Lífið

Lauf­ey á landinu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Laufey var tilnefnd til annarra Grammy-verðlauna.
Laufey var tilnefnd til annarra Grammy-verðlauna. Getty

Heimsfræga tónlistarkonan Laufey er komin heim til Íslands fyrir jólin. Hún hefur kíkt á tónleika og gætt sér á pylsu.

Laufey hefur verið á ferð og flugi allt árið á tónleikaferðalagi fyrir plötuna A Matter of Time. En þrátt fyrir að vera ein vinsælasta tónlistarkona landsins, þarf hún líka á jólafríi að halda og er hún mætt til Íslands en gera má ráð fyrir að það sé til að halda upp á jólin með fjölskyldunni.

Strangheiðarleg pylsa.Skjáskot

Fyrir nokkrum dögum deildi hún í hringrás (e. story) á Instagram mynd af geysivinsælum jólatónleikum GDRN og Magnúsar Jóhanns. Heimildir fréttastofu herma að Laufey hafi farið með föruneyti sínu á veitingastað í miðborginni en fyrir tilviljun var önnur heimsfræg íslensk söngkona á sama stað, engin önnur en Björk. Ekki liggur fyrir hvort þær hafi átt einhver orðaskipti.

Nú virðist söngkonan og lagahöfundurinn vera á einhverju ferðalagi þar sem eitt af fjölmörgum fjöllum landsins prýddi nýja mynd á samfélagsmiðli Laufeyjar. Þá birti hún einnig mynd af sér með eina strangheiðarlega pylsu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.