Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2016 22:00 Allt niður í 9 ára gömul börn voru á ísnum í fylgd foreldra sinna. Mynd/Ingólfur Bruun „Þetta er bara tifandi tímasprengja og við þurfum að átta okkur á breyttum veruleika,“ segir leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísjaka í Jökulsárlóni í dag. Ingólfur tók meðfylgjandi myndir og myndskeið sem sýna hversu langt ferðamennirnir voru komnir út á ísilagt lónið. Reyndi Ingólfur að kalla til þeirra en ferðamennirnir voru komnir svo langt út að það reyndist ekki hægt að ná til þeirra. „Þau voru 200-300 metra frá landi. Þarna eru tveir stórir flekar og á milli þeirra, svona 150 metra frá landi er ísinn brotinn. Þar var fólkið, svona 30-40 manns, að tipla yfir,“ segir Ingólfur. Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag vakti selahópur forvitni ferðamannanna sem komu sér í land þegar þeim var bent á hættuna sem því fylgdi að ganga á ísilögðu lóninu.Sjá einnig: Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðuEkki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef einhver hefði fallið í lónið eða í gegnum ísinn svo langt frá landi en á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig ferðamennirnir tipla á ísjökum til þess að komast í land. Ingólfur er leiðsögumaður og tíður gestur á Jökulsárlóni og segir það ljóst að gríðarleg sprenging hafi orðið í ferðamannastraumi til landsins. „Fyrir þremur árum voru kannski að koma sjö eða átta manns þarna á dag á þessum árstíma. Nú eru þarna mörg hundruð manns á hverjum degi.“ Myndskeiðið hér að neðan sýnir hversu langt hópurinn var kominn út á lóniðMyndskeiðið hér að neðan sýnir hvernig tipla þurfti á ísjökum til þess að komast í land.Meðfylgjandi myndir tók Ingólfur Bruun.Mynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur Bruun Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar að því að kenna ferðamönnum ábyrga hegðun. 18. febrúar 2016 07:00 Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu "Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarsveit Hornafjarðar. 18. febrúar 2016 16:23 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
„Þetta er bara tifandi tímasprengja og við þurfum að átta okkur á breyttum veruleika,“ segir leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísjaka í Jökulsárlóni í dag. Ingólfur tók meðfylgjandi myndir og myndskeið sem sýna hversu langt ferðamennirnir voru komnir út á ísilagt lónið. Reyndi Ingólfur að kalla til þeirra en ferðamennirnir voru komnir svo langt út að það reyndist ekki hægt að ná til þeirra. „Þau voru 200-300 metra frá landi. Þarna eru tveir stórir flekar og á milli þeirra, svona 150 metra frá landi er ísinn brotinn. Þar var fólkið, svona 30-40 manns, að tipla yfir,“ segir Ingólfur. Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag vakti selahópur forvitni ferðamannanna sem komu sér í land þegar þeim var bent á hættuna sem því fylgdi að ganga á ísilögðu lóninu.Sjá einnig: Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðuEkki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef einhver hefði fallið í lónið eða í gegnum ísinn svo langt frá landi en á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig ferðamennirnir tipla á ísjökum til þess að komast í land. Ingólfur er leiðsögumaður og tíður gestur á Jökulsárlóni og segir það ljóst að gríðarleg sprenging hafi orðið í ferðamannastraumi til landsins. „Fyrir þremur árum voru kannski að koma sjö eða átta manns þarna á dag á þessum árstíma. Nú eru þarna mörg hundruð manns á hverjum degi.“ Myndskeiðið hér að neðan sýnir hversu langt hópurinn var kominn út á lóniðMyndskeiðið hér að neðan sýnir hvernig tipla þurfti á ísjökum til þess að komast í land.Meðfylgjandi myndir tók Ingólfur Bruun.Mynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur Bruun
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar að því að kenna ferðamönnum ábyrga hegðun. 18. febrúar 2016 07:00 Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu "Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarsveit Hornafjarðar. 18. febrúar 2016 16:23 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar að því að kenna ferðamönnum ábyrga hegðun. 18. febrúar 2016 07:00
Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu "Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarsveit Hornafjarðar. 18. febrúar 2016 16:23