Fylgjast með stöðunni eftir mannskætt þyrluslys í Suður-Kóreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 20:44 TF-EIR, önnur af tveimur leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar. Þær eru af gerðinni Airbus H225 Super Puma. Vísir/vilhelm Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi rannsóknar á þyrluslysi sem varð í Suður-Kóreu síðastliðinn fimmtudag. Þyrlan sem hrapaði er af gerðinni Airbus H225 Super Puma, þeirri sömu og leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar. Mbl.is greindi fyrst frá. Slysið varð úti fyrir austurströnd Suður-Kóreu í grennd við Dokdo-eyjaklasann seint á fimmtudag. Sjö voru í þyrlunni, sem var sjúkraflutningaþyrla á leið með slasaðan einstakling á spítala. Talið er að enginn um borð hafi komist lífs af. „Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi þessarar rannsóknar og við munum leita eftir upplýsingum frá Airbus og flugmálayfirvöldum. Það hefur ekkert komið fram núna sem kallar á viðbrögð Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi. Leiguþyrlur Landhelgisgæslurnar eru tvær, TF-EIR og TF-GRÓ, og af gerðinni Airbus H225 Super Puma eins og áður segir. Þrettán létust í þyrluslysi í Noregi árið 2016 þegar þyrla af sömu gerð brotlenti í Tyrøy í Hörðalandi. Í kjölfarið innleiddi Airbus breytingar á gírkassa H225-þyrlanna, eftir að bróðurpartur flotans var kyrrsettur um heim allan. Landhelgisgæslan var einnig innt eftir viðbrögðum vegna slyssins í Noregi á sínum tíma en þá var floti hennar allur skipaður þyrlum af annari gerð. Í frétt Korea Times kemur fram að þyrlan sem fórst í Suður-Kóreu fyrir helgi hafi verið tekin í notkun í mars 2016. Þá hafi hún síðast verið yfirfarin í september eða október. Ekkert hefur enn komið fram um tildrög slyssins en Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu hefur fyrirskipað að allar H225-þyrlur í landinu gangist nú undir skoðun. Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Suður-Kórea Tengdar fréttir Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00 Beiðni um gögn í þyrlumálinu í skoðun hjá Landhelgisgæslunni Gæslan segir Airbus fullyrða að nýlegt hrap þyrlu í Suður-Kóreu virðist ekki tengjast gírkassa frá fyrirtækinu. 3. ágúst 2018 08:53 Slysið í Noregi snertir íslensku Gæsluþyrlurnar ekki Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi rannsóknar á þyrluslysi sem varð í Suður-Kóreu síðastliðinn fimmtudag. Þyrlan sem hrapaði er af gerðinni Airbus H225 Super Puma, þeirri sömu og leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar. Mbl.is greindi fyrst frá. Slysið varð úti fyrir austurströnd Suður-Kóreu í grennd við Dokdo-eyjaklasann seint á fimmtudag. Sjö voru í þyrlunni, sem var sjúkraflutningaþyrla á leið með slasaðan einstakling á spítala. Talið er að enginn um borð hafi komist lífs af. „Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi þessarar rannsóknar og við munum leita eftir upplýsingum frá Airbus og flugmálayfirvöldum. Það hefur ekkert komið fram núna sem kallar á viðbrögð Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi. Leiguþyrlur Landhelgisgæslurnar eru tvær, TF-EIR og TF-GRÓ, og af gerðinni Airbus H225 Super Puma eins og áður segir. Þrettán létust í þyrluslysi í Noregi árið 2016 þegar þyrla af sömu gerð brotlenti í Tyrøy í Hörðalandi. Í kjölfarið innleiddi Airbus breytingar á gírkassa H225-þyrlanna, eftir að bróðurpartur flotans var kyrrsettur um heim allan. Landhelgisgæslan var einnig innt eftir viðbrögðum vegna slyssins í Noregi á sínum tíma en þá var floti hennar allur skipaður þyrlum af annari gerð. Í frétt Korea Times kemur fram að þyrlan sem fórst í Suður-Kóreu fyrir helgi hafi verið tekin í notkun í mars 2016. Þá hafi hún síðast verið yfirfarin í september eða október. Ekkert hefur enn komið fram um tildrög slyssins en Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu hefur fyrirskipað að allar H225-þyrlur í landinu gangist nú undir skoðun.
Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Suður-Kórea Tengdar fréttir Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00 Beiðni um gögn í þyrlumálinu í skoðun hjá Landhelgisgæslunni Gæslan segir Airbus fullyrða að nýlegt hrap þyrlu í Suður-Kóreu virðist ekki tengjast gírkassa frá fyrirtækinu. 3. ágúst 2018 08:53 Slysið í Noregi snertir íslensku Gæsluþyrlurnar ekki Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00
Beiðni um gögn í þyrlumálinu í skoðun hjá Landhelgisgæslunni Gæslan segir Airbus fullyrða að nýlegt hrap þyrlu í Suður-Kóreu virðist ekki tengjast gírkassa frá fyrirtækinu. 3. ágúst 2018 08:53
Slysið í Noregi snertir íslensku Gæsluþyrlurnar ekki Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. 3. júní 2016 07:00