíu, Belgíu og Frakklandi. Viðbrögðin við þeim eru sögð vera framar vonum og hefur félagið boðað prufur eftir áramót. Bretland Fótbolti Skotland Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Auglýsingar frá íslenska knattspyrnufélaginu Stríðsmönnum sem hafa sést á víð og dreif í skosku borgunum Edinborg og Glasgow hafa vakið þó nokkra athygli þar í landi. Á auglýsingaplöggunum óskar félagið eftir leikmönnum til að spila með liðinu í Reykjavík og fullyrðir að minnst tvö þúsund bresk pund, eða sem nemur 320 þúsund íslenskum króna, standi mönnum til boða fyrir að vinna og spila með félaginu á Íslandi sem leikur í fjórðu deild hér á landi. Fjallað hefur verið um auglýsingarnar í skoskum vefmiðlum og myndir birtar af auglýsingunum á ruslatunnum víða um borg. Þar er fullyrt að auglýsingarnar hafi jafnframt sést í fleiri breskum borgum.4th Tier Icelandic team recruiting players on bins in Glasgow pic.twitter.com/FCVl1iHIxN— Daniel (@Dj_mcneil99) October 23, 2019 Auglýsingarnar vísa á heimasíðu félagsins þar sem áhugasömum er gert ljóst að félagið sjálft borgi ekki laun fyrir spilamennskuna en að það muni tryggja leikmönnum launuð störf. Á vefsíðu félagsins er leikmannahópur þess sagður vera fjölþjóðlegur og að hann samanstandi úr leikmönnum af þrettán mismunandi þjóðernum. Vonast félagið til þess að komast upp í þriðju deild undir lok sumars á næsta ári. Þar kemur jafnframt fram að félagið hafi dreift auglýsingum í Bretlandi, Búlgaríu, Póllandi, Rúmeníu, Króatíu, Belgíu og Frakklandi. Viðbrögðin við þeim eru sögð vera framar vonum og hefur félagið boðað prufur eftir áramót.
Bretland Fótbolti Skotland Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira