Fólk er að veikjast úr streitu og oft nokkuð alvarlega Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 12:00 Sigrún Ása Þórðardóttir segir kulnun vera að aukast hjá fólki hér á landi. Baldur Hrafnkell Það getur tekið allt að þrjú ár að jafna sig eftir kulnun eða örmögnun segir sálfræðingur sem hefur unnið í slíkum málum í rúman áratug. Hún segir kulun vera að aukast hér á landi, fólk geti veikst alvarlega af of mikilli streitu. Í fréttum í gær kom fram að kulnunareinkenni eru algeng meðal lækna hér á landi og lýsti ungur læknir einkennum slíkum einkennum. Í nýlegri rannsókn sem annar hver starfandi læknir hér á landi svaraði kom fram að tæplega sjö af hverjum tíu læknum taldi sig vera undir of miklu álagi og tæpur helmingur sagðist hafa átt í erfiðleikum með einbeitingu eða minni. Sex af hverjum tíu hafði fundist þeir ekki geta uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi. Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur í Heilsuborg segir að almennt virðist einkenni kulnunar vera að aukast hjá fólki hér á landi. „Mér finnst það bara vera orðið nokkuð algengt. Ég hef verið að vinna með streitutengda valíðan í tíu ár og mér finnst þetta hafa aukist og það eru rannsóknir sem sýna að svo sé. Fólk er að veikjast af streitu og oft nokkuð alvarlega,“ segir Sigrún. Sigrún var með erindi á ráðstefnunni Hver hugar að þinni heilsu kallinn minn og kona góð í Salnum í Kópavogi. „Vandinn með streituna er að hún kemur vegna langvarandi álags. Við verðum oft samdauna henni og einkennunum. Þess vegna áttar fólk sig oft ekki á hvað einkennin eru orðin svo alvarleg að þau hafa áhrif á líf og starf,“ segir Sigrún. Hún segir að ástandið geti komið til vegna ofurálags í vinnu eða í einkalífi og oft séu þetta samverkandi þættir. Fólk sé hins vegar lengi að ná sér ef það fer í kulnun eða örmögnun. „Ef viðkomandi nær greiningarviðmiðun í kulnun eða örmögnun getur tekið mjög langan tíma að ná heilsu. Það er ekkert óalgengt að það taki eitt til þrjú ár, það kemru fram í rannsóknum og er mín reynsla í mínu starfi,“ segir Sigrún að lokum. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Það getur tekið allt að þrjú ár að jafna sig eftir kulnun eða örmögnun segir sálfræðingur sem hefur unnið í slíkum málum í rúman áratug. Hún segir kulun vera að aukast hér á landi, fólk geti veikst alvarlega af of mikilli streitu. Í fréttum í gær kom fram að kulnunareinkenni eru algeng meðal lækna hér á landi og lýsti ungur læknir einkennum slíkum einkennum. Í nýlegri rannsókn sem annar hver starfandi læknir hér á landi svaraði kom fram að tæplega sjö af hverjum tíu læknum taldi sig vera undir of miklu álagi og tæpur helmingur sagðist hafa átt í erfiðleikum með einbeitingu eða minni. Sex af hverjum tíu hafði fundist þeir ekki geta uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi. Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur í Heilsuborg segir að almennt virðist einkenni kulnunar vera að aukast hjá fólki hér á landi. „Mér finnst það bara vera orðið nokkuð algengt. Ég hef verið að vinna með streitutengda valíðan í tíu ár og mér finnst þetta hafa aukist og það eru rannsóknir sem sýna að svo sé. Fólk er að veikjast af streitu og oft nokkuð alvarlega,“ segir Sigrún. Sigrún var með erindi á ráðstefnunni Hver hugar að þinni heilsu kallinn minn og kona góð í Salnum í Kópavogi. „Vandinn með streituna er að hún kemur vegna langvarandi álags. Við verðum oft samdauna henni og einkennunum. Þess vegna áttar fólk sig oft ekki á hvað einkennin eru orðin svo alvarleg að þau hafa áhrif á líf og starf,“ segir Sigrún. Hún segir að ástandið geti komið til vegna ofurálags í vinnu eða í einkalífi og oft séu þetta samverkandi þættir. Fólk sé hins vegar lengi að ná sér ef það fer í kulnun eða örmögnun. „Ef viðkomandi nær greiningarviðmiðun í kulnun eða örmögnun getur tekið mjög langan tíma að ná heilsu. Það er ekkert óalgengt að það taki eitt til þrjú ár, það kemru fram í rannsóknum og er mín reynsla í mínu starfi,“ segir Sigrún að lokum.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira